Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2021 11:46 Kolbrún Hrund og Jón Rúnar hafa verið öflug í sjálfboðavinnu innan knattspyrnuhreyfingarinnar undanfarin ár. Vísir Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem segir stjórn KSÍ verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Vísar hann til orða Kolbrúnar á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Kolbrún var á meðal ræðumanna á málþinginu og sagði frá starfshópi sem hún fór fyrir á vegum KSÍ. Markmið hópsins var að skoða meðferð ofbeldismála hjá sambandinu og koma með tillögur til sambandsins um úrbætur. Upptöku af málþinginu má sjá að neðan. Erindi Kolbrúnar hefst eftir klukkustund og tuttugu mínútur. Var á meðal tillagna að uppfæra siðareglur og samninga við fólk í hreyfingunni, allt frá stjórnarfólki til landsliðsmanna þar sem skýrt væri kveðið á um ofbeldismál. Einnig að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum í hreyfingunni því meirihluti leikmanna í efstu deildum vissi ekki hvert ætti að leita kæmu mál upp. Þá þyrfti KSÍ að taka skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýna það í verki. Auk þess þyrfti að gera átak í jafnréttismálum og verða leiðandi á því sviði. Fyrsta skrefið að breyta viðhorfum En það voru ekki þessar tillögur eða umræða Kolbrúnar um ýmislegt ójafnrétti í hreyfingunni sem Jón Rúnar var ósáttur við. Raunar segir hann í bréfi sínu til stjórnar KSÍ að hann ætli ekki að hafa neina skoðun á því hvað kom fram í erindi Kolbrúnar, nema lokaorðunum. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum. Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formenn KSÍ.Vísir/Daníel Þór Skemmst er að minnast þess þegar Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok ágúst og stjórnin í framhaldi af honum. Starfshópurinn sem Kolbrún fór fyrir var skipaður um sama leyti og boðað til aukaþings til að kjósa nýjan formann og stjórn. Vanda Sigurgeirsdóttir bauð ein fram krafta sína og var kjörin formaður fram að ársþingi KSÍ í febrúar. Kolbrún sagði í lokin á erindi sínu að losna þyrfti við ójafnrétti og ofbeldi í knattspyrnuhreyfingunni. Að breyta viðhorfunum væri fyrsta skrefið. „Nú erum við í þeirri stöðu að nýr formaður KSÍ er kona,“ sagði Kolbrún. Söguleg staðreynd en Vanda er fyrsta konan til að gegn formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu. Treystir á góðan stuðning við framboð Vöndu Kolbrún benti á kosti Vöndu í starfið sem sérfræðing í samskiptamálum. Margir hafi glaðst yfir kjöri hennar en Vanda er fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, bæði reyndur leikmaður og þjálfari. „Hún hefur mikla og mikilvæga reynslu úr knattspyrnustarfi. Við þurfum að halda henni inni. Hún hefur gefið út að hún er tilbúin í þetta starf,“ sagði Kolbrún. „Hún er tilbúin til breytinga, vill ala börnin okkar upp strax frá byrjun í jafnrétti og að vera sterkir og góðir karakterar, góðir leiðtogar.“ Þá rifjaði Kolbrún upp að eftir afsögn Guðna Bergssonar hefði Íslenskur toppfótbolti, samtök stærstu knattspyrnufélaga landsins, krafist þess að stjórnin segði af sér vegna þess hvernig hún hefði tekið á þeim málum sem komu upp í ágúst. Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ fram að ársþinginu í febrúar. Hún ætlar að gefa áfram kost á sér í starfið.Vísir/Hulda Margrét „Ég treysti á að þetta sama fólk fylki sér að baki Vöndu Sigurgeirsdóttur,“ sagði Kolbrún. „Til að tryggja að við höldum áfram. Annars er þetta allt til sýnis. Við verðum að sýna að við séum að meina þetta, að við viljum þessar breytingar.“ Síðar átti reyndar eftir að koma í ljós að stjórnin, sem steig til hliðar með óbragð í munni, hafði ekki upplýsingar um tvö ofbeldismál sem formaður KSÍ hafði reynt að leysa úr utan stjórnarfunda. „Einfaldlega óásættanlegt“ Jón Rúnar Halldórsson, sem er stjórnarmaður hjá Íslenskum toppfótbolta og formaður knattspyrnudeildar FH á gullaldartímabili félagsins í efstu deild karla, er afar ósáttur með niðurlagið á erindi Kolbrúnar Hrundar. Telur hana vera að misnota aðstöðu sína í aðdraganda ársþingsins og tilheyrandi formannskosninga. Jón Rúnar tekur fram í bréfi sínu að hann sendi það í eigin nafni og beri sjálfur ábyrgð á því. „Það er með öllu óþolandi og um leið ólíðandi að aðili sem gegnir þeirri stöðu sem ágæt Kolbrún Hrund gerir, hvort heldur það sé innan borgarinnar eða ÍSÍ hvað þá heldur fyrir KSÍ, fari fram með þessum hætti,“ segir Jón Rúnar í bréfi til stjórnar KSÍ. Jón Rúnar, til hægri, í hlutverki sínu sem formaður knattspyrnudeildar FH. Hér afhendir hann Emil Hallfreðssyni, fyrrverandi leikmanni FH, blóm á heimaleik í Kaplakrika.Vísir/Daníel Þór „Að aðili sem á að leiða málefni sem þarna var til umfjöllunar leyfi sér að fara fram með þessum hætti er einfaldlega óásættanlegt.“ Jón Rúnar rifjar upp ummæli Kolbrúnar Hrundar í viðtali við The Athletic í lok október þar sem karlalandsliðið og ásakanir á hendur leikmönnum liðsins var til umfjöllunar. Taldi leikmenn hafa misnotað aðstöðu sína „Þeir voru hetjur okkar og allir elskuðu þá en það tók þá fjær raunveruleikanum,“ sagði Kolbrún um landsliðið sem komst í átta liða úrslit á EM í Frakklandi árið 2016. „Í kjölfarið fá þeir fjölda skilaboða frá stelpum og konum og ég tel að þeir hafi ekki kunnað að bregðast við því. Ég tel að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og talið sig eiga rétt á því að haga sér á ákveðinn hátt,“ sagði Kolbrún í The Athletic. Kolbrún sagði í skriflegu svari við fyrirspurn DV varðandi ummæli sín að túlka mætti orð hennar í viðtalinu þannig að hún teldi alla leikmenn landsliðsins jafn seka um kynferðislegt ofbeldi. Það væri þó ekki svo. „Fyrir mér er það alveg skýrt: vandamálið liggur ekki hjá öllum leikmönnum landsliðsins heldur þeim sem mögulega hafa beitt ofbeldi. Kannski hefði ég svarað þessum spurningum The Athletic með öðrum hætti og skýrar á móðurmálinu en ekki ensku,“ sagði Kolbrún. Mikilvægt væri að fólk gæti tjáð sig um þessi mál en vanda þurfi orðalag. „Það er mikilvægt að fólk þori og geti tjáð sig um kynferðisbrotamál en auðvitað verður að vanda orðaval og gæta að hvernig hlutir eru sagðir.“ Taka þurfi á svona áróðri strax Jón Rúnar segir ummæli Kolbrúnar í viðtalinu við The Athletic orka mjög tvímælis. „Og í raun þannig að Kolbrúnu hefði ekki átt að vera stætt í því hlutverki sem hún gegnir fyrir KSÍ,“ segir Jón Rúnar í bréfinu til stjórnar KSÍ. Vísar hann til þess að Kolbrún hafi einmitt verið að skoða þessi mál sem voru á borði sambandsins. „Það segir sig í raun sjálft að stjórn KSÍ verður að taka þetta fyrir og í framhaldi ganga svo frá málum að Kolbrúnu Hrund verði vikið frá þeim verkefnum sem hún sinnir á vegum KSÍ. Hér er ekki verið að vega að núverandi formanni KSÍ né öðrum heldur þarf að taka á svona áróðri strax og hann er hafður í frammi.“ Hann sé að ræða um siðferði. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin.“ Stjórn KSÍ fundar síðdegis í dag en um hefðbundinn stjórnarfund er að ræða. Hvort erindi Jóns Rúnars verði tekið fyrir á fundinum verður að koma í ljós. Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, er einnig stjórnarformaður hjá KSÍ. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggja aðilar í knattspyrnusamfélaginu undir feldi og ætti ekki að koma á óvart ef að lágmarki eitt framboð til formanns KSÍ, mótframboð við framboði Vöndu, verður að veruleika. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Tengdar fréttir KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem segir stjórn KSÍ verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Vísar hann til orða Kolbrúnar á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Kolbrún var á meðal ræðumanna á málþinginu og sagði frá starfshópi sem hún fór fyrir á vegum KSÍ. Markmið hópsins var að skoða meðferð ofbeldismála hjá sambandinu og koma með tillögur til sambandsins um úrbætur. Upptöku af málþinginu má sjá að neðan. Erindi Kolbrúnar hefst eftir klukkustund og tuttugu mínútur. Var á meðal tillagna að uppfæra siðareglur og samninga við fólk í hreyfingunni, allt frá stjórnarfólki til landsliðsmanna þar sem skýrt væri kveðið á um ofbeldismál. Einnig að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum í hreyfingunni því meirihluti leikmanna í efstu deildum vissi ekki hvert ætti að leita kæmu mál upp. Þá þyrfti KSÍ að taka skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýna það í verki. Auk þess þyrfti að gera átak í jafnréttismálum og verða leiðandi á því sviði. Fyrsta skrefið að breyta viðhorfum En það voru ekki þessar tillögur eða umræða Kolbrúnar um ýmislegt ójafnrétti í hreyfingunni sem Jón Rúnar var ósáttur við. Raunar segir hann í bréfi sínu til stjórnar KSÍ að hann ætli ekki að hafa neina skoðun á því hvað kom fram í erindi Kolbrúnar, nema lokaorðunum. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum. Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formenn KSÍ.Vísir/Daníel Þór Skemmst er að minnast þess þegar Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok ágúst og stjórnin í framhaldi af honum. Starfshópurinn sem Kolbrún fór fyrir var skipaður um sama leyti og boðað til aukaþings til að kjósa nýjan formann og stjórn. Vanda Sigurgeirsdóttir bauð ein fram krafta sína og var kjörin formaður fram að ársþingi KSÍ í febrúar. Kolbrún sagði í lokin á erindi sínu að losna þyrfti við ójafnrétti og ofbeldi í knattspyrnuhreyfingunni. Að breyta viðhorfunum væri fyrsta skrefið. „Nú erum við í þeirri stöðu að nýr formaður KSÍ er kona,“ sagði Kolbrún. Söguleg staðreynd en Vanda er fyrsta konan til að gegn formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu. Treystir á góðan stuðning við framboð Vöndu Kolbrún benti á kosti Vöndu í starfið sem sérfræðing í samskiptamálum. Margir hafi glaðst yfir kjöri hennar en Vanda er fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, bæði reyndur leikmaður og þjálfari. „Hún hefur mikla og mikilvæga reynslu úr knattspyrnustarfi. Við þurfum að halda henni inni. Hún hefur gefið út að hún er tilbúin í þetta starf,“ sagði Kolbrún. „Hún er tilbúin til breytinga, vill ala börnin okkar upp strax frá byrjun í jafnrétti og að vera sterkir og góðir karakterar, góðir leiðtogar.“ Þá rifjaði Kolbrún upp að eftir afsögn Guðna Bergssonar hefði Íslenskur toppfótbolti, samtök stærstu knattspyrnufélaga landsins, krafist þess að stjórnin segði af sér vegna þess hvernig hún hefði tekið á þeim málum sem komu upp í ágúst. Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ fram að ársþinginu í febrúar. Hún ætlar að gefa áfram kost á sér í starfið.Vísir/Hulda Margrét „Ég treysti á að þetta sama fólk fylki sér að baki Vöndu Sigurgeirsdóttur,“ sagði Kolbrún. „Til að tryggja að við höldum áfram. Annars er þetta allt til sýnis. Við verðum að sýna að við séum að meina þetta, að við viljum þessar breytingar.“ Síðar átti reyndar eftir að koma í ljós að stjórnin, sem steig til hliðar með óbragð í munni, hafði ekki upplýsingar um tvö ofbeldismál sem formaður KSÍ hafði reynt að leysa úr utan stjórnarfunda. „Einfaldlega óásættanlegt“ Jón Rúnar Halldórsson, sem er stjórnarmaður hjá Íslenskum toppfótbolta og formaður knattspyrnudeildar FH á gullaldartímabili félagsins í efstu deild karla, er afar ósáttur með niðurlagið á erindi Kolbrúnar Hrundar. Telur hana vera að misnota aðstöðu sína í aðdraganda ársþingsins og tilheyrandi formannskosninga. Jón Rúnar tekur fram í bréfi sínu að hann sendi það í eigin nafni og beri sjálfur ábyrgð á því. „Það er með öllu óþolandi og um leið ólíðandi að aðili sem gegnir þeirri stöðu sem ágæt Kolbrún Hrund gerir, hvort heldur það sé innan borgarinnar eða ÍSÍ hvað þá heldur fyrir KSÍ, fari fram með þessum hætti,“ segir Jón Rúnar í bréfi til stjórnar KSÍ. Jón Rúnar, til hægri, í hlutverki sínu sem formaður knattspyrnudeildar FH. Hér afhendir hann Emil Hallfreðssyni, fyrrverandi leikmanni FH, blóm á heimaleik í Kaplakrika.Vísir/Daníel Þór „Að aðili sem á að leiða málefni sem þarna var til umfjöllunar leyfi sér að fara fram með þessum hætti er einfaldlega óásættanlegt.“ Jón Rúnar rifjar upp ummæli Kolbrúnar Hrundar í viðtali við The Athletic í lok október þar sem karlalandsliðið og ásakanir á hendur leikmönnum liðsins var til umfjöllunar. Taldi leikmenn hafa misnotað aðstöðu sína „Þeir voru hetjur okkar og allir elskuðu þá en það tók þá fjær raunveruleikanum,“ sagði Kolbrún um landsliðið sem komst í átta liða úrslit á EM í Frakklandi árið 2016. „Í kjölfarið fá þeir fjölda skilaboða frá stelpum og konum og ég tel að þeir hafi ekki kunnað að bregðast við því. Ég tel að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og talið sig eiga rétt á því að haga sér á ákveðinn hátt,“ sagði Kolbrún í The Athletic. Kolbrún sagði í skriflegu svari við fyrirspurn DV varðandi ummæli sín að túlka mætti orð hennar í viðtalinu þannig að hún teldi alla leikmenn landsliðsins jafn seka um kynferðislegt ofbeldi. Það væri þó ekki svo. „Fyrir mér er það alveg skýrt: vandamálið liggur ekki hjá öllum leikmönnum landsliðsins heldur þeim sem mögulega hafa beitt ofbeldi. Kannski hefði ég svarað þessum spurningum The Athletic með öðrum hætti og skýrar á móðurmálinu en ekki ensku,“ sagði Kolbrún. Mikilvægt væri að fólk gæti tjáð sig um þessi mál en vanda þurfi orðalag. „Það er mikilvægt að fólk þori og geti tjáð sig um kynferðisbrotamál en auðvitað verður að vanda orðaval og gæta að hvernig hlutir eru sagðir.“ Taka þurfi á svona áróðri strax Jón Rúnar segir ummæli Kolbrúnar í viðtalinu við The Athletic orka mjög tvímælis. „Og í raun þannig að Kolbrúnu hefði ekki átt að vera stætt í því hlutverki sem hún gegnir fyrir KSÍ,“ segir Jón Rúnar í bréfinu til stjórnar KSÍ. Vísar hann til þess að Kolbrún hafi einmitt verið að skoða þessi mál sem voru á borði sambandsins. „Það segir sig í raun sjálft að stjórn KSÍ verður að taka þetta fyrir og í framhaldi ganga svo frá málum að Kolbrúnu Hrund verði vikið frá þeim verkefnum sem hún sinnir á vegum KSÍ. Hér er ekki verið að vega að núverandi formanni KSÍ né öðrum heldur þarf að taka á svona áróðri strax og hann er hafður í frammi.“ Hann sé að ræða um siðferði. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin.“ Stjórn KSÍ fundar síðdegis í dag en um hefðbundinn stjórnarfund er að ræða. Hvort erindi Jóns Rúnars verði tekið fyrir á fundinum verður að koma í ljós. Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, er einnig stjórnarformaður hjá KSÍ. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggja aðilar í knattspyrnusamfélaginu undir feldi og ætti ekki að koma á óvart ef að lágmarki eitt framboð til formanns KSÍ, mótframboð við framboði Vöndu, verður að veruleika.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Tengdar fréttir KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23
KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43
Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44