Spænski kvennaboltinn útilokaður frá mögulegri fjárfestingu upp á mörg hundruð milljónir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 10:31 Ríkjandi Evrópumeistarar Barcelona eru langbesta lið í heimi. Það virðist þó sem liðið standi höllum fæti fjárhagslega gegn stærstu liðum Evrópu. Boris Streubel/Getty Images Það virðist sem spænsk knattspyrna gæti farið að blómstra á ný en talið er að félög í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, séu við það að fá innspýtingu upp á þrjá milljarða evra á komandi árum. Kvennaboltinn mun hins vegar ekki fá sjá krónu af þessari upphæfð. Fjárfestingafélagið CVC Capital Partners, forráðamenn La Liga sem og forráðamenn stærstu þriggja liða deildarinnar vinna nú að nýjum sjónvarpssamningi sem á að vera kynntur á næstu dögum. Samningurinn á að jafna stöðu spænskra liða gagnvart til að mynda liðum í ensku úrvalsdeildinni. Bloomberg greinir frá. CVC myndi borga 2.7 milljarða evra fyrir 10 prósent hlutdeild í nýju fyrirtæki sem myndi sjá um sjónvarpsrétt efstu tveggja deilda Spánar. Samsvarar upphæðin tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Af því áttu rúmar fimm milljónir evra að renna til úrvalsdeildar kvenna þar sem félögin myndu skipta upphæðinni á milli sín. Samsvarar sú upphæð tæpum 840 milljónum íslenskra króna. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða að veruleika. Women are cut out of the billion-dollar discussions over the future of Spanish soccer https://t.co/yo7u759eTK via @bbgequality— david hellier (@hellierd) December 10, 2021 Ástæðan er sú að þrjú af stærstu félögum deildarinnar - Real Madríd, Barcelona og Athletic Bilbao – voru á móti samningi CVC og La Liga. Rökin voru þau að samningurinn myndi ógna fjölmiðlarétti félaganna. Í kjölfarið voru gerð drög að nýjum samning sem mun tryggja liðum deildarinnar tæpa tvo milljarða evra sem og að fjölmiðlaréttur þeirra yrði óskertur. Í þeim drögum er hins vegar hvergi minnst á kvennaboltann. La Liga þarf samþykki flestra félaga deildarinnar til að samningurinn verði staðfestur. Hafa allir aðilar sem koma að samninngum gefið út yfirlýsingu þess efnis að sama magn af fjármagni verði sett í kvennaboltann og í upphaflegum samning. Það kemur þó hvergi fram hvernig eigi að standa við þá fullyrðingu. Talsmaður CVC tók í sama streng og segir upphafleg áætlun fjármálarisans - að fimm milljónir evra séu eyrnamerktar kvennaboltanum – sé enn á döfinni en aftur kemur hvergi fram hvaðan það fjármagn á að koma eða hvernig eigi að nýta það. Þó Barcelona sé langbesta kvennalið heims um þessar mundir þá er ljóst að spænska deildin er langt á eftir löndum á borð við Englandi, Þýskalandi og Frakklandi þegar kemur að fjármagni sem sett er í kvennaknattspyrnu. Það er því spurning hvort spænska deildin verði skilin eftir er önnur knattspyrnusambönd og félög setji enn meira fjármagn í kvennaknattspyrnu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Fjárfestingafélagið CVC Capital Partners, forráðamenn La Liga sem og forráðamenn stærstu þriggja liða deildarinnar vinna nú að nýjum sjónvarpssamningi sem á að vera kynntur á næstu dögum. Samningurinn á að jafna stöðu spænskra liða gagnvart til að mynda liðum í ensku úrvalsdeildinni. Bloomberg greinir frá. CVC myndi borga 2.7 milljarða evra fyrir 10 prósent hlutdeild í nýju fyrirtæki sem myndi sjá um sjónvarpsrétt efstu tveggja deilda Spánar. Samsvarar upphæðin tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Af því áttu rúmar fimm milljónir evra að renna til úrvalsdeildar kvenna þar sem félögin myndu skipta upphæðinni á milli sín. Samsvarar sú upphæð tæpum 840 milljónum íslenskra króna. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða að veruleika. Women are cut out of the billion-dollar discussions over the future of Spanish soccer https://t.co/yo7u759eTK via @bbgequality— david hellier (@hellierd) December 10, 2021 Ástæðan er sú að þrjú af stærstu félögum deildarinnar - Real Madríd, Barcelona og Athletic Bilbao – voru á móti samningi CVC og La Liga. Rökin voru þau að samningurinn myndi ógna fjölmiðlarétti félaganna. Í kjölfarið voru gerð drög að nýjum samning sem mun tryggja liðum deildarinnar tæpa tvo milljarða evra sem og að fjölmiðlaréttur þeirra yrði óskertur. Í þeim drögum er hins vegar hvergi minnst á kvennaboltann. La Liga þarf samþykki flestra félaga deildarinnar til að samningurinn verði staðfestur. Hafa allir aðilar sem koma að samninngum gefið út yfirlýsingu þess efnis að sama magn af fjármagni verði sett í kvennaboltann og í upphaflegum samning. Það kemur þó hvergi fram hvernig eigi að standa við þá fullyrðingu. Talsmaður CVC tók í sama streng og segir upphafleg áætlun fjármálarisans - að fimm milljónir evra séu eyrnamerktar kvennaboltanum – sé enn á döfinni en aftur kemur hvergi fram hvaðan það fjármagn á að koma eða hvernig eigi að nýta það. Þó Barcelona sé langbesta kvennalið heims um þessar mundir þá er ljóst að spænska deildin er langt á eftir löndum á borð við Englandi, Þýskalandi og Frakklandi þegar kemur að fjármagni sem sett er í kvennaknattspyrnu. Það er því spurning hvort spænska deildin verði skilin eftir er önnur knattspyrnusambönd og félög setji enn meira fjármagn í kvennaknattspyrnu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira