Línan er samstarfsverkefni Katrínar Öldu eiganda og hönnuð Kalda og Hrafnhildar Arnardóttur/ Shoplifter.
„Hönnunarferlið byrjaði hjá okkur fyrir rúmu ári og þetta er búið að vera súper skemmtilegt. Við tókum klassíska Kalda stíla og tengdum þá inní myndheim Hrafnhildar,“ segir Katrín Alda.
Hárið sem notað er í skóna er mannshár sem Hrafnhildur fékk Steinunni Ósk hárgreiðslukonu til að lita eftir sínu höfði og því er hvert par einstakt.
Eitt skóparið fékk nafnið „Shopi’s hair“ og var litað af Steinunni í sama stíl og hárið á Hrafnhildi
Skólínan verður kynnt laugardaginn 11. desember frá eitt til fjögur í húsnæði Kalda Grandagarði 79.
„Þetta eru nokkrar ólíkar týpur af skóm sem koma í stærðunum 36 - 41 í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Katrín Alda að lokum.



