Rangnick lítt hrifinn af eftirlátssemi Solskjærs og breytir reglu Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 12:31 Ralf Rangnick tekur í spaðann á Cristiano Ronaldo eftir fyrsta leik sinn í starfi, í 1-0 sigrinum gegn Crystal Palace. AP/Jon Super Nýr knattspyrnustjóri Manchester United, Þjóðverjinn Ralf Rangnick, er ekki hrifinn af því að leikmenn fái að fara til annarra landa þegar þeir meiðast, líkt og Ole Gunnar Solskjær forveri hans leyfði. Solskjær gaf oft leyfi fyrir því þegar leikmenn meiddust meira en lítillega, að þeir sinntu endurhæfingu sinni annars staðar en í Manchester. Nýjasta dæmið er Frakkinn Paul Pogba sem Solskjær leyfði að fara til Dúbaí í endurhæfingu vegna sinna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba) „Hjá þeim félögum sem ég hef starfað fyrir var þess alltaf freistað að endurhæfingin færi fram innan veggja félagsins. Eftir því sem ég fæ best séð þá er sjúkradeildin hér mjög, mjög góð með margar ólíkar aðferðir til endurhæfingar. Ég vil ekki að leikmenn sinni endurhæfingu í útlöndum eða annars staðar,“ hefur Daily Mirror eftir Rangnick. Ákvörðuninni um Pogba ekki breytt Pogba var þó ekki kallaður heim til Manchester en er væntanlegur þangað og mun hitta Rangnick á sunnudaginn. Hann hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var rekinn af velli í 5-0 tapinu gegn Liverpool, eftir að hafa svo meiðst í læri í landsliðsverkefni. „Ákvörðunin um Paul var tekin áður en ég kom,“ sagði Rangnick, greinilega ekki sammála ákvörðun Solskjærs um að leyfa Frakkanum að fara til Dúbaí. Ekki er reiknað með því að Pogba spili leik fyrr en á nýju ári. „Í framtíðinni, og ég hef þegar rætt um það við sjúkrateymið, vil ég að meiddir leikmenn – og vonandi þurfum við ekki að glíma við mörg langtímameiðsli – séu hér,“ sagði Rangnick. Tveimur síðustu leikjum United hefur verið frestað vegna hópsmits í leikmannahópi félagsins. Áætlað er að næsti leikur liðsins fari fram 27. desember þegar liðið sækir Newcastle heim. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Solskjær gaf oft leyfi fyrir því þegar leikmenn meiddust meira en lítillega, að þeir sinntu endurhæfingu sinni annars staðar en í Manchester. Nýjasta dæmið er Frakkinn Paul Pogba sem Solskjær leyfði að fara til Dúbaí í endurhæfingu vegna sinna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba) „Hjá þeim félögum sem ég hef starfað fyrir var þess alltaf freistað að endurhæfingin færi fram innan veggja félagsins. Eftir því sem ég fæ best séð þá er sjúkradeildin hér mjög, mjög góð með margar ólíkar aðferðir til endurhæfingar. Ég vil ekki að leikmenn sinni endurhæfingu í útlöndum eða annars staðar,“ hefur Daily Mirror eftir Rangnick. Ákvörðuninni um Pogba ekki breytt Pogba var þó ekki kallaður heim til Manchester en er væntanlegur þangað og mun hitta Rangnick á sunnudaginn. Hann hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var rekinn af velli í 5-0 tapinu gegn Liverpool, eftir að hafa svo meiðst í læri í landsliðsverkefni. „Ákvörðunin um Paul var tekin áður en ég kom,“ sagði Rangnick, greinilega ekki sammála ákvörðun Solskjærs um að leyfa Frakkanum að fara til Dúbaí. Ekki er reiknað með því að Pogba spili leik fyrr en á nýju ári. „Í framtíðinni, og ég hef þegar rætt um það við sjúkrateymið, vil ég að meiddir leikmenn – og vonandi þurfum við ekki að glíma við mörg langtímameiðsli – séu hér,“ sagði Rangnick. Tveimur síðustu leikjum United hefur verið frestað vegna hópsmits í leikmannahópi félagsins. Áætlað er að næsti leikur liðsins fari fram 27. desember þegar liðið sækir Newcastle heim.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira