Merson líkir Bielsa við Wenger og segir hann eiga erfitt með að aðlagast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 22:31 Marcelo Bielsa er ekki með neitt plan B að mati Paul Merson. Nick Potts/PA Images via Getty Images Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins og núverandi sparkspekingur, hefur líkt Marcelo Bielsa, þjálfara Leeds, við Arsene Wenger, en það eru þó ekki endilega góðar ástæður á bakvið samlíkinguna. Merson segir að Bielsa sé tregur til að breyta skipulagi liðsins þegar illa gengur og segir Wenger hafa verið eins undir lok síns þjálfaraferils. „Þessi þrjóska í Bielsa að halda sig alltaf við sama leikkerfið minnir mig mikið á seinustu ár Wenger hjá Arsenal,“ sagði Merson á Sky Sports. „Ég man þegar ég var að fjalla um leik Manchester United gegn Arsenal árið 2011. Arsenal mætti á Old Trafford með laskað lið og við töluðum allir um það uppi í stúdíói að Wenger þyrfti að breyta til og að hann gæti ekki látið liðið spila eins og ef allar stjörnurnar væru með.“ „En hvað gerði Wenger? Hann mætti, spilaði sama kerfi, og Arsenal tapaði leiknum 8-2. Ég mun aldrei gleyma þessu og þetta er nákvæmlega það sem ég er að sjá hjá Leeds undir Bielsa núna.“ Merson Says: Bielsa reminding me of Wenger pic.twitter.com/YQY5Vjr3pj— Futball News (@FutballNews_) December 20, 2021 Leeds hefur ekki unnið í seinustu fjórum deildarleikjum sínum og í seinustu tveim hefur liðið fengið á sig ellefu mörk. Liðið tapaði 7-0 gegn Manchester City fyrir tæpri viku og 4-1 gegn Arsenal á laugardaginn. „Þeir mættu Manchester City með enga leikmenn, en spiluðu nákvæmlega eins og þeir gera alltaf og þetta var vandræðalegt. Ég vorkenndi leikmönnunum. Þjálfarinn verður að hafa eitthvað annað plan þegar hann þarf á því að halda.“ „Leeds hafa verið algjörlega rassskelltir þegar þeim vantar nokkra af lykilmönnunum sínum, en þjálfarinn þarf að breyta til. Hann þarf að sætta sig við það að án þessara leikmanna þarf liðið að spila öðruvísi, koma sér fyrir aftan boltann, og gera andstæðingnum erfitt fyrir.“ „Ég meina, Arsenal var að klikka á dauðafærum á Elland Road og það voru varla fimm mínútur liðnar af leiknum. Það segir okkur allt sem við þurfum að vita.“ Þrátt fyrir slæmt gengi Leeds að undanförnu sér Merson þó ekki fyrir sér að liðið sé í fallhættu. „Ég sé þá ekki falla, ekki séns. Þeir eru að fá lykilmenn til baka úr meiðslum bráðlega og það er undir þeim komið að snúa genginu við.“ Það sem ég hef mestar áhyggjur af hjá Leeds er að ég elska að horfa á þá spila, en það er ekki nógu gott. Sem hlutlaus aðdáandi þá elska ég að horfa á þá af því að þú veist að þú ert að fara að sjá skemmtilegan fótboltaleik. En það er ekki nógu gott, sérstaklega ekki þegar þú ert ekki að vinna fótboltaleiki,“ sagði Merson að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Merson segir að Bielsa sé tregur til að breyta skipulagi liðsins þegar illa gengur og segir Wenger hafa verið eins undir lok síns þjálfaraferils. „Þessi þrjóska í Bielsa að halda sig alltaf við sama leikkerfið minnir mig mikið á seinustu ár Wenger hjá Arsenal,“ sagði Merson á Sky Sports. „Ég man þegar ég var að fjalla um leik Manchester United gegn Arsenal árið 2011. Arsenal mætti á Old Trafford með laskað lið og við töluðum allir um það uppi í stúdíói að Wenger þyrfti að breyta til og að hann gæti ekki látið liðið spila eins og ef allar stjörnurnar væru með.“ „En hvað gerði Wenger? Hann mætti, spilaði sama kerfi, og Arsenal tapaði leiknum 8-2. Ég mun aldrei gleyma þessu og þetta er nákvæmlega það sem ég er að sjá hjá Leeds undir Bielsa núna.“ Merson Says: Bielsa reminding me of Wenger pic.twitter.com/YQY5Vjr3pj— Futball News (@FutballNews_) December 20, 2021 Leeds hefur ekki unnið í seinustu fjórum deildarleikjum sínum og í seinustu tveim hefur liðið fengið á sig ellefu mörk. Liðið tapaði 7-0 gegn Manchester City fyrir tæpri viku og 4-1 gegn Arsenal á laugardaginn. „Þeir mættu Manchester City með enga leikmenn, en spiluðu nákvæmlega eins og þeir gera alltaf og þetta var vandræðalegt. Ég vorkenndi leikmönnunum. Þjálfarinn verður að hafa eitthvað annað plan þegar hann þarf á því að halda.“ „Leeds hafa verið algjörlega rassskelltir þegar þeim vantar nokkra af lykilmönnunum sínum, en þjálfarinn þarf að breyta til. Hann þarf að sætta sig við það að án þessara leikmanna þarf liðið að spila öðruvísi, koma sér fyrir aftan boltann, og gera andstæðingnum erfitt fyrir.“ „Ég meina, Arsenal var að klikka á dauðafærum á Elland Road og það voru varla fimm mínútur liðnar af leiknum. Það segir okkur allt sem við þurfum að vita.“ Þrátt fyrir slæmt gengi Leeds að undanförnu sér Merson þó ekki fyrir sér að liðið sé í fallhættu. „Ég sé þá ekki falla, ekki séns. Þeir eru að fá lykilmenn til baka úr meiðslum bráðlega og það er undir þeim komið að snúa genginu við.“ Það sem ég hef mestar áhyggjur af hjá Leeds er að ég elska að horfa á þá spila, en það er ekki nógu gott. Sem hlutlaus aðdáandi þá elska ég að horfa á þá af því að þú veist að þú ert að fara að sjá skemmtilegan fótboltaleik. En það er ekki nógu gott, sérstaklega ekki þegar þú ert ekki að vinna fótboltaleiki,“ sagði Merson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira