Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2021 21:02 Blaðamaður Stundarinnar náði myndum af gríðarlegu magni íslensks plasts í vöruhúsi í smábænum Påryd í Suður-Svíþjóð á dögunum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, stjórnandi hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu, segir málið mikil vonbrigði. Samsett/Stundin Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisverndarsinni óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks til endurvinnslu. Stundin greindi upprunalega frá málinu í október í fyrra en þar kom fram að endurvinnsluhlutfall plasts sem sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec tók við, meðal annars frá Íslandi, væri í raun mun minna en fyrirtækið hafði lofað. Stundin birti síðan í dag myndir og myndbönd af vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð þar sem áætlað er að allt að fimmtán hundruð tonn af íslensku plasti sé að finna. Swerec hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis sem fór síðan í þrot árið 2018. Það fyrirtæki skildi allt plastið eftir í vöruhúsinu. Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að íslenskt plast sé endurunnið en stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að þau myndu fara fram á það við Swerec að plastið í vöruhúsinu yrði endurunnið og úrganginum komið í þann farveg sem um var samið á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti kerfinu sem byggt hefur verið upp hér á landi. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst,“ segir Guðlaugur. Málið mikil vonbrigði Málið hefur vakið mikla athygli, meðal annars meðal hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu á Facebook en rúmlega sextán þúsund manns eru í hópnum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, einn stjórnandi hópsins, segir fréttir af málinu mikil vonbrigði. „Við erum að treysta því að það sé verið að taka ruslið okkar og koma því á rétta staði og þarna er augljóst að það hefur ekki verið gert,“ segir Daníel en hann óttast að málið gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. „Það sem væri verst væri náttúrulega ef fólk myndi missa trúna á því að endurvinna og færi bara að setja allt í óflokkað, þá færi allt plast í eina hrúgu ofan í jörðina,“ segir Daníel. Til að koma í veg fyrir það þurfi endurvinnsluferlið allt að vera gagnsærra. Hann nefnir til að mynda að endurvinnslufyrirtæki hér á landi gætu nýtt tækifærið til að fara nákvæmlega yfir hvernig endurvinnsluferlið virkar. „Við þurfum bara að vita nákvæmlega hvert ruslið okkar fer og í tengslum við það þá væri rosa gott að vita líka hvaða áhrif hefur það ef við flokkum vitlaust,“ segir Daníel. „Ég held að það séu allir sammála um það að við viljum gera hlutina vel.“ --- Umhverfismál Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisverndarsinni óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks til endurvinnslu. Stundin greindi upprunalega frá málinu í október í fyrra en þar kom fram að endurvinnsluhlutfall plasts sem sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec tók við, meðal annars frá Íslandi, væri í raun mun minna en fyrirtækið hafði lofað. Stundin birti síðan í dag myndir og myndbönd af vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð þar sem áætlað er að allt að fimmtán hundruð tonn af íslensku plasti sé að finna. Swerec hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis sem fór síðan í þrot árið 2018. Það fyrirtæki skildi allt plastið eftir í vöruhúsinu. Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að íslenskt plast sé endurunnið en stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að þau myndu fara fram á það við Swerec að plastið í vöruhúsinu yrði endurunnið og úrganginum komið í þann farveg sem um var samið á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti kerfinu sem byggt hefur verið upp hér á landi. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst,“ segir Guðlaugur. Málið mikil vonbrigði Málið hefur vakið mikla athygli, meðal annars meðal hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu á Facebook en rúmlega sextán þúsund manns eru í hópnum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, einn stjórnandi hópsins, segir fréttir af málinu mikil vonbrigði. „Við erum að treysta því að það sé verið að taka ruslið okkar og koma því á rétta staði og þarna er augljóst að það hefur ekki verið gert,“ segir Daníel en hann óttast að málið gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. „Það sem væri verst væri náttúrulega ef fólk myndi missa trúna á því að endurvinna og færi bara að setja allt í óflokkað, þá færi allt plast í eina hrúgu ofan í jörðina,“ segir Daníel. Til að koma í veg fyrir það þurfi endurvinnsluferlið allt að vera gagnsærra. Hann nefnir til að mynda að endurvinnslufyrirtæki hér á landi gætu nýtt tækifærið til að fara nákvæmlega yfir hvernig endurvinnsluferlið virkar. „Við þurfum bara að vita nákvæmlega hvert ruslið okkar fer og í tengslum við það þá væri rosa gott að vita líka hvaða áhrif hefur það ef við flokkum vitlaust,“ segir Daníel. „Ég held að það séu allir sammála um það að við viljum gera hlutina vel.“ ---
Umhverfismál Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02