Helgi Magg: Ánægðastur með að hafa lokað leiknum Árni Jóhannsson skrifar 16. desember 2021 22:21 Helgi Magnússon var fyrst og fremst ánægður með að hafa náð að loka leiknum Bára Dröfn Kristinsdóttir Helgi Magnússon, þjálfari KR, gat verið ánægður með að hans menn hafi náð í sigur á móti Þór frá Akureyri í kvöld. Sérstaklega þó í ljósi þess að KR hafði tapað þremur leikjum í röð og hans menn byrjuðu ekki mjög vel í leiknum sem endaði 83-74 fyrir heimamenn. Helgi var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í leiknum í kvöld. „Þetta var fyrir það fyrsta mjög flatur leikur. Ég var ánægður með að við höfum fengið smá innspýtingu af bekknum frá ungu mönnunum. Þeir komu með smá kraft inn í annan leikhluta og komu okkur aftur inn í þetta. Eldri mennirnir pikkuðu síðan upp þá orku og við náðum að keyra á henni í smá stund. Svo er ég ánægður með að við höfum náð að loka þessum leik. Okkar helstu póstar sem stigu upp og lokuðu þessu.“ KR-ingar náðu að herða vörnina sína í lok leiks sem varð til þess að þeir náðu forystunni þegar um sjö mínútur voru eftir og náðu síðan að slíta sig frá gestunum. Helgi var sammála því að vörnin hafi skilað þessu og var sérstaklega ánægður með framlag Veigars Áka Hlynssonar í þeim efnum. „Ég verð að byrja á því að hrósa Dúa [Þór Jónssyni] en við áttum í basli með hann framan af leik og það var ekki fyrr en að Veigar fór að pönkast í honum hérna í lokin að við fórum að ná stoppum og að herða vörnina aðeins.“ Helgi er ánægður með pásuna sem er framundan þó hún sé ekki löng. „Jú það er fínt að fá smá hlé. Það er þó ekkert sérstaklega langt, tíu dagar held ég, en það er bara fínt og hægt að nýta tímann og njóta jólanna innan skynsamlegra marka.“ Að lokum var Helgi spurður hvort það gerði ekki helling fyrir sjálfstraust manna að ná í sigur þegar var svona langt frá síðasta sigri. „Jú en það sem ég tek út úr þessu er að við lokuðum þessu. Við vorum mjög lélegir, fannst mér, eða allavega flatir og hægir. Svo þegar á þurfti þá stigum við upp og lokuðum leiknum og það er ótrúlega mikilvægt að fá smá æfingu í því að loka leikjum hvort sem það er á móti Þór Akureyri eða Keflavík. Það skiptir máli að fá nokkra svona lélegum leikjum. Góð lið gera það.“ KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Helgi var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í leiknum í kvöld. „Þetta var fyrir það fyrsta mjög flatur leikur. Ég var ánægður með að við höfum fengið smá innspýtingu af bekknum frá ungu mönnunum. Þeir komu með smá kraft inn í annan leikhluta og komu okkur aftur inn í þetta. Eldri mennirnir pikkuðu síðan upp þá orku og við náðum að keyra á henni í smá stund. Svo er ég ánægður með að við höfum náð að loka þessum leik. Okkar helstu póstar sem stigu upp og lokuðu þessu.“ KR-ingar náðu að herða vörnina sína í lok leiks sem varð til þess að þeir náðu forystunni þegar um sjö mínútur voru eftir og náðu síðan að slíta sig frá gestunum. Helgi var sammála því að vörnin hafi skilað þessu og var sérstaklega ánægður með framlag Veigars Áka Hlynssonar í þeim efnum. „Ég verð að byrja á því að hrósa Dúa [Þór Jónssyni] en við áttum í basli með hann framan af leik og það var ekki fyrr en að Veigar fór að pönkast í honum hérna í lokin að við fórum að ná stoppum og að herða vörnina aðeins.“ Helgi er ánægður með pásuna sem er framundan þó hún sé ekki löng. „Jú það er fínt að fá smá hlé. Það er þó ekkert sérstaklega langt, tíu dagar held ég, en það er bara fínt og hægt að nýta tímann og njóta jólanna innan skynsamlegra marka.“ Að lokum var Helgi spurður hvort það gerði ekki helling fyrir sjálfstraust manna að ná í sigur þegar var svona langt frá síðasta sigri. „Jú en það sem ég tek út úr þessu er að við lokuðum þessu. Við vorum mjög lélegir, fannst mér, eða allavega flatir og hægir. Svo þegar á þurfti þá stigum við upp og lokuðum leiknum og það er ótrúlega mikilvægt að fá smá æfingu í því að loka leikjum hvort sem það er á móti Þór Akureyri eða Keflavík. Það skiptir máli að fá nokkra svona lélegum leikjum. Góð lið gera það.“
KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00