Pöntað með Perunni: Jólasveinarnir í Jaguars ráku loks Hurðaskelli Magnús Sigurjón Guðmundsson skrifar 18. desember 2021 08:01 Magnús Sigurjón Guðmundsson, eða Maggi Pera eins og hann er oft kallaður, fer yfir skrautlegan tíma Urban Meyer sem þjálfari Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Vísir Er líða fer að jólum og hátíð fer í hönd þá setur NFL-deildin í fluggírinn og býður upp á sannkallaða leikjaveislu. Reyndar ekki að ástæðulausu, því línurnar eru farnar að skýrast í flestum Fantasy-deildum áhugamanna og líka í deildinni sjálfri. Núna um helgina þegar flestir eru að leggja lokahönd á jólagjafainnkaupin þá skellir deildin inn aukaleikdegi. Þyrstir áhorfendur geta því hallað sér aftur í sófanum og horft á tvo leiki á laugardeginum. Sama verður upp á teningnum sjálfa jólahelgina og geta aðdáendur íþróttarinnar því afboðað komu sína í jólaboðin. Hendið hangikjötinu í frystinn og leggið kjúklingavængina í BBQ-dressingu. Hver vill taka taðreykt hangikjöt og uppstúf í gott NFL partý? Amerískur fótbolti og jólin eru keimlík í raun og veru. „Bráðum koma .... fara' að hlakka til... Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. Eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá“. Allaveganna ákaflega gaman fyrir suma. Á þessum árstíma hafa nefnilega oftar en ekki stuðningsmenn: Cowboys, Patriots, Packers, 49ers og Steelers farið glaðir inn í hátíðirnar. Þar sem liðin þeirra hafa oft komist í úrslitakeppnina með stuttum heimsóknum í eyðimörkina góðu. Á sama tíma hafa önnur lið vafrað um eyðimörkina í villu síns vegar. Þar fara fremstir meðal jafningja - jólasveinarnir í Jacksonville Jaguars. Sóttu goðsögn úr háskólaboltanum Tim Tebow er einn af þeim sem Urban Meyer þjálfaði í háskólaboltanum.James Gilbert / Getty Images Hvorki hefur gengið né rekið hjá liðinu undanfarin ár og hafa þeir endað neðstir í suðurriðli Ameríkudeildarinnar þrjú ár í röð. Á þessum þremur árum vann Jaguars aðeins 12 leiki en tapaði heilum 36. Botninum var náð í fyrra er liðið vann aðeins einn leik en tapaði 15. Þá voru góð ráð dýr og ákvað litríkur eigandi liðsins, Shahid Khan, að gera eitthvað óvænt til þess að snúa genginu við. Hann ákvað að fara djúpt ofan í galdrapokann og sækja goðsögn úr háskólaboltanum, Urban nokkurn Meyer. Sá hafði stýrt háskólaliðum frá því um aldamótin og ferilskráin var lituð eintómum sigurtónum. Hann hafði þjálfað Bowling Green, Utah Utes, Florida Gators og Ohio State Buckeyes og mikill fjöldi leikmanna hans hafði skilað sér upp í NFL-deildina. Þar hafa þeir skapað sér nafn, skrifað sig í sögubækurnar og sumir eru enn að bæta heilu köflunum í þær. Meðal stórra nafna sem hann þjálfaði í háskólaboltanum má nefna: Cam Newton, Michael Thomas, Ezekiel Elliot, Percy Harvin, Pouncey-bræðurnir, Joey Bosa, Ryan Shazier, Janoris Jankins, Joe Haden, Eric Weddle.... já og Guðsmanninn Tim Tebow. Á 17 tímabilum í háskólaboltanum vann Urban Meyer 187 leiki og tapaði einungis 32. Í lok tímabils árið 2018 tilkynnti þjálfarinn að hann væri hættur þjálfun vegna heilsufarsástæðna. Síðan þá hefur hann verið orðaður við hverja stöðuna á fætur annari en allt komið fyrir ekki. Hann ætlaði sér að sötra sangríur á sundlaugabakkanum og njóta lífsins. Eða allt þangað til að Shahid Khan sló á þráðinn í upphafi þessa árs og bauð honum starfið sem aðalþjálfari Jacksonville Jaguars. Kampavínið flæddi eftir nýliðavalið Khan hélt án efa þrusu ræðu og sannfærði Meyer um að liðið væri á tímamótum því þeir ættu nóg af valréttum í nýliðavalinu til þess að ná í stærri bita og spyrna frá bakka. Ræðan hefur virkað því Meyer jánkaði boðinu og stuðningsmenn liðsins kættust ógurlega þegar hann var kynntur til leiks 14. janúar. 105 dögum síðar valdi Jacksonville Jaguars svo leikstjórnandann Trevor Lawrence með fyrsta valrétti í nýliðavali ársins. Þá voru opnaðar kampavínsflöskur og fagnað ógurlega í allri borginni. Eyðimerkurgöngunni ætti nú senn að ljúka þó að allir vissu að viðsnúningurinn kæmi ekki af sjálfu sér. Með réttann skipstjóra í brúnni og drífandi háseta inn á vellinum þá myndi dallurinn fljótt hefja mokveiði. Áhöfnin var klár en 159 dögum eftir nýliðavalið var brælan orðin slík á miðunum í Jacksonville að skipstjórinn fékk að fjúka. Urban Meyer reyndist bara vera vörusvik. Styrktarþjálfarinn entist aðeins í sólarhring í starfi Þessir 159 dagar voru þó alls ekki nein gúrkutíð fyrir fréttamenn þar ytra. Nýi þjálfarinn fékk pressuna til að stinga niður penna og skeggræða hverja gloríuna á fætur annari. Hann fékk lausan tauminn til að velja sér meðreiðarsveina til að aðstoða hann í viðsnúningnum. Eitt af fyrstu embættisverkum hans var að ráða Chris Doyle sem styrktarþjálfara en hann hafði starfað sem slíkur á háskólastigi í áratugi. Hann entist þó aðeins sólarhring í starfi hjá Jaguars því fjölmiðlar dustuðu rykið af staðfestum orðrómi um rasísk ummæli þjálfarans sem höfðu orðið til þess að hann var settur í leyfi frá háskólaþjálfuninni. Urban Meyer sagðist hafa þekkt hann lengi en hefði aldrei séð þessa hlið af honum – né heyrt af henni. Meyer hefur kannski ekki fylgst með fjölmiðlum meðan hann var að sötra sangríurnar. Hvernig sem því líður þá réð hann Joe Cullen sem varnarþjálfara liðsins og viti menn hann átti sér líka litríka fortíð. Árið 2006 var hann nefnilega handtekinn fyrir að keyra nakinn í gegnum lúguna á Wendy´s þegar hungrið sótti á hann á djamminu. Sem og fékk kauði sér smá áfengislúr á Subway sem endaði með afskiptum lögreglu. Þær fréttir fóru kannski líka framhjá Urban Meyer? Reyndi að kenna gömlum hundi ný trix Meyer fékk Tim Tebow til liðsins við upphaf æfinga en þeir þekktust vel frá háskólaárunum. Tebow hafði reyndar ekki spilað í deildinni í 6 ár og ef það var ekki nóg til þess að fá menn til að véfengja þessa aðgerð þá ákvað Urban Meyer að kynna hann til leiks sem innherja (e. tight end). Tebow hafði spilað sem leikstjórnandi allan sinn feril og þótti ekki nægilega góður sem slíkur. Urban var með lausnina, nú átti að kenna honum nýja stöðu, og það á gamalsaldri. Sú brella reyndist glórulaus og Tim Tebow reið aftur inn í eftirlaunaárin. Það segir í góðri bók: „á sandi byggði heimskur maður hús“ en þá bók þekkir Tebow betur en flestir. Þegar tímabilið hófst þá fór að hrikta í stoðum af alvöru. Jaguars tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum og nú þurfti þjálfara til að stappa stálinu í brotið lið með ungan leikstjórnanda sem var að stíga sín fyrstu skref í deildinni. Urban Meyer virtist ekki taka hlutverkinu neitt sérstaklega alvarlega. Eftir leik liðsins við Bengals í október varð hann eftir í Ohioborg og fékk sér aðeins í tána. Hann ákvað að skella sér á barinn og náðist myndband af honum dansa við unga konu og þukla á henni. Myndbandið fór í dreifingu og þá fyrst baðst hann afsökunar og sagðist þurfa að sýna meiri aga og gott fordæmi fyrir unga leikmenn liðsins. Here's #Jaguars HC Urban Meyer apologizing for what happened over the weekend. Meyer didn't travel back with the team after the game and stayed in Ohio. Full explanation:pic.twitter.com/X8plCNWbiQ— Ari Meirov (@MySportsUpdate) October 4, 2021 Reifst við samstarfsmenn og sparkaði í sparkara Undanfarnar vikur hefur svo allt verið á suðupunkti í herbúðum liðsins. Urban Meyer lenti í orðaskaki við þjálfarasveit sína og kallaði þá aumingja. Hann sagði að þeir væru að skyggja á hans farsæla feril. Hann hefur ekki látið þjálfarana duga því leikmenn hans hafa líka orðið fyrir barðinu á honum. Til dæmis gekk Marvin Jones, útherji liðsins, af æfingasvæðinu eftir rifrildi við þjálfarann í síðustu viku. James Robinson besti hlaupari liðsins var bekkjaður eftir að hafa misstígið sig inn á vellinum en Meyer reyndi að ljúga þegar hann var spurður út í ástæðuna. Trevor Lawrence hóf þá upp raust sínu í viðtali eftir leik og kallaði aftir því að Robinson yrði notaður meira. Öllum var því ljóst að bakvið tjöldin væri eitthvað mikið meira að gerast. Í gær bárust fréttir af því að Urban Meyer hafi sparkað í fyrrverandi sparkara liðsins, Josh Lambo.PHELAN M. EBENHACK /AP Jólasveinabragurinn náði svo hámarki í gær þegar fréttir bárust af því að Meyer hefði sparkað í fyrrverandi sparkara liðsins, Josh Lambo. Lambo sagði í viðtali að atvikið hefði gerst fyrr á árinu og hann hefði látið óænægju sína strax í ljós. Svar þjálfarans var einfaldlega „ég er þjálfarinn og sparka í þig hvenær sem ég f.... vil“ áður en hann gekk út og skellti hurðum. Þetta virtist vera dropinn sem fyllti mælinn hjá Shahid Khan því hann kallaði Meyer á fund og rak hann samstundis. Hurðaskellir er því farinn aftur til fjalla í Jacksonville-borg og enn eitt vandræðatímabilið er staðreynd. Farðu í friði, Urban Meyer. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
Núna um helgina þegar flestir eru að leggja lokahönd á jólagjafainnkaupin þá skellir deildin inn aukaleikdegi. Þyrstir áhorfendur geta því hallað sér aftur í sófanum og horft á tvo leiki á laugardeginum. Sama verður upp á teningnum sjálfa jólahelgina og geta aðdáendur íþróttarinnar því afboðað komu sína í jólaboðin. Hendið hangikjötinu í frystinn og leggið kjúklingavængina í BBQ-dressingu. Hver vill taka taðreykt hangikjöt og uppstúf í gott NFL partý? Amerískur fótbolti og jólin eru keimlík í raun og veru. „Bráðum koma .... fara' að hlakka til... Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. Eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá“. Allaveganna ákaflega gaman fyrir suma. Á þessum árstíma hafa nefnilega oftar en ekki stuðningsmenn: Cowboys, Patriots, Packers, 49ers og Steelers farið glaðir inn í hátíðirnar. Þar sem liðin þeirra hafa oft komist í úrslitakeppnina með stuttum heimsóknum í eyðimörkina góðu. Á sama tíma hafa önnur lið vafrað um eyðimörkina í villu síns vegar. Þar fara fremstir meðal jafningja - jólasveinarnir í Jacksonville Jaguars. Sóttu goðsögn úr háskólaboltanum Tim Tebow er einn af þeim sem Urban Meyer þjálfaði í háskólaboltanum.James Gilbert / Getty Images Hvorki hefur gengið né rekið hjá liðinu undanfarin ár og hafa þeir endað neðstir í suðurriðli Ameríkudeildarinnar þrjú ár í röð. Á þessum þremur árum vann Jaguars aðeins 12 leiki en tapaði heilum 36. Botninum var náð í fyrra er liðið vann aðeins einn leik en tapaði 15. Þá voru góð ráð dýr og ákvað litríkur eigandi liðsins, Shahid Khan, að gera eitthvað óvænt til þess að snúa genginu við. Hann ákvað að fara djúpt ofan í galdrapokann og sækja goðsögn úr háskólaboltanum, Urban nokkurn Meyer. Sá hafði stýrt háskólaliðum frá því um aldamótin og ferilskráin var lituð eintómum sigurtónum. Hann hafði þjálfað Bowling Green, Utah Utes, Florida Gators og Ohio State Buckeyes og mikill fjöldi leikmanna hans hafði skilað sér upp í NFL-deildina. Þar hafa þeir skapað sér nafn, skrifað sig í sögubækurnar og sumir eru enn að bæta heilu köflunum í þær. Meðal stórra nafna sem hann þjálfaði í háskólaboltanum má nefna: Cam Newton, Michael Thomas, Ezekiel Elliot, Percy Harvin, Pouncey-bræðurnir, Joey Bosa, Ryan Shazier, Janoris Jankins, Joe Haden, Eric Weddle.... já og Guðsmanninn Tim Tebow. Á 17 tímabilum í háskólaboltanum vann Urban Meyer 187 leiki og tapaði einungis 32. Í lok tímabils árið 2018 tilkynnti þjálfarinn að hann væri hættur þjálfun vegna heilsufarsástæðna. Síðan þá hefur hann verið orðaður við hverja stöðuna á fætur annari en allt komið fyrir ekki. Hann ætlaði sér að sötra sangríur á sundlaugabakkanum og njóta lífsins. Eða allt þangað til að Shahid Khan sló á þráðinn í upphafi þessa árs og bauð honum starfið sem aðalþjálfari Jacksonville Jaguars. Kampavínið flæddi eftir nýliðavalið Khan hélt án efa þrusu ræðu og sannfærði Meyer um að liðið væri á tímamótum því þeir ættu nóg af valréttum í nýliðavalinu til þess að ná í stærri bita og spyrna frá bakka. Ræðan hefur virkað því Meyer jánkaði boðinu og stuðningsmenn liðsins kættust ógurlega þegar hann var kynntur til leiks 14. janúar. 105 dögum síðar valdi Jacksonville Jaguars svo leikstjórnandann Trevor Lawrence með fyrsta valrétti í nýliðavali ársins. Þá voru opnaðar kampavínsflöskur og fagnað ógurlega í allri borginni. Eyðimerkurgöngunni ætti nú senn að ljúka þó að allir vissu að viðsnúningurinn kæmi ekki af sjálfu sér. Með réttann skipstjóra í brúnni og drífandi háseta inn á vellinum þá myndi dallurinn fljótt hefja mokveiði. Áhöfnin var klár en 159 dögum eftir nýliðavalið var brælan orðin slík á miðunum í Jacksonville að skipstjórinn fékk að fjúka. Urban Meyer reyndist bara vera vörusvik. Styrktarþjálfarinn entist aðeins í sólarhring í starfi Þessir 159 dagar voru þó alls ekki nein gúrkutíð fyrir fréttamenn þar ytra. Nýi þjálfarinn fékk pressuna til að stinga niður penna og skeggræða hverja gloríuna á fætur annari. Hann fékk lausan tauminn til að velja sér meðreiðarsveina til að aðstoða hann í viðsnúningnum. Eitt af fyrstu embættisverkum hans var að ráða Chris Doyle sem styrktarþjálfara en hann hafði starfað sem slíkur á háskólastigi í áratugi. Hann entist þó aðeins sólarhring í starfi hjá Jaguars því fjölmiðlar dustuðu rykið af staðfestum orðrómi um rasísk ummæli þjálfarans sem höfðu orðið til þess að hann var settur í leyfi frá háskólaþjálfuninni. Urban Meyer sagðist hafa þekkt hann lengi en hefði aldrei séð þessa hlið af honum – né heyrt af henni. Meyer hefur kannski ekki fylgst með fjölmiðlum meðan hann var að sötra sangríurnar. Hvernig sem því líður þá réð hann Joe Cullen sem varnarþjálfara liðsins og viti menn hann átti sér líka litríka fortíð. Árið 2006 var hann nefnilega handtekinn fyrir að keyra nakinn í gegnum lúguna á Wendy´s þegar hungrið sótti á hann á djamminu. Sem og fékk kauði sér smá áfengislúr á Subway sem endaði með afskiptum lögreglu. Þær fréttir fóru kannski líka framhjá Urban Meyer? Reyndi að kenna gömlum hundi ný trix Meyer fékk Tim Tebow til liðsins við upphaf æfinga en þeir þekktust vel frá háskólaárunum. Tebow hafði reyndar ekki spilað í deildinni í 6 ár og ef það var ekki nóg til þess að fá menn til að véfengja þessa aðgerð þá ákvað Urban Meyer að kynna hann til leiks sem innherja (e. tight end). Tebow hafði spilað sem leikstjórnandi allan sinn feril og þótti ekki nægilega góður sem slíkur. Urban var með lausnina, nú átti að kenna honum nýja stöðu, og það á gamalsaldri. Sú brella reyndist glórulaus og Tim Tebow reið aftur inn í eftirlaunaárin. Það segir í góðri bók: „á sandi byggði heimskur maður hús“ en þá bók þekkir Tebow betur en flestir. Þegar tímabilið hófst þá fór að hrikta í stoðum af alvöru. Jaguars tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum og nú þurfti þjálfara til að stappa stálinu í brotið lið með ungan leikstjórnanda sem var að stíga sín fyrstu skref í deildinni. Urban Meyer virtist ekki taka hlutverkinu neitt sérstaklega alvarlega. Eftir leik liðsins við Bengals í október varð hann eftir í Ohioborg og fékk sér aðeins í tána. Hann ákvað að skella sér á barinn og náðist myndband af honum dansa við unga konu og þukla á henni. Myndbandið fór í dreifingu og þá fyrst baðst hann afsökunar og sagðist þurfa að sýna meiri aga og gott fordæmi fyrir unga leikmenn liðsins. Here's #Jaguars HC Urban Meyer apologizing for what happened over the weekend. Meyer didn't travel back with the team after the game and stayed in Ohio. Full explanation:pic.twitter.com/X8plCNWbiQ— Ari Meirov (@MySportsUpdate) October 4, 2021 Reifst við samstarfsmenn og sparkaði í sparkara Undanfarnar vikur hefur svo allt verið á suðupunkti í herbúðum liðsins. Urban Meyer lenti í orðaskaki við þjálfarasveit sína og kallaði þá aumingja. Hann sagði að þeir væru að skyggja á hans farsæla feril. Hann hefur ekki látið þjálfarana duga því leikmenn hans hafa líka orðið fyrir barðinu á honum. Til dæmis gekk Marvin Jones, útherji liðsins, af æfingasvæðinu eftir rifrildi við þjálfarann í síðustu viku. James Robinson besti hlaupari liðsins var bekkjaður eftir að hafa misstígið sig inn á vellinum en Meyer reyndi að ljúga þegar hann var spurður út í ástæðuna. Trevor Lawrence hóf þá upp raust sínu í viðtali eftir leik og kallaði aftir því að Robinson yrði notaður meira. Öllum var því ljóst að bakvið tjöldin væri eitthvað mikið meira að gerast. Í gær bárust fréttir af því að Urban Meyer hafi sparkað í fyrrverandi sparkara liðsins, Josh Lambo.PHELAN M. EBENHACK /AP Jólasveinabragurinn náði svo hámarki í gær þegar fréttir bárust af því að Meyer hefði sparkað í fyrrverandi sparkara liðsins, Josh Lambo. Lambo sagði í viðtali að atvikið hefði gerst fyrr á árinu og hann hefði látið óænægju sína strax í ljós. Svar þjálfarans var einfaldlega „ég er þjálfarinn og sparka í þig hvenær sem ég f.... vil“ áður en hann gekk út og skellti hurðum. Þetta virtist vera dropinn sem fyllti mælinn hjá Shahid Khan því hann kallaði Meyer á fund og rak hann samstundis. Hurðaskellir er því farinn aftur til fjalla í Jacksonville-borg og enn eitt vandræðatímabilið er staðreynd. Farðu í friði, Urban Meyer.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira