Everton vann hádramatískan 2-1 sigur á Arsenal í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dómgæsla leiksins – og myndbandsdómgæsla – var hins vegar í brennidepli framan af leik.
Áður en Martin Ødegaard kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks hafði Richarlison komið boltanum í netið fyrir heimamenn. Markið var hins vegar dæmt af eftir að hafa verið skoðað í af myndbandsdómara leiksins.
Everton defender Ben Godfrey puts his studs onto Takehiro Tomiyasu s face, but after a VAR review, not even a yellow card is given. #afc pic.twitter.com/YRymFn1M8U
— afcstuff (@afcstuff) December 6, 2021
Þá hafði Ben Godfrey á einhvern ótrúlegan hátt sloppið við spjald eftir að hafa sett hægri fót sinn í andlitið á Takehiro Tomiyasu. Arsenal var hins vegar 1-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks á Goodison Park og bæði lið voru enn fullskipuð.
Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum kom Richarlison knettinum aftur í netið og aftur var dæmd rangstaða. Svo virðist sem Brasilíumaðurinn hafi verið hársbreidd fyrir innan, í orðsins fyllstu merkingu.
Another close offside call! Richarlison has a second goal ruled out #EVEARS pic.twitter.com/tflJIVRauY
— talkSPORT (@talkSPORT) December 6, 2021
Þegar tíu mínútur lifðu leiks kom Richarlison boltanum í netið í þriðja sinn og loksins loksin stóð markið. Allt er þegar þrennt er eins og skáldið sagði.
Staðan orðin 1-1 og stefndi í að það yrði lokatölur leiksins. Demarai Gray var hins vegar ekki alveg sömu skoðunar. Í uppbótartíma fékk hann sendingu frá André Gomes og óð í átt að marki. Er Gray nálgaðist D-bogann lét hann vaða af öllum krafti og boltinn söng í stöng og inn.
Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Everton lyftir sér upp í 12. sæti deildarinnar með 18 stig að loknum 15 leikjum á meðan Arsenal er í 7. sæti með 23 stig.