„Það er eitthvað mikið að gerast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 12:09 Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir ómíkron-bylgju geta skollið á í janúar. Vísir/Arnar Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 200 greindust með kórónuveiruna í gær en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum degi, 206 innanlands 15. nóvember síðastliðinn. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. Rúmlega 1.200 manns hafa þá greinst með veiruna frá því á laugardag í síðustu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að faraldurinn sé í veldisvexti og Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir tölur gærdagsins ískyggilegar. „Þetta lítur ekki vel út en var komið einhvern veginn af stað í átt að svona bylgju fyrir nokkrum dögum, þannig að við eigum eftir að sjá þennan fjölda í talsverðan tíma í viðbót. Af því það tekur alltaf þennan tíma að ná þessu niður aftur,“ segir Thor. „Það er ótrúlegt að það skuli nást aftur svona vöxtur svona fljótt, þannig að það er eitthvað mikið að gerast.“ Borgi sig að fara strax hart í aðgerðir Þó að margir hafi þegar fengið örvunarskammt bóluefnis muni árangur af honum ekki koma almennilega fram fyrr en eftir talsverðan tíma. „Þannig að það er alveg nóg af fólki eftir til að smitast og auðvitað tekur líka tíma fyrir raunverulega þriðja skammtinn að verða virkur. Það yrði þá meira undirbúningur fyrir janúar, ef það væri alveg sérstakt átak núna að klára þriðja skammtinn, því það gæti allt eins gerst að það komi önnur stór bylgja í janúar, sem væri þá meira ómíkron-drifin,“ segir Thor. Búast megi við svipaðri þróun hér á næstu vikum og í Danörku og Noregi, þar sem ómíkron er í hröðum vexti og grípa hefur þurft til mjög harðra aðgerða. Taka eigi stöðuna alvarlega. „Þá sýnir það sig að það borgar sig að fara frekar hart í aðgerðir strax, og þá ætti þetta að taka styttri tíma,“ segir Thor. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna í gær en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum degi, 206 innanlands 15. nóvember síðastliðinn. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. Rúmlega 1.200 manns hafa þá greinst með veiruna frá því á laugardag í síðustu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að faraldurinn sé í veldisvexti og Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir tölur gærdagsins ískyggilegar. „Þetta lítur ekki vel út en var komið einhvern veginn af stað í átt að svona bylgju fyrir nokkrum dögum, þannig að við eigum eftir að sjá þennan fjölda í talsverðan tíma í viðbót. Af því það tekur alltaf þennan tíma að ná þessu niður aftur,“ segir Thor. „Það er ótrúlegt að það skuli nást aftur svona vöxtur svona fljótt, þannig að það er eitthvað mikið að gerast.“ Borgi sig að fara strax hart í aðgerðir Þó að margir hafi þegar fengið örvunarskammt bóluefnis muni árangur af honum ekki koma almennilega fram fyrr en eftir talsverðan tíma. „Þannig að það er alveg nóg af fólki eftir til að smitast og auðvitað tekur líka tíma fyrir raunverulega þriðja skammtinn að verða virkur. Það yrði þá meira undirbúningur fyrir janúar, ef það væri alveg sérstakt átak núna að klára þriðja skammtinn, því það gæti allt eins gerst að það komi önnur stór bylgja í janúar, sem væri þá meira ómíkron-drifin,“ segir Thor. Búast megi við svipaðri þróun hér á næstu vikum og í Danörku og Noregi, þar sem ómíkron er í hröðum vexti og grípa hefur þurft til mjög harðra aðgerða. Taka eigi stöðuna alvarlega. „Þá sýnir það sig að það borgar sig að fara frekar hart í aðgerðir strax, og þá ætti þetta að taka styttri tíma,“ segir Thor.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28
Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40