Leipzig gulltryggði Evrópudeildarsæti sitt með sigri gegn Englandsmeisturunum 7. desember 2021 19:35 Leikmenn Leipzig fagna fyrsta marki leiksins. Maja Hitij/Getty Images RB Leipzig vann 2-1 sigur er liðið tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. City hafði fyrir leik tryggt sér efsta sæti A-riðils, en sigurinn geirnegldi þriðja sætið fyrir Leipzig og liðið því á leið í útsláttakeppni Evrópudeildarinnar. Dominik Szoboszlai kom heimamönnum í forystu á 24. mínútu leiksins og heimamenn fóru því yfir inn í hálfleikinn. Gestirnir frá Manchester voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum, og það hélt áfram í þeim síðari. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það voru heimamenn sem skoruðu annað mark leiksins, en þar var á ferðinni Andre Silva þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka og staðan orðin 2-0. Riyad Mahrez minnkaði muninn fyrir City fimm mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Oleksandr Zinchenko, Kyle Walker gerði gestunum erfitt fyrir þegar um átt mínútur voru til leiksloka þegar hann nældi sér í beint rautt spjald fyrir að sparka heldur glannalega aftan í Andre Silva. Lokatölur urðu því 2-1, heimamönnum í vil, en City endar í efsta sæti A-riðils með 12 stig, fimm stigum meira en Leipzig sem tryggði sér þriðja sæti riðilsins með sigrinum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
RB Leipzig vann 2-1 sigur er liðið tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. City hafði fyrir leik tryggt sér efsta sæti A-riðils, en sigurinn geirnegldi þriðja sætið fyrir Leipzig og liðið því á leið í útsláttakeppni Evrópudeildarinnar. Dominik Szoboszlai kom heimamönnum í forystu á 24. mínútu leiksins og heimamenn fóru því yfir inn í hálfleikinn. Gestirnir frá Manchester voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum, og það hélt áfram í þeim síðari. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það voru heimamenn sem skoruðu annað mark leiksins, en þar var á ferðinni Andre Silva þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka og staðan orðin 2-0. Riyad Mahrez minnkaði muninn fyrir City fimm mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Oleksandr Zinchenko, Kyle Walker gerði gestunum erfitt fyrir þegar um átt mínútur voru til leiksloka þegar hann nældi sér í beint rautt spjald fyrir að sparka heldur glannalega aftan í Andre Silva. Lokatölur urðu því 2-1, heimamönnum í vil, en City endar í efsta sæti A-riðils með 12 stig, fimm stigum meira en Leipzig sem tryggði sér þriðja sæti riðilsins með sigrinum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti