Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap.
Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch?
„100% Elf í seinni tíð. Stemningin kom aftur með börnunum.“
Hver er þín uppáhalds jólaminning?
„Hún er frá því í fyrra þegar ég hélt í fyrsta sinn jól heima hjá sjálfum mér með öllum börnunum mínum.“
Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
„Jólapeysa sem dóttir mín föndraði fyrir mig. Hún er svakaleg.“
Hver er uppáhalds jólahefðin þín?
„Möndlugrauturinn heima hjá mér. Sú hefð varð reyndar bara til í fyrra.“
Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?
„Frank Sinatra útgáfan af Have yourself a Merry Little Christmas. Ekki til jólalegra lag.“
Hver er þín uppáhalds jólamynd?
„Home alone. Var að horfa á hana með krökkunum í gær og hún er alltaf jafn skemmtileg.“
Hvað borðar þú á aðfangadag?
„Það er mismunandi. Ég eldaði sjálfur í fyrsta skipti í fyrra og henti í wellington steik. Veit ekki hvað ég geri í ár.“
Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár?
„Ég set alltaf leðurhanska á óskalistann því ég týni þeim alltaf þegar líður á árið.“
Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?
„Að standa upp á sviði í Háskólabíó kl. 00:00 á Þorláksmessu.“
Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin?
„Ég er með sýninguna Jülevenner Emmsjé Gauta sem er orðin að jólahefð hjá risa hóp af fólki. Það er uppselt á flest en þó hægt að ná sér í miða á aukasýningar 22. og 23. desember.“
Hægt er að næla sér í miða á Jülevenner Emmsjé Gauta á tix.is.
„Munið að njóta þess að vera í jólafríi. Sjáumst á Jülevenner!“
Emmsjé Gauti gaf út jólaplötuna Það eru komin jül á síðasta ári. Á henni var meðal annars að finna ábreiðu af laginu Hjálpum þeim, þar sem Gauti fékk til liðs við sig stórskotalið úr íslensku tónlistarlífi.