Varamaðurinn Thijs Oosting skoraði eina mark leiksins í viðuregin AZ Alkmaar á 87. mínútu og tryggði liðinu þar með sigur. Albert spilaði allan leikinn í liði Alkmaar, en liðið endar með 14 stig í efsta sæti D-riðils.
Í sama riðli sat Rúnar Már Sigurjónsson allan tíman á bekknum fyrir CFR Cluj er liðið vann 2-0 sigur gegn Jablonec, en sigur Cluj þýðir að Randers fer áfram á kostnað Jablonec.
Þá spilaði Alfons Sampsted allan leikinn fyrir Bodø/Glimt er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Zorya. Sigur hefði tryggt Bodø/Glimt efsta sæti riðilsins, en liðið þarf að sætta sig við annað sætið eftir að Roma vann 2-3 sigur gegn CSKA-Sofia.
Úrslit kvöldsins
A-riðill
Alashkert 1-1 Maccabi Tel Aviv
LASK 3-0 HJK
B-riðill
Gent 1-0 Flora Tallin
Partizan Beograd 1-1 Anorthosis
C-riðill
CSKA-Sofia 2-3 Roma
Zorya 1-1 Bodø/Glimt
D-riðill
AZ Alkmaar 1-0 Randers
CFR Cluj 2-0 Jablonec