Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. desember 2021 18:57 Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra vonast til að örvunarbólusetning landsmanna skili tilætluðum árangri og að hægt verði að slaka á sóttvarnaaðgerðum í framhaldi af þeim. Vísir/Arnar Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. Kórónuveirufaraldurinn var ræddur á Alþingi í dag þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan. Gagnrýnt var af stjórnarandstöðunni að langtímastefnu skorti í sóttvarnamálum svo og lítið samráð. Þá var bent á að sóttvarnarráð hafi ekki verið kallað saman frá því faraldurinn hófst. Willum Þór sagði 121 þúsund landsmenn búna að fá örvunarbólusetningu og að áætlanir geri ráð fyrir að flestir sem það kjósi verði búnir að fá örvunarskammt í febrúar eða mars á næsta ári. Ráðherrann vonast til að þá verði hægt að létta á sóttvarnaraðgerðum. „Miðað við þessar forsendur og það munum við skoða og ég held að það væri lítill ávinningur af því að fara í gegnum allt þetta ef við myndum ekki nýta það.“ Fjölmörg börn í sóttkví og einangrun Frá því Delta-afbrigði veirunnar varð útbreitt hér á landi hafa börn verið stór hluti þeirra sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt tölum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa þrettán þúsund börn nú farið í sóttkví frá 1. september síðastliðnum og tvö þúsund og fimm hundruð börn greinst með veiruna frá sama tíma. Þá eru dæmi um að sum börn hafi farið oftar en einu sinni í sóttkví. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti meðal annars á þetta á Alþingi í dag sagði um mikið inngrip í líf barna að ræða og mikilvægt að ræða hversu langt sé rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna. Willum segir að hann sé tilbúinn að skoða hvort að slaka þurfi á þessum reglum. „Nú hefur þetta verið hluti af okkar vörnum og svona hefur verið beitt vopn en þetta hefur auðvitað þetta er gríðarleg frelsisskerðing og þegar við erum að tala um andlega og félagslega líðan barna þá kann að vera að við getum skoðað þetta.“ Ráðherrann segir að verið sé að meta hvort að boðið verður upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 5-11 ára en slíkt yrði alltaf val. „Út frá því að tryggja þeirra vernd og að það verði sem minnst truflun á þeirra leik og starfi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn var ræddur á Alþingi í dag þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan. Gagnrýnt var af stjórnarandstöðunni að langtímastefnu skorti í sóttvarnamálum svo og lítið samráð. Þá var bent á að sóttvarnarráð hafi ekki verið kallað saman frá því faraldurinn hófst. Willum Þór sagði 121 þúsund landsmenn búna að fá örvunarbólusetningu og að áætlanir geri ráð fyrir að flestir sem það kjósi verði búnir að fá örvunarskammt í febrúar eða mars á næsta ári. Ráðherrann vonast til að þá verði hægt að létta á sóttvarnaraðgerðum. „Miðað við þessar forsendur og það munum við skoða og ég held að það væri lítill ávinningur af því að fara í gegnum allt þetta ef við myndum ekki nýta það.“ Fjölmörg börn í sóttkví og einangrun Frá því Delta-afbrigði veirunnar varð útbreitt hér á landi hafa börn verið stór hluti þeirra sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt tölum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa þrettán þúsund börn nú farið í sóttkví frá 1. september síðastliðnum og tvö þúsund og fimm hundruð börn greinst með veiruna frá sama tíma. Þá eru dæmi um að sum börn hafi farið oftar en einu sinni í sóttkví. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti meðal annars á þetta á Alþingi í dag sagði um mikið inngrip í líf barna að ræða og mikilvægt að ræða hversu langt sé rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna. Willum segir að hann sé tilbúinn að skoða hvort að slaka þurfi á þessum reglum. „Nú hefur þetta verið hluti af okkar vörnum og svona hefur verið beitt vopn en þetta hefur auðvitað þetta er gríðarleg frelsisskerðing og þegar við erum að tala um andlega og félagslega líðan barna þá kann að vera að við getum skoðað þetta.“ Ráðherrann segir að verið sé að meta hvort að boðið verður upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 5-11 ára en slíkt yrði alltaf val. „Út frá því að tryggja þeirra vernd og að það verði sem minnst truflun á þeirra leik og starfi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46
Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41