Lífið

Pálmar tók við viður­kenningu úr hendi Svía­konungs

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Gústaf Svíakonungur og Pálmar Kristmundsson.
Karl Gústaf Svíakonungur og Pálmar Kristmundsson. Kungahuset

Arkitektinn Pálmar Kristmundsson tók á þriðjudaginn við Prins Eugen-orðunni úr hendi Svíakonungs fyrir framúrskarandi framlag sitt til byggingarlistar.

Orðan er veitt árlega af sænsku konungsfjölskyldunni til fimm einstaklinga frá Norðurlöndunum fyrir framlag sitt til listsköpunar.

Frá þessu segir á vef Hönnunarmiðstöðvar, en Pálmar veitti orðunni móttöku við hátíðlega athöfn í sænsku konungshöllinni og hafi hann þá bæst í góðan hóp íslenskra listamanna sem hafa hlotið orðuna í gegnum tíðina. Má þar nefna Jóhannes Kjarval, Erró, Rúrí, Sigurð Guðmundsson, Hrafnhildur Arnardóttur og Margréti Harðardóttur.

Rolf Hanson, Malin Lager, Karl Gústaf Svíakonungur, Pálmar Kristmundsson og Irma Salo-Jaeger.Mattias Hellström/SPA

Pálmar er menntaður arkitekt frá danska arkitektaskólanum í Árósum og háskólann í Tókýó í Japan og á og rekur arkitektastofuna PK Arkitekta.

Meðal bygginga sem Pálmar hefur komið að því að hanna eru Hafnartorg, húsnæði Alvotech í Vatnsmýri og nýjar skrifstofur skattsins í Höfðatorgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.