Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 15:44 Kynferðisbrotamál hafa varpað miklum skugga á íslenskt fótboltalíf á árinu sem er að líða. Tólfan, stuðningsmannasveit landsliðanna, sýndi þolendum stuðning í verki á leik gegn Rúmeníu í haust. vísir/vilhelm Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar sem gefin var út í dag. Nefndin skoðaði tímabilið frá 2010-2021 og komst að þeirri niðurstöðu að KSÍ hefði verið kunnugt um fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir starfsmenn KSÍ hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Tvö málanna tengjast samtals þremur leikmönnum A-landsliðs karla eins og fram hefur komið – annars vegar Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, og hins vegar Kolbeini Sigþórssyni. Mál Arons og Eggerts er það eina sem nefndin telur ljóst að KSÍ hafi ekki brugðist við. Mun hafa brotið á starfsmanni hótels Hin tvö málin tengjast ekki leikmönnum. Annað þeirra mun varða knattspyrnudómara sem hlaut dóm fyrir nauðgun. Var hann tafarlaust látinn hætta dómgæslu í kjölfar þess að KSÍ fékk vitneskju um að hann hefði verið dæmdur sekur. Beiðni dómarans um að fá að halda áfram störfum á meðan að mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan. Hitt málið varðar starfsmann eins af yngri landsliðum KSÍ sem mun hafa gerst brotlegur gegn starfsmanni hótels sem liðið dvaldi á í keppnisferð. Sá starfaði sem verktaki og hefur ekki sinnt frekari verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið. Ekki fjallað um mál vegna kynferðislegrar áreitni Í skýrslunni kemur einnig fram að nefndinni sé kunnugt um tvö mál sem KSÍ hafi þurft að taka á vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hafi verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ. Nefndinni hafi hins vegar verið ætlað að fjalla um vitneskju stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, og því hafi ekki verið fjallað sérstaklega um þessi tvö mál. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar sem gefin var út í dag. Nefndin skoðaði tímabilið frá 2010-2021 og komst að þeirri niðurstöðu að KSÍ hefði verið kunnugt um fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir starfsmenn KSÍ hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Tvö málanna tengjast samtals þremur leikmönnum A-landsliðs karla eins og fram hefur komið – annars vegar Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, og hins vegar Kolbeini Sigþórssyni. Mál Arons og Eggerts er það eina sem nefndin telur ljóst að KSÍ hafi ekki brugðist við. Mun hafa brotið á starfsmanni hótels Hin tvö málin tengjast ekki leikmönnum. Annað þeirra mun varða knattspyrnudómara sem hlaut dóm fyrir nauðgun. Var hann tafarlaust látinn hætta dómgæslu í kjölfar þess að KSÍ fékk vitneskju um að hann hefði verið dæmdur sekur. Beiðni dómarans um að fá að halda áfram störfum á meðan að mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan. Hitt málið varðar starfsmann eins af yngri landsliðum KSÍ sem mun hafa gerst brotlegur gegn starfsmanni hótels sem liðið dvaldi á í keppnisferð. Sá starfaði sem verktaki og hefur ekki sinnt frekari verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið. Ekki fjallað um mál vegna kynferðislegrar áreitni Í skýrslunni kemur einnig fram að nefndinni sé kunnugt um tvö mál sem KSÍ hafi þurft að taka á vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hafi verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ. Nefndinni hafi hins vegar verið ætlað að fjalla um vitneskju stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, og því hafi ekki verið fjallað sérstaklega um þessi tvö mál.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14
Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44
KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43
Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30