Arnari varð ekki að ósk sinni: Ferðast 17.000 kílómetra á tveimur vikum Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 11:31 Arnar Þór Viðarsson verður á faraldsfæti í júní þegar keppni í Þjóðadeildinni hefst með fjórum leikjum á tveimur vikum. EPA-EFE/Friedemann Vogel Ef horft er til ferðakostnaðar og koltvísýringslosunar þá hefði niðurstaðan varðandi íslenska landsliðið vart getað orðið verri þegar dregið var í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í fótbolta í gær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hjálpar svo ekki til með leikjaniðurröðun sinni. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Ísrael, Rússlandi og Albaníu, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir fyrstu leikirnir verða á tveimur vikum í júní, til skiptis heima og að heiman. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi strax eftir dráttinn og kvaðst þá vonast til þess að Ísland fengi að spila tvo heimaleiki eða tvo útileiki í röð, til að draga aðeins úr ferðalögunum sem keppninni fylgja. Honum varð ekki að ósk sinni. UEFA hefur nú raðað niður leikjunum og svona er leikjadagskrá Íslands: Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45 Þetta þýðir að á fyrstu tveimur vikum júnímánaðar munu Arnar og hans nýi aðstoðarþjálfari, sem vonir standa til að verði ráðinn fyrir árslok, vera á miklu flakki ásamt leikmönnum íslenska landsliðsins til að spila fjóra leiki. Mikið ferðalag Miðað við ferðalag frá Íslandi til Ísraels í fyrsta leik, heim aftur fyrir leik tvö, ferð til Moskvu í þriðja leik og heim aftur fyrir heimaleikinn við Ísrael 13. júní, ferðast íslenski hópurinn um það bil 17.000 kílómetra, miðað við beint flug. Áður en leikjadagskráin lá fyrir sagði Arnar í gær: „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum, og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okkar batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ Efsta lið riðilsins í lok riðlakeppninnar í september vinnur sér sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar en neðsta liðið fellur í C-deild. UEFA hefur ekki gefið út hvaða áhrif Þjóðadeildin mun hafa á undankeppni EM 2024 en það á að vera orðið ljóst áður en keppni í Þjóðadeildinni hefst í júní. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Ísrael, Rússlandi og Albaníu, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir fyrstu leikirnir verða á tveimur vikum í júní, til skiptis heima og að heiman. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi strax eftir dráttinn og kvaðst þá vonast til þess að Ísland fengi að spila tvo heimaleiki eða tvo útileiki í röð, til að draga aðeins úr ferðalögunum sem keppninni fylgja. Honum varð ekki að ósk sinni. UEFA hefur nú raðað niður leikjunum og svona er leikjadagskrá Íslands: Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45 Þetta þýðir að á fyrstu tveimur vikum júnímánaðar munu Arnar og hans nýi aðstoðarþjálfari, sem vonir standa til að verði ráðinn fyrir árslok, vera á miklu flakki ásamt leikmönnum íslenska landsliðsins til að spila fjóra leiki. Mikið ferðalag Miðað við ferðalag frá Íslandi til Ísraels í fyrsta leik, heim aftur fyrir leik tvö, ferð til Moskvu í þriðja leik og heim aftur fyrir heimaleikinn við Ísrael 13. júní, ferðast íslenski hópurinn um það bil 17.000 kílómetra, miðað við beint flug. Áður en leikjadagskráin lá fyrir sagði Arnar í gær: „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum, og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okkar batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ Efsta lið riðilsins í lok riðlakeppninnar í september vinnur sér sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar en neðsta liðið fellur í C-deild. UEFA hefur ekki gefið út hvaða áhrif Þjóðadeildin mun hafa á undankeppni EM 2024 en það á að vera orðið ljóst áður en keppni í Þjóðadeildinni hefst í júní.
Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira