Framlengingin: Ekkert jólafrí og Þór eða Valur landar þeim stóra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 23:02 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru um víðan völl í Framlengingunni. Mynd/Skjáskot „Okkar uppáhalds liður, Framlengingin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, í seinasta þætti þegar komið var að Framlengingunni. Strákarnir fóru um víðan völl og ræddu meðal annars jólafríið, eða öllu heldur, vöntun á jólafríi. Strákarnir byrjuðu á því að ræða þá staðreynd að þetta árið verður ekkert jólafrí í Subway-deildinni, og fóru yfir kosti og galla þess. „Fyrir þá sem eru ekki með fjölskylduna sína hérna - útlendingana - er oft gott að komast heim í kósý og koma svo til baka endurnærðir. En auðvitað er þetta betra fyrir okkur sem eru að fylgjast með þessu,“ sagði Sævar Sævarsson um þetta mál. Friðrik Ragnarsson sagðist hlynntur því að láta menn bara spila og „Ég er hlynntur því að hafa ekekrt jólafrí. Láta menn bara spila. Bæði er það orðið dýrt að senda menn heim þar sem þetta er mikið af útlendingum, og svo bara skemmtanagildið. Það er fínt fyrir fólk að komast á einhverja leiki yfir hátíðarnar.“ Næst veltu strákarnir fyrir sér í hvaða stöðu Tindastóll þyrfti að bæta við sig leikmanni og voru sammála um það að liðinu vanti skotmann. Í næsta umræðupunkti kom Kjartan strákunum svolítið á óvart og bað þá um að nefna þann leikmann í deildinni sem væri efstur á blaði hjá þeim ef þeir þyrftu að kjósa í lið. „Ég tæki [Glynn] Watson, ég hugsa að ég myndi byrja á honum,“ sagði Sævar og Friðrik var sammála því. „Eins og staðan er núna myndi [Kristófer] Acox vera númer tvö. Eða þetta er svona mitt á milli, Acox eða [Dominykas] Milka. Mér sýnist Milka vera að koma aftur í sitt gamla form,“ sagði Sævar. Aftur var Friðrik sammála, en það virtist fara heldur í taugarnar á Kjartani. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Þar næst fóru strákarnir yfir hvaða lið þeim hafi þótt best í nýliðinni umferð, áður en komið var að stóru spurningunni um hvaða lið þeir telja að verði Íslandsmeistari í vor. „Þór Þorlákshöfn,“ sagði Sævar af miklu öryggi. „Mér finnst þeir bara vera með heilsteyptasta liðið, bestu blönduna og þetta sem ég kom inn á áðan, þeir eru held ég eina liðið sem býr yfir því að vera með tvo leikmenn sem eru með þennan „X-factor“ þar sem þeir geta klárað leiki upp á eigin spýtur.“ „Njarðvík gæti verið með tvo svoleiðis, en ég held að Þór Þorlákshöfn verði með þetta auka skref á Keflavík, Njarðvík og Val.“ Aldrei þessu vant var Friðrik ekki sammála Sævari, en hann spáir Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum. „Valur verður Íslandsmeistari,“ sagði Friðrik. „Þegar þeir eru búnir að ná öllum púslum inn þá verða þeir meistarar.“ Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Strákarnir byrjuðu á því að ræða þá staðreynd að þetta árið verður ekkert jólafrí í Subway-deildinni, og fóru yfir kosti og galla þess. „Fyrir þá sem eru ekki með fjölskylduna sína hérna - útlendingana - er oft gott að komast heim í kósý og koma svo til baka endurnærðir. En auðvitað er þetta betra fyrir okkur sem eru að fylgjast með þessu,“ sagði Sævar Sævarsson um þetta mál. Friðrik Ragnarsson sagðist hlynntur því að láta menn bara spila og „Ég er hlynntur því að hafa ekekrt jólafrí. Láta menn bara spila. Bæði er það orðið dýrt að senda menn heim þar sem þetta er mikið af útlendingum, og svo bara skemmtanagildið. Það er fínt fyrir fólk að komast á einhverja leiki yfir hátíðarnar.“ Næst veltu strákarnir fyrir sér í hvaða stöðu Tindastóll þyrfti að bæta við sig leikmanni og voru sammála um það að liðinu vanti skotmann. Í næsta umræðupunkti kom Kjartan strákunum svolítið á óvart og bað þá um að nefna þann leikmann í deildinni sem væri efstur á blaði hjá þeim ef þeir þyrftu að kjósa í lið. „Ég tæki [Glynn] Watson, ég hugsa að ég myndi byrja á honum,“ sagði Sævar og Friðrik var sammála því. „Eins og staðan er núna myndi [Kristófer] Acox vera númer tvö. Eða þetta er svona mitt á milli, Acox eða [Dominykas] Milka. Mér sýnist Milka vera að koma aftur í sitt gamla form,“ sagði Sævar. Aftur var Friðrik sammála, en það virtist fara heldur í taugarnar á Kjartani. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Þar næst fóru strákarnir yfir hvaða lið þeim hafi þótt best í nýliðinni umferð, áður en komið var að stóru spurningunni um hvaða lið þeir telja að verði Íslandsmeistari í vor. „Þór Þorlákshöfn,“ sagði Sævar af miklu öryggi. „Mér finnst þeir bara vera með heilsteyptasta liðið, bestu blönduna og þetta sem ég kom inn á áðan, þeir eru held ég eina liðið sem býr yfir því að vera með tvo leikmenn sem eru með þennan „X-factor“ þar sem þeir geta klárað leiki upp á eigin spýtur.“ „Njarðvík gæti verið með tvo svoleiðis, en ég held að Þór Þorlákshöfn verði með þetta auka skref á Keflavík, Njarðvík og Val.“ Aldrei þessu vant var Friðrik ekki sammála Sævari, en hann spáir Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum. „Valur verður Íslandsmeistari,“ sagði Friðrik. „Þegar þeir eru búnir að ná öllum púslum inn þá verða þeir meistarar.“
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira