Breytti leikstílnum og Real komið með aðra hönd á titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2021 07:01 Carlo Ancelotti og Luka Modric fagna sigri Real á Atlético. Jose Breton/Getty Images La Liga, spænska úrvalsdeildin í knattpsyrnu, er vart hálfnuð en það má með sanni segja að lærisveinar Carlo Ancelotti í Real Madríd séu nú þegar komnir með aðra hönd á titilinn. Real Madríd lagði ríkjandi Spánarmeistara og nágranna sína í Atlético Madríd nokkuð örugglega um helgina þökk sé mörkum Karim Benzema og Marco Asensio, lokatölur 2-0 Real í vil. Arkitekt beggja marka var vængmaðurinn knái Vinícius Juníor, sá hefur heldur betur blómstrað undanfarnar vikur og mánuði. Rekja má gott form hans til breytinga sem Ancelotti gerði er tímabilið var farið af stað. HIGHLIGHTS | @realmadriden storm to victory in the derby! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/m6Rry44Ssz— LaLiga English (@LaLigaEN) December 12, 2021 Real er sem stendur 42 stig þegar 17 leikjum er lokið í La Liga. Átta stigum þar á eftir koma Sevilla með leik til góða en fáir spekingar telja liðið eiga raunhæfa möguleika á að halda í við Real allt fram til loka tímabilsins. Real Betis situr í 3. sæti og ríkjandi meistarar í Atlético eru í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa leikið 16 leiki. Það þýðir að þó að Atlético vinni leikinn sem það á til góða þá munar enn 10 stigum á lærisveinum Ancelotti og lærisveinum Diego Simeone. Að því sögðu þá ákvað Ancelotti að taka blaðsíðu úr bók Simeone fyrir ekki allt svo löngu síðan. Þó Real hafi byrjað tímabilið ágætlega þá var Ancelotti ekki sáttur með varnarleik liðsins. Eftir að Ítalinn tók við Real á nýjan leik vildi hann reyna að uppfæra leikstíl liðsins. Ancelotti vildi sjá Real spila af meiri ákafa og pressa stífar en það hefur gert undanfarin ár. Það gekk hins vegar ekki nægilega vel, leikmannahópur liðsins var ekki settur saman til að spila slíkan bolta. Miðja liðsins - sem þurfti að hlaupa mun meira en áður - er að vissu leyti komin á aldur og þá var hann með nýtt miðvarðarpar sem var of berskjaldað vegna leikstílsins. Ancelotti tók því þá ákvörðun að fara aftur í það sem hefur virkað á undanförnum árum. Liðið varð aðeins varnarsinnaðra sem og beinskeyttara í sínum aðgeðrum. Þar kemur hraðinn hans Vinícius sér vel og er hann með betri vængmönnum Evrópu um þessar mundir. 36-year-old Luka Modri completed more take-ons (4) than any other player on the pitch in the Madrid derby.Pure class. pic.twitter.com/fCraEMqKwg— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2021 Miðjumennirnir Luka Modric og Toni Kroos njóta sín mun betur og Casemiro nær að verja miðvarðarparið David Alaba og Éder Militão mun betur en áður. Þá hjálpar að hafa Alaba þarna aftast en hann er eflaust með betur spilandi miðvörðum heims um þessar mundir. Ásamt þeim þá hefur Karim Benzema verið nær óstöðvandi undanfarin misseri og virðist ekkert lát þar vera á. Nú er bara að bíða og sjá hvort breyttur leikstíll hjálpi Real-liði Ancelotti að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu líkt og það virðist ætla að gera á Spáni. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Real Madríd lagði ríkjandi Spánarmeistara og nágranna sína í Atlético Madríd nokkuð örugglega um helgina þökk sé mörkum Karim Benzema og Marco Asensio, lokatölur 2-0 Real í vil. Arkitekt beggja marka var vængmaðurinn knái Vinícius Juníor, sá hefur heldur betur blómstrað undanfarnar vikur og mánuði. Rekja má gott form hans til breytinga sem Ancelotti gerði er tímabilið var farið af stað. HIGHLIGHTS | @realmadriden storm to victory in the derby! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/m6Rry44Ssz— LaLiga English (@LaLigaEN) December 12, 2021 Real er sem stendur 42 stig þegar 17 leikjum er lokið í La Liga. Átta stigum þar á eftir koma Sevilla með leik til góða en fáir spekingar telja liðið eiga raunhæfa möguleika á að halda í við Real allt fram til loka tímabilsins. Real Betis situr í 3. sæti og ríkjandi meistarar í Atlético eru í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa leikið 16 leiki. Það þýðir að þó að Atlético vinni leikinn sem það á til góða þá munar enn 10 stigum á lærisveinum Ancelotti og lærisveinum Diego Simeone. Að því sögðu þá ákvað Ancelotti að taka blaðsíðu úr bók Simeone fyrir ekki allt svo löngu síðan. Þó Real hafi byrjað tímabilið ágætlega þá var Ancelotti ekki sáttur með varnarleik liðsins. Eftir að Ítalinn tók við Real á nýjan leik vildi hann reyna að uppfæra leikstíl liðsins. Ancelotti vildi sjá Real spila af meiri ákafa og pressa stífar en það hefur gert undanfarin ár. Það gekk hins vegar ekki nægilega vel, leikmannahópur liðsins var ekki settur saman til að spila slíkan bolta. Miðja liðsins - sem þurfti að hlaupa mun meira en áður - er að vissu leyti komin á aldur og þá var hann með nýtt miðvarðarpar sem var of berskjaldað vegna leikstílsins. Ancelotti tók því þá ákvörðun að fara aftur í það sem hefur virkað á undanförnum árum. Liðið varð aðeins varnarsinnaðra sem og beinskeyttara í sínum aðgeðrum. Þar kemur hraðinn hans Vinícius sér vel og er hann með betri vængmönnum Evrópu um þessar mundir. 36-year-old Luka Modri completed more take-ons (4) than any other player on the pitch in the Madrid derby.Pure class. pic.twitter.com/fCraEMqKwg— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2021 Miðjumennirnir Luka Modric og Toni Kroos njóta sín mun betur og Casemiro nær að verja miðvarðarparið David Alaba og Éder Militão mun betur en áður. Þá hjálpar að hafa Alaba þarna aftast en hann er eflaust með betur spilandi miðvörðum heims um þessar mundir. Ásamt þeim þá hefur Karim Benzema verið nær óstöðvandi undanfarin misseri og virðist ekkert lát þar vera á. Nú er bara að bíða og sjá hvort breyttur leikstíll hjálpi Real-liði Ancelotti að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu líkt og það virðist ætla að gera á Spáni.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira