Jólasöngvabók Birgittu að seljast upp Birgitta Haukdal 22. desember 2021 08:47 „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði." Bókaflokkurinn Lára og Ljónsi eftir Birgittu Haukdal nýtur mikilla vinsælda „Jólasöngvabókin er uppseld hjá okkur en mögulega nokkur eintök eftir í einhverjum búðum. Þetta eru auðvitað góðar fréttir og gaman að vera búin að selja upplagið en um leið stingur smá í hjartað að einhverjir missi af,“ segir Birgitta Haukdal en bókaflokkur hennar um Láru og Ljónsa rýkur út eins og heitar lummur. „Við prentuðum annað upplag af öllum sögubókunum en tónlistarspilarinn í jólasöngvabókinni er svo flókinn í gerð að það náðist ekki að búa til annað upplag af henni. Við verðum bara þeim mun betur undirbúin fyrir næstu jól,“ segir hún. Bókaflokkurinn um Láru og Ljónsa telur nú 18 sjálfstæðar bækur, þar af tvær ungbarnabækur og tvær tónlistarbækur. Birgitta á ekki í neinum vandræðum með að skrifa en rithöfundaferillinn hófst þegar hana sárvantaði bækur á íslensku fyrir son sinn þegar fjölskyldan bjó erlendis. „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði. Það eru síðan algjör forréttindi að fleiri börn en mín njóti líka. Mig dreymir um að búa til áskriftarflokk þannig að fólk með ung börn geti verið í áskrift að einni bók á mánuði og lesið með börnunum sínum. Ég man hvað mér fannst það skemmtilegt sjálfri sem barn að vera áskrifandi að bókaflokki. Þetta er ennþá draumur en rætist vonandi,“ segir Birgitta. Undanfarið ár hefur einkennst af skemmtilegum verkefnum en auk bókanna rötuðu Lára og Ljónsi á leikhúsfjalirnar. „Það alveg fyrir utan minn þægindaramma. Ég hef aldrei samið barnalög og hvað þá leikverk og tónlist fyrir leikhús. Ég var með fiðrildi í maganum allt árið í kringum þetta en svo var uppselt á allar sýningar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni, vonandi getum við gert þetta aftur að ári,“ segir Birgitta en hún naut aðstoðar Vignis Snæs Vignissonar við gerð tónlistarinnar fyrir leikverkið. "Stelpan mín litla söng með mér í Jólasöngvabókinni og var með okkur Vigga í stúdíóinu að vinna. Hún hefur hjálpað mömmu sinni mikið í desember. " „Ég bjó í stúdíóinu hjá Vigga nánast allt síðasta ár. Hann vann með mér að jólasöngvabókinni, tók upp og útsetti tónlistina fyrir leikritið og svo gáfum við út jólalag núna fyrir jólin. Við erum alltaf að stússast í tónlist og ef rétta augnablikið kemur þá er aldrei að vita nema Írafár komi fram,“ segir Birgitta. Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vignisson. Menning Jól Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
„Jólasöngvabókin er uppseld hjá okkur en mögulega nokkur eintök eftir í einhverjum búðum. Þetta eru auðvitað góðar fréttir og gaman að vera búin að selja upplagið en um leið stingur smá í hjartað að einhverjir missi af,“ segir Birgitta Haukdal en bókaflokkur hennar um Láru og Ljónsa rýkur út eins og heitar lummur. „Við prentuðum annað upplag af öllum sögubókunum en tónlistarspilarinn í jólasöngvabókinni er svo flókinn í gerð að það náðist ekki að búa til annað upplag af henni. Við verðum bara þeim mun betur undirbúin fyrir næstu jól,“ segir hún. Bókaflokkurinn um Láru og Ljónsa telur nú 18 sjálfstæðar bækur, þar af tvær ungbarnabækur og tvær tónlistarbækur. Birgitta á ekki í neinum vandræðum með að skrifa en rithöfundaferillinn hófst þegar hana sárvantaði bækur á íslensku fyrir son sinn þegar fjölskyldan bjó erlendis. „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði. Það eru síðan algjör forréttindi að fleiri börn en mín njóti líka. Mig dreymir um að búa til áskriftarflokk þannig að fólk með ung börn geti verið í áskrift að einni bók á mánuði og lesið með börnunum sínum. Ég man hvað mér fannst það skemmtilegt sjálfri sem barn að vera áskrifandi að bókaflokki. Þetta er ennþá draumur en rætist vonandi,“ segir Birgitta. Undanfarið ár hefur einkennst af skemmtilegum verkefnum en auk bókanna rötuðu Lára og Ljónsi á leikhúsfjalirnar. „Það alveg fyrir utan minn þægindaramma. Ég hef aldrei samið barnalög og hvað þá leikverk og tónlist fyrir leikhús. Ég var með fiðrildi í maganum allt árið í kringum þetta en svo var uppselt á allar sýningar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni, vonandi getum við gert þetta aftur að ári,“ segir Birgitta en hún naut aðstoðar Vignis Snæs Vignissonar við gerð tónlistarinnar fyrir leikverkið. "Stelpan mín litla söng með mér í Jólasöngvabókinni og var með okkur Vigga í stúdíóinu að vinna. Hún hefur hjálpað mömmu sinni mikið í desember. " „Ég bjó í stúdíóinu hjá Vigga nánast allt síðasta ár. Hann vann með mér að jólasöngvabókinni, tók upp og útsetti tónlistina fyrir leikritið og svo gáfum við út jólalag núna fyrir jólin. Við erum alltaf að stússast í tónlist og ef rétta augnablikið kemur þá er aldrei að vita nema Írafár komi fram,“ segir Birgitta. Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vignisson.
Menning Jól Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira