Dýrið komið skrefi nær tilnefningu til Óskarsins Eiður Þór Árnason skrifar 21. desember 2021 21:59 Naomi Rapace í kvikmyndinni Dýrið, eða Lamb eins og hún er titluð erlendis. Aðsend Kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er meðal fimmtán kvikmynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu á næsta ári í flokki erlendra mynda. Óskarsakademían tilkynnti þetta í dag en 92 kvikmyndir í fullri lengd komu til greina frá jafn mörgum ríkjum. Sara Nassim, annar framleiðandi Dýrsins, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hún sé í sjöunda himni með þessa útnefningu. Dýrið er markaðsett erlendis undir titlinum Lamb og var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinni í Cannes á þessu ári. Hlaut hún þar verðlaun fyrir frumlegustu kvikmyndina í Un Certain Regard keppninni. Myndin hefur fengið góðar viðtökur víða um heim og var sýnd á 600 kvikmyndatjöldum í Bandaríkjunum í október. Aldrei áður hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs. Ala upp dularfulla veru sem eigið afkvæmi Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Myndin er framleidd af Hrönn Kristinsdóttur og Sara Nassim fyrir Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk Noomi fara þeir Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverk í myndinni. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Eli Arenson og Agnieszka Glińska sér um klippingu myndarinnar. Þórarinn Guðnason samdi tónlist myndarinnar og hljóðhönnun er í höndum Ingvars Lundberg og Björns Viktorssonar. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarinn Tengdar fréttir Dýrið tilnefnd til European Discovery verðlauna Kvikmyndin Dýrið hefur verið tilnefnd til European Discovery verðlauna. Verðlaunin sem kallast Prix FIPRESCI eru hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og eru veitt árlega til leikstjóra með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. 13. október 2021 14:18 Dýrið frumsýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag Íslenska kvikmyndin Dýrið. eða Lamb eins og hún heitir erlendis, verður sýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag. Aldrei áður hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs. 8. október 2021 16:31 Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. 29. september 2021 16:00 Hátíðarsýning á Dýrinu fyrir fullum sal í Háskólabíó Hátíðarsýning var á íslensku kvikmyndinni Dýrið í Háskólabíói í gær fyrir fullum sal. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur á meðal gesta. 22. september 2021 13:06 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Óskarsakademían tilkynnti þetta í dag en 92 kvikmyndir í fullri lengd komu til greina frá jafn mörgum ríkjum. Sara Nassim, annar framleiðandi Dýrsins, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hún sé í sjöunda himni með þessa útnefningu. Dýrið er markaðsett erlendis undir titlinum Lamb og var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinni í Cannes á þessu ári. Hlaut hún þar verðlaun fyrir frumlegustu kvikmyndina í Un Certain Regard keppninni. Myndin hefur fengið góðar viðtökur víða um heim og var sýnd á 600 kvikmyndatjöldum í Bandaríkjunum í október. Aldrei áður hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs. Ala upp dularfulla veru sem eigið afkvæmi Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Myndin er framleidd af Hrönn Kristinsdóttur og Sara Nassim fyrir Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk Noomi fara þeir Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverk í myndinni. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Eli Arenson og Agnieszka Glińska sér um klippingu myndarinnar. Þórarinn Guðnason samdi tónlist myndarinnar og hljóðhönnun er í höndum Ingvars Lundberg og Björns Viktorssonar.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarinn Tengdar fréttir Dýrið tilnefnd til European Discovery verðlauna Kvikmyndin Dýrið hefur verið tilnefnd til European Discovery verðlauna. Verðlaunin sem kallast Prix FIPRESCI eru hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og eru veitt árlega til leikstjóra með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. 13. október 2021 14:18 Dýrið frumsýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag Íslenska kvikmyndin Dýrið. eða Lamb eins og hún heitir erlendis, verður sýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag. Aldrei áður hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs. 8. október 2021 16:31 Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. 29. september 2021 16:00 Hátíðarsýning á Dýrinu fyrir fullum sal í Háskólabíó Hátíðarsýning var á íslensku kvikmyndinni Dýrið í Háskólabíói í gær fyrir fullum sal. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur á meðal gesta. 22. september 2021 13:06 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dýrið tilnefnd til European Discovery verðlauna Kvikmyndin Dýrið hefur verið tilnefnd til European Discovery verðlauna. Verðlaunin sem kallast Prix FIPRESCI eru hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og eru veitt árlega til leikstjóra með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. 13. október 2021 14:18
Dýrið frumsýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag Íslenska kvikmyndin Dýrið. eða Lamb eins og hún heitir erlendis, verður sýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag. Aldrei áður hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs. 8. október 2021 16:31
Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. 29. september 2021 16:00
Hátíðarsýning á Dýrinu fyrir fullum sal í Háskólabíó Hátíðarsýning var á íslensku kvikmyndinni Dýrið í Háskólabíói í gær fyrir fullum sal. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur á meðal gesta. 22. september 2021 13:06