„Aldrei grátið eins mikið og síðastliðinn mánuð“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 09:30 Kevin Na og Jason Kokrak í viðtalinu eftir að hafa unnið sigur í gær. Getty/Cliff Hawkins Tveir vinir kylfingsins Kevins Na hafa fallið frá síðasta mánuðinn og hann minntist þeirra í tilfinningaþrungnu viðtali eftir að hafa ásamt Jason Kokrak unnið sigur á QBE Shootout paramótinu í golfi í gær. Na og Kokrak fengu fugla á 12 af síðustu 13 holunum þegar leikið var í fjórbolta í gær, á lokadegi mótsins, og tryggðu sér þar með dramatískan sigur á mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þeir enduðu höggi á undan Billy Horschel og Sam Burns. Klippa: Na og Kokrak áttu frábæran lokahring Dramatískur sigurinn var þó Na ekki efstur í huga þegar hann mætti í viðtal í gær enda síðastliðinn mánuður verið honum afar erfiður. „Ég missti tvo góða vini mína síðastliðinn mánuð. Annar þeirra var Kenny Lee, náungi frá Vegas [þar sem Na er búsettur] sem hefur þar mikil áhrif. Hinn er æskuvinur minn, Dusty Smith, sem ég ólst upp með og spilaði golf með í Western Hills golfklúbbnum í Kaliforníu. Hann fékk hjartaáfall, og þetta hafði mikil áhrif á mig. Við eigum minningar um hann frá því að hann kom á The Masters, hann var kylfusveinn fyrir mig á U.S. Junior, U.S. Am og Pro Golf mótum,“ sagði Na. "I've never cried so much in the past month."Today was an emotional win for @KevinNa915 after he recently lost two very close friends. pic.twitter.com/9XNw8i8qWD— PGA TOUR (@PGATOUR) December 12, 2021 „Ég hef aldrei grátið eins mikið og síðastliðinn mánuð. Ég held að hann hafi verið þarna uppi að hjálpa okkur. Mig langar að þakka þeim báðum og ég held að þetta hefði ekki verið mögulegt án þeirra,“ sagði Na. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira
Na og Kokrak fengu fugla á 12 af síðustu 13 holunum þegar leikið var í fjórbolta í gær, á lokadegi mótsins, og tryggðu sér þar með dramatískan sigur á mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þeir enduðu höggi á undan Billy Horschel og Sam Burns. Klippa: Na og Kokrak áttu frábæran lokahring Dramatískur sigurinn var þó Na ekki efstur í huga þegar hann mætti í viðtal í gær enda síðastliðinn mánuður verið honum afar erfiður. „Ég missti tvo góða vini mína síðastliðinn mánuð. Annar þeirra var Kenny Lee, náungi frá Vegas [þar sem Na er búsettur] sem hefur þar mikil áhrif. Hinn er æskuvinur minn, Dusty Smith, sem ég ólst upp með og spilaði golf með í Western Hills golfklúbbnum í Kaliforníu. Hann fékk hjartaáfall, og þetta hafði mikil áhrif á mig. Við eigum minningar um hann frá því að hann kom á The Masters, hann var kylfusveinn fyrir mig á U.S. Junior, U.S. Am og Pro Golf mótum,“ sagði Na. "I've never cried so much in the past month."Today was an emotional win for @KevinNa915 after he recently lost two very close friends. pic.twitter.com/9XNw8i8qWD— PGA TOUR (@PGATOUR) December 12, 2021 „Ég hef aldrei grátið eins mikið og síðastliðinn mánuð. Ég held að hann hafi verið þarna uppi að hjálpa okkur. Mig langar að þakka þeim báðum og ég held að þetta hefði ekki verið mögulegt án þeirra,“ sagði Na. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira