Klopp býst við að missa burðarása í mánuð en hyggst ekki nýta gluggann Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 08:31 Mohamed Salah og Sadio Mané eru á leið á Afríkumótið í janúar. EPA-EFE/Peter Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki ætla að nýta félagaskiptagluggann í janúar til að fylla í skörðin sem Mohamed Salah, Sadio Mané og Naby Keita skilja eftir sig vegna Afríkumótsins. Liverpool kemur til með að vera án alla vega tveggja af þeim þremur í um það bil mánuð vegna mótsins sem hefst í Kamerún 9. janúar og lýkur 6. febrúar. Salah leikur fyrir Egyptaland, Mané fyrir Senegal sem tapaði úrslitaleiknum gegn Alsír á síðasta Afríkumóti, og Keita fyrir Gíneu. „Ég er ánægður með hópinn sem við höfum og við erum enn með valkosti,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Newcastle í kvöld. „Við vissum að þrír væru á leið á mótið og að að minnsta kosti tveir þeirra myndu komast ansi langt á mótinu. Getur maður verið fullkomlega undirbúinn fyrir það? Eins og það sé til maður sem komi í stað Sadio, í stað Mo, og í stað Naby? Það er snúið í öllum tilfellum,“ sagði Klopp. Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 15 mörk og Mané hefur skorað sjö. Klopp er þó ekki að barma sér mikið yfir því að missa þá vegna Afríkumótsins. „Málið er að það eru svo margir leikir fram undan á meðan við erum allir enn hérna – þéttasta leikjatörnin er núna – en síðan eigum við líka fullt af leikjum þegar Mo og Naby og Sadio verða ekki hérna. Það þýðir að við þurfum að stilla upp liðið fyrir þessa leiki, líka fyrir leikina í bikarkeppnunum, og svona er staðan og maður getur aldrei undirbúið sig fullkomlega fyrir svona lagað. Við erum hins vegar ansi vissir um að við finnum lausnir,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Liverpool kemur til með að vera án alla vega tveggja af þeim þremur í um það bil mánuð vegna mótsins sem hefst í Kamerún 9. janúar og lýkur 6. febrúar. Salah leikur fyrir Egyptaland, Mané fyrir Senegal sem tapaði úrslitaleiknum gegn Alsír á síðasta Afríkumóti, og Keita fyrir Gíneu. „Ég er ánægður með hópinn sem við höfum og við erum enn með valkosti,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Newcastle í kvöld. „Við vissum að þrír væru á leið á mótið og að að minnsta kosti tveir þeirra myndu komast ansi langt á mótinu. Getur maður verið fullkomlega undirbúinn fyrir það? Eins og það sé til maður sem komi í stað Sadio, í stað Mo, og í stað Naby? Það er snúið í öllum tilfellum,“ sagði Klopp. Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 15 mörk og Mané hefur skorað sjö. Klopp er þó ekki að barma sér mikið yfir því að missa þá vegna Afríkumótsins. „Málið er að það eru svo margir leikir fram undan á meðan við erum allir enn hérna – þéttasta leikjatörnin er núna – en síðan eigum við líka fullt af leikjum þegar Mo og Naby og Sadio verða ekki hérna. Það þýðir að við þurfum að stilla upp liðið fyrir þessa leiki, líka fyrir leikina í bikarkeppnunum, og svona er staðan og maður getur aldrei undirbúið sig fullkomlega fyrir svona lagað. Við erum hins vegar ansi vissir um að við finnum lausnir,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira