„Fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur” Sunna Valgerðardóttir skrifar 16. desember 2021 12:07 Þórólfur segir hinar Norðurlandaþjóðirnar vera að búa sig undir erfiðar vikur framundan. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn á ný á greinilegri uppleið eftir smittölur gærdagsins. Delta afbrigðið er enn ráðandi hér, en spálíkan hinna Norðurlandanna gera ráð fyrir mjög erfiðum næstu vikum vegna útbreiðslu ómíkron. Óbólusettir, börn og fullorðnir, eru þau sem smitast helst hérlendis. 171 smit greindist innanlands í gær, mesti fjöldi síðan 22. nóvember. Nú hafa meira en 20 þúsund manns greinst með veiruna á Íslandi frá því að faraldurinn byrjaði hér í lok febrúar 2020. 13 liggja á Landspítala með Covid-19, tveir á gjörgæslu. Núverandi aðgerðir eiga að gilda út 22. desember. Þær virðast þó duga skammt því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að faraldur sé á hraðri uppleið. „Ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og nágrannar okkar á Norðurlöndunum, þar sem hann í miklum veldisvexti og þeir eru að lenda í miklum vandræðum,” segir Þórólfur. Mun harðari aðgerðir í Skandinavíu Hann undirstrikar að það séu mun harðari takmarkanir víða í kring um okkur heldur en hér. Og endalaus dæmi séu um að fólk fari einfaldlega ekki eftir reglum. Með þessum afleiðingum. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það eru ekkert voðalega margir sem liggja inni á sjúkrahúsi, en spítalinn er í erfiðri aðstöðu og það getur breyst mjög hratt.” Smitin hér eru langflest delta-afbrigði veirunnar, meðal óbólusettra barna og fullorðinna. Um 50 ómíkron tilfelli hafa greinst hér enn sem komið er. „Ég held að það sé líka holt að horfa á spálíkan frá hinum Norðurlöndunum. Þau eru að spá mjög mikilli útbreiðslu og mjög erfiðri stöðu næstu vikurnar. Og þá sérstaklega vegna ómikron, sem er miklu meira smitandi virðist vera heldur en delta afbrigðið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
171 smit greindist innanlands í gær, mesti fjöldi síðan 22. nóvember. Nú hafa meira en 20 þúsund manns greinst með veiruna á Íslandi frá því að faraldurinn byrjaði hér í lok febrúar 2020. 13 liggja á Landspítala með Covid-19, tveir á gjörgæslu. Núverandi aðgerðir eiga að gilda út 22. desember. Þær virðast þó duga skammt því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að faraldur sé á hraðri uppleið. „Ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og nágrannar okkar á Norðurlöndunum, þar sem hann í miklum veldisvexti og þeir eru að lenda í miklum vandræðum,” segir Þórólfur. Mun harðari aðgerðir í Skandinavíu Hann undirstrikar að það séu mun harðari takmarkanir víða í kring um okkur heldur en hér. Og endalaus dæmi séu um að fólk fari einfaldlega ekki eftir reglum. Með þessum afleiðingum. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það eru ekkert voðalega margir sem liggja inni á sjúkrahúsi, en spítalinn er í erfiðri aðstöðu og það getur breyst mjög hratt.” Smitin hér eru langflest delta-afbrigði veirunnar, meðal óbólusettra barna og fullorðinna. Um 50 ómíkron tilfelli hafa greinst hér enn sem komið er. „Ég held að það sé líka holt að horfa á spálíkan frá hinum Norðurlöndunum. Þau eru að spá mjög mikilli útbreiðslu og mjög erfiðri stöðu næstu vikurnar. Og þá sérstaklega vegna ómikron, sem er miklu meira smitandi virðist vera heldur en delta afbrigðið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40
Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43
Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56