Helgi Magg: Ánægðastur með að hafa lokað leiknum Árni Jóhannsson skrifar 16. desember 2021 22:21 Helgi Magnússon var fyrst og fremst ánægður með að hafa náð að loka leiknum Bára Dröfn Kristinsdóttir Helgi Magnússon, þjálfari KR, gat verið ánægður með að hans menn hafi náð í sigur á móti Þór frá Akureyri í kvöld. Sérstaklega þó í ljósi þess að KR hafði tapað þremur leikjum í röð og hans menn byrjuðu ekki mjög vel í leiknum sem endaði 83-74 fyrir heimamenn. Helgi var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í leiknum í kvöld. „Þetta var fyrir það fyrsta mjög flatur leikur. Ég var ánægður með að við höfum fengið smá innspýtingu af bekknum frá ungu mönnunum. Þeir komu með smá kraft inn í annan leikhluta og komu okkur aftur inn í þetta. Eldri mennirnir pikkuðu síðan upp þá orku og við náðum að keyra á henni í smá stund. Svo er ég ánægður með að við höfum náð að loka þessum leik. Okkar helstu póstar sem stigu upp og lokuðu þessu.“ KR-ingar náðu að herða vörnina sína í lok leiks sem varð til þess að þeir náðu forystunni þegar um sjö mínútur voru eftir og náðu síðan að slíta sig frá gestunum. Helgi var sammála því að vörnin hafi skilað þessu og var sérstaklega ánægður með framlag Veigars Áka Hlynssonar í þeim efnum. „Ég verð að byrja á því að hrósa Dúa [Þór Jónssyni] en við áttum í basli með hann framan af leik og það var ekki fyrr en að Veigar fór að pönkast í honum hérna í lokin að við fórum að ná stoppum og að herða vörnina aðeins.“ Helgi er ánægður með pásuna sem er framundan þó hún sé ekki löng. „Jú það er fínt að fá smá hlé. Það er þó ekkert sérstaklega langt, tíu dagar held ég, en það er bara fínt og hægt að nýta tímann og njóta jólanna innan skynsamlegra marka.“ Að lokum var Helgi spurður hvort það gerði ekki helling fyrir sjálfstraust manna að ná í sigur þegar var svona langt frá síðasta sigri. „Jú en það sem ég tek út úr þessu er að við lokuðum þessu. Við vorum mjög lélegir, fannst mér, eða allavega flatir og hægir. Svo þegar á þurfti þá stigum við upp og lokuðum leiknum og það er ótrúlega mikilvægt að fá smá æfingu í því að loka leikjum hvort sem það er á móti Þór Akureyri eða Keflavík. Það skiptir máli að fá nokkra svona lélegum leikjum. Góð lið gera það.“ KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Helgi var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í leiknum í kvöld. „Þetta var fyrir það fyrsta mjög flatur leikur. Ég var ánægður með að við höfum fengið smá innspýtingu af bekknum frá ungu mönnunum. Þeir komu með smá kraft inn í annan leikhluta og komu okkur aftur inn í þetta. Eldri mennirnir pikkuðu síðan upp þá orku og við náðum að keyra á henni í smá stund. Svo er ég ánægður með að við höfum náð að loka þessum leik. Okkar helstu póstar sem stigu upp og lokuðu þessu.“ KR-ingar náðu að herða vörnina sína í lok leiks sem varð til þess að þeir náðu forystunni þegar um sjö mínútur voru eftir og náðu síðan að slíta sig frá gestunum. Helgi var sammála því að vörnin hafi skilað þessu og var sérstaklega ánægður með framlag Veigars Áka Hlynssonar í þeim efnum. „Ég verð að byrja á því að hrósa Dúa [Þór Jónssyni] en við áttum í basli með hann framan af leik og það var ekki fyrr en að Veigar fór að pönkast í honum hérna í lokin að við fórum að ná stoppum og að herða vörnina aðeins.“ Helgi er ánægður með pásuna sem er framundan þó hún sé ekki löng. „Jú það er fínt að fá smá hlé. Það er þó ekkert sérstaklega langt, tíu dagar held ég, en það er bara fínt og hægt að nýta tímann og njóta jólanna innan skynsamlegra marka.“ Að lokum var Helgi spurður hvort það gerði ekki helling fyrir sjálfstraust manna að ná í sigur þegar var svona langt frá síðasta sigri. „Jú en það sem ég tek út úr þessu er að við lokuðum þessu. Við vorum mjög lélegir, fannst mér, eða allavega flatir og hægir. Svo þegar á þurfti þá stigum við upp og lokuðum leiknum og það er ótrúlega mikilvægt að fá smá æfingu í því að loka leikjum hvort sem það er á móti Þór Akureyri eða Keflavík. Það skiptir máli að fá nokkra svona lélegum leikjum. Góð lið gera það.“
KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00