Á sunnudaginn var tapaði Hamilton kappakstri sem fer í sögubækurnar. Dramatík á brautinni sem og eftir að keppni var lokið sá til þess. Með sigri hefði Hamilton skráð sig í sögubækurnar sem sigursælasti ökumaður í sögu Formúlu 1.
Hann þurfti hins vegar að lúta í gras fyrir Hollendingnum Max Verstappen sem vann þar með sinn fyrsta heimsmeistaratitil.
Í dag var Hamilton svo sleginn til riddara í heimalandi sínu, Englandi. Hann er fjórði ökumaður Formúlu 1 sem áskotnast slíkur heiður.
Ólíkt þeim Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart er Hamilton enn að keppa, eða tiltölulega nýhættur en óvíst er hvort þessi magnaði íþróttamaður haldi áfram eður ei.
Arise Sir @LewisHamilton!
— The Royal Family (@RoyalFamily) December 15, 2021
The seven-time @F1 World Champion received his Knighthood from The Prince of Wales at today's Investiture ceremony held at Windsor Castle. pic.twitter.com/I3xicKLLYp
Hamilton er samningsbundinn út næsta keppnistímabil en hefur ýjað að því að þetta gæti hafa verið hans síðasta tímabil.