Óbreyttar aðgerðir næstu tvær vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. desember 2021 10:33 Willum Þór Þórsson ræðir við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á morgun. Aðgerðir verða óbreyttar og gildir þetta næstu tvær vikurnar, eða til 22. desember. Heilbrigðisráðherra segir þó vel koma til greina að aflétta fyrir 22. desember verði staðan orðin betri. Ný ríkisstjórn fundaði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem nýjar sóttvarnaaðgerðir voru til umræðu. Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra kynnti í fyrsta sinn komandi takmarkanir en þær verða óbreyttar frá þeim sem tóku gildi þann 12. nóvember síðastliðinn og í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram upp á 50 manns en með notkun hraðprófa og gríma er heimilt að halda 500 manna viðburði. Opnunartími veitingastaða er til klukkan tíu en allir þurfa að vera farnir út klukkan ellefu á kvöldin. Þá er hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Vonast til að geta aflétt innan tveggja vikna „Við leggjum til í ljósi óvissunar, af þessu nýja afbrigði fyrst og fremst, og kannski samhliða því að þó allt sé viðráðanlegt í dag í þessari bylgju en búið að vera langvarandi álag á heilbrigðisþjónustuna með hundrað plús smit á dag, þá leggjum við til að hafa þetta óbreytt í tvær vikur á meðan við erum að safna gögnum og upplýsingum,“ sagði Willum að loknum fundi. „Við munum, og bindum vonir við að geta slakað til fyrr ef gögn benda okkur á að það sé óhætt.“ Hann segir nýja afbrigðið, omíkron-afbrigðið, skapa mikla óvissu. „Það þarf að meta það hvernig það smitast og hvernig það virkar gagnvart hraðgreiningarprófunum sem að við erum að nýta til að halda hér viðburðum og menningu gangandi og samfélaginu. Eins gagnvart bólusetningum og svo framvegis,“ sagði Willum. Bíða þurfi í um tvær vikur til að sjá hvaða áhrif þetta hafi á afbrigðið. Aðspurður hvort ríkisstjórnin ætti það til að gleyma unga fólkinu þegar kæmi að því að ákveða sóttvarnaaðgerðir sagðist Willum ekki viss um að neitt væri til í því. Fólk hafi til dæmis ekki fengið að fara út á lífið lengi. „Ég leyfi mér nú að trúa því að við séum að hugsa um þjóðina alla, óháð aldri. Ég tek undir það að þetta tekur á okkur öll, þessar takmarkanir víðsvegar í samfélaginu. En við verðum þó að horfa á þann árangur sem við þó höfum náð og við höfum náð að halda samfélaginu þokkalega gangandi með viðburðum og menningu. Börnin eru að fara í tómstundir, börnin eru að fara í skólann, við erum að mæta í vinnuna. Þetta er mjög dýrmætt,“ sagði Willum. Hann segist hafa íhugað margar breytingar á sóttvarnaaðgerðum með tilliti til tímasetninga á takmörkunum sem hefur verið beitt hingað til og segist því miður ekki hafa haft vísindin á bak við það að taka slíkar ákvarðanir núna. Hann bindi þó vonir við að berist gögn sem gefi fast land undir fótum til að fara í tilslakanir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ný ríkisstjórn fundaði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem nýjar sóttvarnaaðgerðir voru til umræðu. Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra kynnti í fyrsta sinn komandi takmarkanir en þær verða óbreyttar frá þeim sem tóku gildi þann 12. nóvember síðastliðinn og í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram upp á 50 manns en með notkun hraðprófa og gríma er heimilt að halda 500 manna viðburði. Opnunartími veitingastaða er til klukkan tíu en allir þurfa að vera farnir út klukkan ellefu á kvöldin. Þá er hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Vonast til að geta aflétt innan tveggja vikna „Við leggjum til í ljósi óvissunar, af þessu nýja afbrigði fyrst og fremst, og kannski samhliða því að þó allt sé viðráðanlegt í dag í þessari bylgju en búið að vera langvarandi álag á heilbrigðisþjónustuna með hundrað plús smit á dag, þá leggjum við til að hafa þetta óbreytt í tvær vikur á meðan við erum að safna gögnum og upplýsingum,“ sagði Willum að loknum fundi. „Við munum, og bindum vonir við að geta slakað til fyrr ef gögn benda okkur á að það sé óhætt.“ Hann segir nýja afbrigðið, omíkron-afbrigðið, skapa mikla óvissu. „Það þarf að meta það hvernig það smitast og hvernig það virkar gagnvart hraðgreiningarprófunum sem að við erum að nýta til að halda hér viðburðum og menningu gangandi og samfélaginu. Eins gagnvart bólusetningum og svo framvegis,“ sagði Willum. Bíða þurfi í um tvær vikur til að sjá hvaða áhrif þetta hafi á afbrigðið. Aðspurður hvort ríkisstjórnin ætti það til að gleyma unga fólkinu þegar kæmi að því að ákveða sóttvarnaaðgerðir sagðist Willum ekki viss um að neitt væri til í því. Fólk hafi til dæmis ekki fengið að fara út á lífið lengi. „Ég leyfi mér nú að trúa því að við séum að hugsa um þjóðina alla, óháð aldri. Ég tek undir það að þetta tekur á okkur öll, þessar takmarkanir víðsvegar í samfélaginu. En við verðum þó að horfa á þann árangur sem við þó höfum náð og við höfum náð að halda samfélaginu þokkalega gangandi með viðburðum og menningu. Börnin eru að fara í tómstundir, börnin eru að fara í skólann, við erum að mæta í vinnuna. Þetta er mjög dýrmætt,“ sagði Willum. Hann segist hafa íhugað margar breytingar á sóttvarnaaðgerðum með tilliti til tímasetninga á takmörkunum sem hefur verið beitt hingað til og segist því miður ekki hafa haft vísindin á bak við það að taka slíkar ákvarðanir núna. Hann bindi þó vonir við að berist gögn sem gefi fast land undir fótum til að fara í tilslakanir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Sjá meira