Framlengingin: Ekkert jólafrí og Þór eða Valur landar þeim stóra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 23:02 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru um víðan völl í Framlengingunni. Mynd/Skjáskot „Okkar uppáhalds liður, Framlengingin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, í seinasta þætti þegar komið var að Framlengingunni. Strákarnir fóru um víðan völl og ræddu meðal annars jólafríið, eða öllu heldur, vöntun á jólafríi. Strákarnir byrjuðu á því að ræða þá staðreynd að þetta árið verður ekkert jólafrí í Subway-deildinni, og fóru yfir kosti og galla þess. „Fyrir þá sem eru ekki með fjölskylduna sína hérna - útlendingana - er oft gott að komast heim í kósý og koma svo til baka endurnærðir. En auðvitað er þetta betra fyrir okkur sem eru að fylgjast með þessu,“ sagði Sævar Sævarsson um þetta mál. Friðrik Ragnarsson sagðist hlynntur því að láta menn bara spila og „Ég er hlynntur því að hafa ekekrt jólafrí. Láta menn bara spila. Bæði er það orðið dýrt að senda menn heim þar sem þetta er mikið af útlendingum, og svo bara skemmtanagildið. Það er fínt fyrir fólk að komast á einhverja leiki yfir hátíðarnar.“ Næst veltu strákarnir fyrir sér í hvaða stöðu Tindastóll þyrfti að bæta við sig leikmanni og voru sammála um það að liðinu vanti skotmann. Í næsta umræðupunkti kom Kjartan strákunum svolítið á óvart og bað þá um að nefna þann leikmann í deildinni sem væri efstur á blaði hjá þeim ef þeir þyrftu að kjósa í lið. „Ég tæki [Glynn] Watson, ég hugsa að ég myndi byrja á honum,“ sagði Sævar og Friðrik var sammála því. „Eins og staðan er núna myndi [Kristófer] Acox vera númer tvö. Eða þetta er svona mitt á milli, Acox eða [Dominykas] Milka. Mér sýnist Milka vera að koma aftur í sitt gamla form,“ sagði Sævar. Aftur var Friðrik sammála, en það virtist fara heldur í taugarnar á Kjartani. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Þar næst fóru strákarnir yfir hvaða lið þeim hafi þótt best í nýliðinni umferð, áður en komið var að stóru spurningunni um hvaða lið þeir telja að verði Íslandsmeistari í vor. „Þór Þorlákshöfn,“ sagði Sævar af miklu öryggi. „Mér finnst þeir bara vera með heilsteyptasta liðið, bestu blönduna og þetta sem ég kom inn á áðan, þeir eru held ég eina liðið sem býr yfir því að vera með tvo leikmenn sem eru með þennan „X-factor“ þar sem þeir geta klárað leiki upp á eigin spýtur.“ „Njarðvík gæti verið með tvo svoleiðis, en ég held að Þór Þorlákshöfn verði með þetta auka skref á Keflavík, Njarðvík og Val.“ Aldrei þessu vant var Friðrik ekki sammála Sævari, en hann spáir Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum. „Valur verður Íslandsmeistari,“ sagði Friðrik. „Þegar þeir eru búnir að ná öllum púslum inn þá verða þeir meistarar.“ Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Strákarnir byrjuðu á því að ræða þá staðreynd að þetta árið verður ekkert jólafrí í Subway-deildinni, og fóru yfir kosti og galla þess. „Fyrir þá sem eru ekki með fjölskylduna sína hérna - útlendingana - er oft gott að komast heim í kósý og koma svo til baka endurnærðir. En auðvitað er þetta betra fyrir okkur sem eru að fylgjast með þessu,“ sagði Sævar Sævarsson um þetta mál. Friðrik Ragnarsson sagðist hlynntur því að láta menn bara spila og „Ég er hlynntur því að hafa ekekrt jólafrí. Láta menn bara spila. Bæði er það orðið dýrt að senda menn heim þar sem þetta er mikið af útlendingum, og svo bara skemmtanagildið. Það er fínt fyrir fólk að komast á einhverja leiki yfir hátíðarnar.“ Næst veltu strákarnir fyrir sér í hvaða stöðu Tindastóll þyrfti að bæta við sig leikmanni og voru sammála um það að liðinu vanti skotmann. Í næsta umræðupunkti kom Kjartan strákunum svolítið á óvart og bað þá um að nefna þann leikmann í deildinni sem væri efstur á blaði hjá þeim ef þeir þyrftu að kjósa í lið. „Ég tæki [Glynn] Watson, ég hugsa að ég myndi byrja á honum,“ sagði Sævar og Friðrik var sammála því. „Eins og staðan er núna myndi [Kristófer] Acox vera númer tvö. Eða þetta er svona mitt á milli, Acox eða [Dominykas] Milka. Mér sýnist Milka vera að koma aftur í sitt gamla form,“ sagði Sævar. Aftur var Friðrik sammála, en það virtist fara heldur í taugarnar á Kjartani. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Þar næst fóru strákarnir yfir hvaða lið þeim hafi þótt best í nýliðinni umferð, áður en komið var að stóru spurningunni um hvaða lið þeir telja að verði Íslandsmeistari í vor. „Þór Þorlákshöfn,“ sagði Sævar af miklu öryggi. „Mér finnst þeir bara vera með heilsteyptasta liðið, bestu blönduna og þetta sem ég kom inn á áðan, þeir eru held ég eina liðið sem býr yfir því að vera með tvo leikmenn sem eru með þennan „X-factor“ þar sem þeir geta klárað leiki upp á eigin spýtur.“ „Njarðvík gæti verið með tvo svoleiðis, en ég held að Þór Þorlákshöfn verði með þetta auka skref á Keflavík, Njarðvík og Val.“ Aldrei þessu vant var Friðrik ekki sammála Sævari, en hann spáir Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum. „Valur verður Íslandsmeistari,“ sagði Friðrik. „Þegar þeir eru búnir að ná öllum púslum inn þá verða þeir meistarar.“
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira