Liverpool mætir Inter og Man. Utd. Atlético Madrid Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2021 14:20 Liverpool mætir Inter í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. getty/John Powell Dregið var aftur í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Liverpool dróst gegn Inter, Manchester United gegn Atlético Madrid og þá eigast Real Madrid og Paris Saint-Germain við. Upphaflega var dregið í hádeginu en vegna tæknilegra mistaka þurfti að draga aftur. United dróst gegn PSG í fyrri drættinum og fékk aftur erfiðan andstæðing, Spánarmeistara Atlético Madrid, í seinni drættinum. Liverpool fékk Salzburg í fyrri drættinum en Ítalíumeistara Inter í þeim seinni. Líkt og í fyrri drættinum drógust Evrópumeistarar Chelsea gegn Frakklandsmeisturum Lille. Ensku meistararnir í Manchester City fengu aftur nokkuð þægilegan andstæðing, Sporting frá Lissabon. Stærsta viðureign sextán liða úrslitanna er milli Real Madrid og PSG. Sergio Ramos mætir þar liðinu sem hann varð fjórum sinnum Evrópumeistari með og Kylian Mbappé liðinu sem flestir búast við að hann fari til næsta sumar. Upphaflega dróst Real Madrid gegn Benfica en Madrídingar voru ekki jafn heppnir í seinni drættinum. Þýskalandsmeistarar Bayern München, sem unnu alla leiki sína í riðlakeppninni, mæta Salzburg frá Austurríki sem er í fyrsta sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ajax, sem vann einnig alla leikina sína í riðlakeppninni, mætir Benfica og Juventus og Evrópudeildarmeistarar Villarreal eigast við. Leikið er heima og að heiman í 16-liða úrslitum en reglan um útivallarmörk hefur verið afnumin. Fyrri leikirnir eru 15., 16., 22. og 23. febrúar, en seinni leikirnir 8., 9., 15. og 16. mars. Viðureignirnar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar Salzburg - Bayern München Real Madrid - PSG Liverpool - Inter Juventus - Villarreal Man. Utd. - Atlético Madrid Chelsea - Lille Benfica - Ajax Sporting - Man. City Ógildi drátturinn í sextán liða úrslitin Benfica – Real Madrid Villarreal – Manchester City Atlético Madrid – Bayern München Salzburg – Liverpool Inter – Ajax Sporting Lissabon – Juventus Chelsea – Lille PSG – Manchester United Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
Upphaflega var dregið í hádeginu en vegna tæknilegra mistaka þurfti að draga aftur. United dróst gegn PSG í fyrri drættinum og fékk aftur erfiðan andstæðing, Spánarmeistara Atlético Madrid, í seinni drættinum. Liverpool fékk Salzburg í fyrri drættinum en Ítalíumeistara Inter í þeim seinni. Líkt og í fyrri drættinum drógust Evrópumeistarar Chelsea gegn Frakklandsmeisturum Lille. Ensku meistararnir í Manchester City fengu aftur nokkuð þægilegan andstæðing, Sporting frá Lissabon. Stærsta viðureign sextán liða úrslitanna er milli Real Madrid og PSG. Sergio Ramos mætir þar liðinu sem hann varð fjórum sinnum Evrópumeistari með og Kylian Mbappé liðinu sem flestir búast við að hann fari til næsta sumar. Upphaflega dróst Real Madrid gegn Benfica en Madrídingar voru ekki jafn heppnir í seinni drættinum. Þýskalandsmeistarar Bayern München, sem unnu alla leiki sína í riðlakeppninni, mæta Salzburg frá Austurríki sem er í fyrsta sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ajax, sem vann einnig alla leikina sína í riðlakeppninni, mætir Benfica og Juventus og Evrópudeildarmeistarar Villarreal eigast við. Leikið er heima og að heiman í 16-liða úrslitum en reglan um útivallarmörk hefur verið afnumin. Fyrri leikirnir eru 15., 16., 22. og 23. febrúar, en seinni leikirnir 8., 9., 15. og 16. mars. Viðureignirnar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar Salzburg - Bayern München Real Madrid - PSG Liverpool - Inter Juventus - Villarreal Man. Utd. - Atlético Madrid Chelsea - Lille Benfica - Ajax Sporting - Man. City Ógildi drátturinn í sextán liða úrslitin Benfica – Real Madrid Villarreal – Manchester City Atlético Madrid – Bayern München Salzburg – Liverpool Inter – Ajax Sporting Lissabon – Juventus Chelsea – Lille PSG – Manchester United
Salzburg - Bayern München Real Madrid - PSG Liverpool - Inter Juventus - Villarreal Man. Utd. - Atlético Madrid Chelsea - Lille Benfica - Ajax Sporting - Man. City
Benfica – Real Madrid Villarreal – Manchester City Atlético Madrid – Bayern München Salzburg – Liverpool Inter – Ajax Sporting Lissabon – Juventus Chelsea – Lille PSG – Manchester United
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira