„Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2021 09:00 Andrea Sif Pétursdóttir verður í gipsi á næstunni eftir að hafa slitið hásin. stöð 2 Lokadagur Evrópumótsins í hópfimleikum var dramatískur í meira lagi fyrir Andreu Sif Pétursdóttur, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Hún sleit hásin en varð Evrópumeistari. Í næstsíðustu stökkhrinu Íslands á dýnu sleit Andrea hásin, lenti á fjórum fótum og óttaðist að þar með væru möguleikar íslenska liðsins á að vinna til gullverðlauna úr sögunni. En svo reyndist ekki vera. Íslenska liðið fékk jafn háa einkunn og það sænska en stóð uppi sem sigurvegari þar sem það vann fleiri áhöld. Íslendingar höfðu lent í 2. sæti á þremur Evrópumótum í röð á eftir Svíum áður en þeim tókst loks að vinna gullið um þarsíðustu helgi. „Við fórum frekar inn í mótið á gleði. Bjössi [Björn Björnsson] yfirþjálfari kom til okkar á einni æfingunni og sagði að þetta væri smá peningakast; hvort lendir peningurinn hjá ykkur eða Svíþjóð,“ sagði Andrea í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Við gerðum tvö áhöld sem gengu mjög vel og mér fannst ég finna smá orku og spennu hjá þjálfurunum þegar við fórum á dýnuna. Það var eins og þeim fyndist við fara að klára þetta. Ég fann það fyrir dýnuna, og við erum margar búnar að tala um það eftir á, að þetta gæti gerst núna.“ Þegar Andrea sleit hásin var hún hrædd um að hún hefði skemmt fyrir íslenska liðinu og möguleikum þess á sigri. „Ég fann að það var eins og það væri slegið aftan á kálfann þegar ég var á leið upp í loftið. Ég kláraði stökkið, ég veit ekki hvernig ég fór að því, lenti á fjórum fótum og fór út af. Þá hugsaði ég: núna fór þetta, þarna klúðraðist þetta,“ sagði Andrea. Áhyggjurnar og sársaukinn hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ljóst var að Ísland var orðið Evrópumeistari í fyrsta sinn í níu ár. „Ég hugsaði strax að þetta skipti engu máli,“ sagði Andrea og benti á gipsið á fætinum á sér. „Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna. Ég er búin að reyna þetta mjög lengi,“ sagði Andrea sem fór upp á verðlaunapall til að taka við verðlaununum sínum áður en hún fór á sjúkrahús. Hún gekkst svo undir aðgerð í síðustu viku. Fimleikar EM í hópfimleikum Sportpakkinn Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Í næstsíðustu stökkhrinu Íslands á dýnu sleit Andrea hásin, lenti á fjórum fótum og óttaðist að þar með væru möguleikar íslenska liðsins á að vinna til gullverðlauna úr sögunni. En svo reyndist ekki vera. Íslenska liðið fékk jafn háa einkunn og það sænska en stóð uppi sem sigurvegari þar sem það vann fleiri áhöld. Íslendingar höfðu lent í 2. sæti á þremur Evrópumótum í röð á eftir Svíum áður en þeim tókst loks að vinna gullið um þarsíðustu helgi. „Við fórum frekar inn í mótið á gleði. Bjössi [Björn Björnsson] yfirþjálfari kom til okkar á einni æfingunni og sagði að þetta væri smá peningakast; hvort lendir peningurinn hjá ykkur eða Svíþjóð,“ sagði Andrea í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Við gerðum tvö áhöld sem gengu mjög vel og mér fannst ég finna smá orku og spennu hjá þjálfurunum þegar við fórum á dýnuna. Það var eins og þeim fyndist við fara að klára þetta. Ég fann það fyrir dýnuna, og við erum margar búnar að tala um það eftir á, að þetta gæti gerst núna.“ Þegar Andrea sleit hásin var hún hrædd um að hún hefði skemmt fyrir íslenska liðinu og möguleikum þess á sigri. „Ég fann að það var eins og það væri slegið aftan á kálfann þegar ég var á leið upp í loftið. Ég kláraði stökkið, ég veit ekki hvernig ég fór að því, lenti á fjórum fótum og fór út af. Þá hugsaði ég: núna fór þetta, þarna klúðraðist þetta,“ sagði Andrea. Áhyggjurnar og sársaukinn hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ljóst var að Ísland var orðið Evrópumeistari í fyrsta sinn í níu ár. „Ég hugsaði strax að þetta skipti engu máli,“ sagði Andrea og benti á gipsið á fætinum á sér. „Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna. Ég er búin að reyna þetta mjög lengi,“ sagði Andrea sem fór upp á verðlaunapall til að taka við verðlaununum sínum áður en hún fór á sjúkrahús. Hún gekkst svo undir aðgerð í síðustu viku.
Fimleikar EM í hópfimleikum Sportpakkinn Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki