Kane slapp við rautt því Robertson hoppaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2021 14:30 Paul Tierney sýnir Harry Kane gula spjaldið. Liverpool-menn vildu sjá annan lit á spjaldinu. epa/FACUNDO ARRIZABALAGA Harry Kane var ekki rekinn af velli fyrir brotið á Andy Robertson því Skotinn hoppaði þegar hann var tæklaður. The Athletic greinir frá þessu og segir þetta ástæðuna fyrir því að myndbandsdómararnir töldu gult spjald næga refsingu fyrir Kane. Enski landsliðsfyrirliðinn hafði komið Spurs í 1-0 nokkrum mínútum áður. Liverpool-menn voru afar ósáttir við að Paul Tierney skyldi ekki hafa rekið Kane af velli þegar hann tæklaði Robertson harkalega eftir um tuttugu mínútna leik. Ekki bætti úr skák þegar Tierney dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Diego Jota féll í teignum. Robertson var sjálfur rekinn af velli þegar þrettán mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Emerson Royal. Skömmu áður hafði Son Heung-min jafnað í 2-2 sem urðu lokatölur. Eftir leikinn skammaðist Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í Tierney og sagðist ekki eiga í vandræðum með neinn dómara í ensku úrvalsdeildinni nema hann. Klopp gagnrýndi Tierney svo í viðtali eftir og sagði hann hlutdrægan. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. Kane fannst sjálfum ekkert að tæklingunni á Robertson og sagðist ekki hafa brotið af sér. „Nei klárlega ekki. Þetta var hörð tækling en ég vann boltann. Ég hef ekki séð þetta aftur en í svona leikjum eru alltaf harðar tæklingar. Þeir skoðuðu þetta og við héldum áfram,“ sagði Kane eftir leik. „Ég bjóst ekki einu sinni við gulu spjaldi og Andy sagði við mig á vellinum: þú rétt snertir á mér fótinn. Þegar þú spilar svona með hægri endursýningu geta hlutirnir litið verr út en þeir eru í raun.“ Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á öðrum degi jóla. Tottenham er í 7. sæti deildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00 Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
The Athletic greinir frá þessu og segir þetta ástæðuna fyrir því að myndbandsdómararnir töldu gult spjald næga refsingu fyrir Kane. Enski landsliðsfyrirliðinn hafði komið Spurs í 1-0 nokkrum mínútum áður. Liverpool-menn voru afar ósáttir við að Paul Tierney skyldi ekki hafa rekið Kane af velli þegar hann tæklaði Robertson harkalega eftir um tuttugu mínútna leik. Ekki bætti úr skák þegar Tierney dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Diego Jota féll í teignum. Robertson var sjálfur rekinn af velli þegar þrettán mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Emerson Royal. Skömmu áður hafði Son Heung-min jafnað í 2-2 sem urðu lokatölur. Eftir leikinn skammaðist Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í Tierney og sagðist ekki eiga í vandræðum með neinn dómara í ensku úrvalsdeildinni nema hann. Klopp gagnrýndi Tierney svo í viðtali eftir og sagði hann hlutdrægan. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. Kane fannst sjálfum ekkert að tæklingunni á Robertson og sagðist ekki hafa brotið af sér. „Nei klárlega ekki. Þetta var hörð tækling en ég vann boltann. Ég hef ekki séð þetta aftur en í svona leikjum eru alltaf harðar tæklingar. Þeir skoðuðu þetta og við héldum áfram,“ sagði Kane eftir leik. „Ég bjóst ekki einu sinni við gulu spjaldi og Andy sagði við mig á vellinum: þú rétt snertir á mér fótinn. Þegar þú spilar svona með hægri endursýningu geta hlutirnir litið verr út en þeir eru í raun.“ Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á öðrum degi jóla. Tottenham er í 7. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00 Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00
Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40