Jólasöngvabók Birgittu að seljast upp Birgitta Haukdal 22. desember 2021 08:47 „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði." Bókaflokkurinn Lára og Ljónsi eftir Birgittu Haukdal nýtur mikilla vinsælda „Jólasöngvabókin er uppseld hjá okkur en mögulega nokkur eintök eftir í einhverjum búðum. Þetta eru auðvitað góðar fréttir og gaman að vera búin að selja upplagið en um leið stingur smá í hjartað að einhverjir missi af,“ segir Birgitta Haukdal en bókaflokkur hennar um Láru og Ljónsa rýkur út eins og heitar lummur. „Við prentuðum annað upplag af öllum sögubókunum en tónlistarspilarinn í jólasöngvabókinni er svo flókinn í gerð að það náðist ekki að búa til annað upplag af henni. Við verðum bara þeim mun betur undirbúin fyrir næstu jól,“ segir hún. Bókaflokkurinn um Láru og Ljónsa telur nú 18 sjálfstæðar bækur, þar af tvær ungbarnabækur og tvær tónlistarbækur. Birgitta á ekki í neinum vandræðum með að skrifa en rithöfundaferillinn hófst þegar hana sárvantaði bækur á íslensku fyrir son sinn þegar fjölskyldan bjó erlendis. „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði. Það eru síðan algjör forréttindi að fleiri börn en mín njóti líka. Mig dreymir um að búa til áskriftarflokk þannig að fólk með ung börn geti verið í áskrift að einni bók á mánuði og lesið með börnunum sínum. Ég man hvað mér fannst það skemmtilegt sjálfri sem barn að vera áskrifandi að bókaflokki. Þetta er ennþá draumur en rætist vonandi,“ segir Birgitta. Undanfarið ár hefur einkennst af skemmtilegum verkefnum en auk bókanna rötuðu Lára og Ljónsi á leikhúsfjalirnar. „Það alveg fyrir utan minn þægindaramma. Ég hef aldrei samið barnalög og hvað þá leikverk og tónlist fyrir leikhús. Ég var með fiðrildi í maganum allt árið í kringum þetta en svo var uppselt á allar sýningar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni, vonandi getum við gert þetta aftur að ári,“ segir Birgitta en hún naut aðstoðar Vignis Snæs Vignissonar við gerð tónlistarinnar fyrir leikverkið. "Stelpan mín litla söng með mér í Jólasöngvabókinni og var með okkur Vigga í stúdíóinu að vinna. Hún hefur hjálpað mömmu sinni mikið í desember. " „Ég bjó í stúdíóinu hjá Vigga nánast allt síðasta ár. Hann vann með mér að jólasöngvabókinni, tók upp og útsetti tónlistina fyrir leikritið og svo gáfum við út jólalag núna fyrir jólin. Við erum alltaf að stússast í tónlist og ef rétta augnablikið kemur þá er aldrei að vita nema Írafár komi fram,“ segir Birgitta. Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vignisson. Menning Jól Tónlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
„Jólasöngvabókin er uppseld hjá okkur en mögulega nokkur eintök eftir í einhverjum búðum. Þetta eru auðvitað góðar fréttir og gaman að vera búin að selja upplagið en um leið stingur smá í hjartað að einhverjir missi af,“ segir Birgitta Haukdal en bókaflokkur hennar um Láru og Ljónsa rýkur út eins og heitar lummur. „Við prentuðum annað upplag af öllum sögubókunum en tónlistarspilarinn í jólasöngvabókinni er svo flókinn í gerð að það náðist ekki að búa til annað upplag af henni. Við verðum bara þeim mun betur undirbúin fyrir næstu jól,“ segir hún. Bókaflokkurinn um Láru og Ljónsa telur nú 18 sjálfstæðar bækur, þar af tvær ungbarnabækur og tvær tónlistarbækur. Birgitta á ekki í neinum vandræðum með að skrifa en rithöfundaferillinn hófst þegar hana sárvantaði bækur á íslensku fyrir son sinn þegar fjölskyldan bjó erlendis. „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði. Það eru síðan algjör forréttindi að fleiri börn en mín njóti líka. Mig dreymir um að búa til áskriftarflokk þannig að fólk með ung börn geti verið í áskrift að einni bók á mánuði og lesið með börnunum sínum. Ég man hvað mér fannst það skemmtilegt sjálfri sem barn að vera áskrifandi að bókaflokki. Þetta er ennþá draumur en rætist vonandi,“ segir Birgitta. Undanfarið ár hefur einkennst af skemmtilegum verkefnum en auk bókanna rötuðu Lára og Ljónsi á leikhúsfjalirnar. „Það alveg fyrir utan minn þægindaramma. Ég hef aldrei samið barnalög og hvað þá leikverk og tónlist fyrir leikhús. Ég var með fiðrildi í maganum allt árið í kringum þetta en svo var uppselt á allar sýningar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni, vonandi getum við gert þetta aftur að ári,“ segir Birgitta en hún naut aðstoðar Vignis Snæs Vignissonar við gerð tónlistarinnar fyrir leikverkið. "Stelpan mín litla söng með mér í Jólasöngvabókinni og var með okkur Vigga í stúdíóinu að vinna. Hún hefur hjálpað mömmu sinni mikið í desember. " „Ég bjó í stúdíóinu hjá Vigga nánast allt síðasta ár. Hann vann með mér að jólasöngvabókinni, tók upp og útsetti tónlistina fyrir leikritið og svo gáfum við út jólalag núna fyrir jólin. Við erum alltaf að stússast í tónlist og ef rétta augnablikið kemur þá er aldrei að vita nema Írafár komi fram,“ segir Birgitta. Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vignisson.
Menning Jól Tónlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira