Hamilton sleginn til riddara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2021 20:30 Sir Lewis Hamilton. Andrew Matthews/Getty Images Sir Lewis Hamilton - sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri - var í dag sleginn til riddara. Aðeins eru örfáir dagar síðan Hamilton tapaði heimsmeistaratitli sínum til Max Verstappen í Abú Dabí kappakstrinum eftir gríðarlega dramatík. Á sunnudaginn var tapaði Hamilton kappakstri sem fer í sögubækurnar. Dramatík á brautinni sem og eftir að keppni var lokið sá til þess. Með sigri hefði Hamilton skráð sig í sögubækurnar sem sigursælasti ökumaður í sögu Formúlu 1. Hann þurfti hins vegar að lúta í gras fyrir Hollendingnum Max Verstappen sem vann þar með sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Í dag var Hamilton svo sleginn til riddara í heimalandi sínu, Englandi. Hann er fjórði ökumaður Formúlu 1 sem áskotnast slíkur heiður. Ólíkt þeim Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart er Hamilton enn að keppa, eða tiltölulega nýhættur en óvíst er hvort þessi magnaði íþróttamaður haldi áfram eður ei. Arise Sir @LewisHamilton!The seven-time @F1 World Champion received his Knighthood from The Prince of Wales at today's Investiture ceremony held at Windsor Castle. pic.twitter.com/I3xicKLLYp— The Royal Family (@RoyalFamily) December 15, 2021 Hamilton er samningsbundinn út næsta keppnistímabil en hefur ýjað að því að þetta gæti hafa verið hans síðasta tímabil. Formúla Bretland Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Á sunnudaginn var tapaði Hamilton kappakstri sem fer í sögubækurnar. Dramatík á brautinni sem og eftir að keppni var lokið sá til þess. Með sigri hefði Hamilton skráð sig í sögubækurnar sem sigursælasti ökumaður í sögu Formúlu 1. Hann þurfti hins vegar að lúta í gras fyrir Hollendingnum Max Verstappen sem vann þar með sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Í dag var Hamilton svo sleginn til riddara í heimalandi sínu, Englandi. Hann er fjórði ökumaður Formúlu 1 sem áskotnast slíkur heiður. Ólíkt þeim Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart er Hamilton enn að keppa, eða tiltölulega nýhættur en óvíst er hvort þessi magnaði íþróttamaður haldi áfram eður ei. Arise Sir @LewisHamilton!The seven-time @F1 World Champion received his Knighthood from The Prince of Wales at today's Investiture ceremony held at Windsor Castle. pic.twitter.com/I3xicKLLYp— The Royal Family (@RoyalFamily) December 15, 2021 Hamilton er samningsbundinn út næsta keppnistímabil en hefur ýjað að því að þetta gæti hafa verið hans síðasta tímabil.
Formúla Bretland Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira