Bielsa hrósar stuðningsmönnum Leeds í hástert Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. desember 2021 08:00 Bielsa á hliðarlínunni í gær. vísir/Getty Það hefur ekki gengið vel hjá Leeds United að undanförnu en stuðningsmenn liðsins standa þétt við bakið á sínum mönnum. Leeds steinlá fyrir Arsenal á heimavelli í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. „Hálfleikarnir voru mjög ólíkir. Þeir hefðu getað náð meiri forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik áttum við að skora meira en eitt mark og áttum ekki að fá á okkur mark,“ sagði Bielsa stjóri Leeds í leikslok. „Úrslitin eru sanngjörn. Þeir voru mun betri en við en við getum tekið hluti með okkur úr leiknum. Það er einfalt að greina þennan leik. Við náðum ekki að vinna af þeim boltann á þeirra vallarhelmingi. Jafnvel þótt við höfum pressað betur en við gerðum gegn Man City tókst okkur ekki að fá þá til að gera mistök. Þeir nýttu sér okkar mistök og því fór sem fór.“ Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Leeds að undanförnu en liðið fékk 7-0 skell gegn Manchester City á dögunum og hefur raunar ekki unnið leik í desembermánuði. „Ég get ekki litið framhjá því að okkur vantaði tíu leikmenn. Koch spilaði sinn fyrsta leik í fjóra mánuði og það var ekki gott fyrir okkur. Charlie Cresswell átti að spila en hann meiddist á öxl á æfingu á fimmtudag. Diego Llorente átti líka að spila en hann veiktist,“ sagði Bielsa. Stuðningsmenn Leeds eru ekki á því að snúa baki við liði sínu þrátt fyrir slæmt gengi og þeir sýndu það í verki í leikslok á Elland Road í gær þegar þeir sungu stuðningssöngva hástöfum þrátt fyrir stórt tap. „Þeir sýna það í verki hversu mikla ást þeir hafa á félaginu. Í dag eru lið aðallega studd þegar vel gengur en að finna fyrir þessum stuðningi eftir þriðja tapið í röð og eftir að hafa fengið 14 mörk á sig í þremur leikjum. Þetta lýsir stuðningsmönnum Leeds vel,“ sagði Bielsa. Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Leeds steinlá fyrir Arsenal á heimavelli í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. „Hálfleikarnir voru mjög ólíkir. Þeir hefðu getað náð meiri forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik áttum við að skora meira en eitt mark og áttum ekki að fá á okkur mark,“ sagði Bielsa stjóri Leeds í leikslok. „Úrslitin eru sanngjörn. Þeir voru mun betri en við en við getum tekið hluti með okkur úr leiknum. Það er einfalt að greina þennan leik. Við náðum ekki að vinna af þeim boltann á þeirra vallarhelmingi. Jafnvel þótt við höfum pressað betur en við gerðum gegn Man City tókst okkur ekki að fá þá til að gera mistök. Þeir nýttu sér okkar mistök og því fór sem fór.“ Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Leeds að undanförnu en liðið fékk 7-0 skell gegn Manchester City á dögunum og hefur raunar ekki unnið leik í desembermánuði. „Ég get ekki litið framhjá því að okkur vantaði tíu leikmenn. Koch spilaði sinn fyrsta leik í fjóra mánuði og það var ekki gott fyrir okkur. Charlie Cresswell átti að spila en hann meiddist á öxl á æfingu á fimmtudag. Diego Llorente átti líka að spila en hann veiktist,“ sagði Bielsa. Stuðningsmenn Leeds eru ekki á því að snúa baki við liði sínu þrátt fyrir slæmt gengi og þeir sýndu það í verki í leikslok á Elland Road í gær þegar þeir sungu stuðningssöngva hástöfum þrátt fyrir stórt tap. „Þeir sýna það í verki hversu mikla ást þeir hafa á félaginu. Í dag eru lið aðallega studd þegar vel gengur en að finna fyrir þessum stuðningi eftir þriðja tapið í röð og eftir að hafa fengið 14 mörk á sig í þremur leikjum. Þetta lýsir stuðningsmönnum Leeds vel,“ sagði Bielsa.
Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira