Gefur í skyn að slæm hegðun utan vallar hafi haldið Foden og Grealish á bekknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 19:31 Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir að slæm hegðun utan vallar verði til þess að leikmenn missi sæti sitt í liðinu. EPA-EFE/ANDREW YATES Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur gefið það í skyn að ástæða þess að ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Jack Grealish hafi ekki komið við sögu í 4-0 sigri liðsins gegn Newcastle í gær sé slæm hegðun leikmannana utan vallar. Jack Grealish, Phil Foden og John Stones voru allir settir á bekkinn fyrir leikinn, en Stones kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Grealish og Stones sátu hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Pep Guardiola says Jack Grealish & Phil Foden were left out for their behaviour off-field.https://t.co/8vyfRqrd7l— SPORTbible (@sportbible) December 20, 2021 Guardiola var spurður út í þessa ákvörðun að leik loknum í samtali við BBC, og tók þá skýrt fram að ákvörðunin hafi ekki verið tekin með það að markmiði að hræra í liðinu. „Ég ákvað þetta lið af því að þessir strákar áttu skilið að spila í dag. Þessir strákar, en ekki aðrir,“ sagði Guardiola. Þjálfarinn segir að á þessum árstíma sé mjög mikilvægt að halda einbeitingunni þar sem að jólin geti valdið mikilli truflun. „Í kringum jólin fylgist ég sérstaklega vel með hegðun leikmanna bæði innan sem utanvallar. Þegar hegðunin utanvallar er ekki eins og hún á að vera þá ert þú ekki að fara að spila.“ „Þannig að við verðum að halda einbeitingunni allan tímann þrátt fyrir truflunina í kringum jólin og allt sem þeim fylgir. Þú þarft samt að halda einbeitingunni.“ Liðsvalið kom þó ekki að sök, en eins og áður segir vann Manchester City öruggan 4-0 sigur gegn nýríku Newcastle-liði. Enski boltinn Tengdar fréttir Þægilegt hjá Man City í Newcastle Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 15:53 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Jack Grealish, Phil Foden og John Stones voru allir settir á bekkinn fyrir leikinn, en Stones kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Grealish og Stones sátu hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Pep Guardiola says Jack Grealish & Phil Foden were left out for their behaviour off-field.https://t.co/8vyfRqrd7l— SPORTbible (@sportbible) December 20, 2021 Guardiola var spurður út í þessa ákvörðun að leik loknum í samtali við BBC, og tók þá skýrt fram að ákvörðunin hafi ekki verið tekin með það að markmiði að hræra í liðinu. „Ég ákvað þetta lið af því að þessir strákar áttu skilið að spila í dag. Þessir strákar, en ekki aðrir,“ sagði Guardiola. Þjálfarinn segir að á þessum árstíma sé mjög mikilvægt að halda einbeitingunni þar sem að jólin geti valdið mikilli truflun. „Í kringum jólin fylgist ég sérstaklega vel með hegðun leikmanna bæði innan sem utanvallar. Þegar hegðunin utanvallar er ekki eins og hún á að vera þá ert þú ekki að fara að spila.“ „Þannig að við verðum að halda einbeitingunni allan tímann þrátt fyrir truflunina í kringum jólin og allt sem þeim fylgir. Þú þarft samt að halda einbeitingunni.“ Liðsvalið kom þó ekki að sök, en eins og áður segir vann Manchester City öruggan 4-0 sigur gegn nýríku Newcastle-liði.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þægilegt hjá Man City í Newcastle Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 15:53 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Þægilegt hjá Man City í Newcastle Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 15:53