Ítölsku meistararnir fóru illa með gamla þjálfarann sinn | AC Milan áfram á toppnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. desember 2021 21:48 José Mourinho og lærisveinar hans í Roma þurftu að sætta sig við 0-3 tap á heimavelli, en þetta var aðeins í annað sinn á sínum þjálfaraferli sem Mourinho tapar með þremur mörkum. Paolo Bruno/Getty Images Þrír leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. AC Milan hélt toppsætinu með 2-0 sigri gegn botnliði Salernitana, Inter vann öruggan 0-3 útisigur gegn Roma og Atalanta snéri taflinu við gegn Napoli og vann 2-3 útisigur. Franck Kessie og Alexis Saelemaekers skoruðu mörk AC Milan, en staðan var orðin 2-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik. AC Milan er því enn á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki, en Salernitana situr sem fastast á botninum með átta stig. 3️⃣ points: job done! 👊#MilanSalernitana #SempreMilan pic.twitter.com/leWzLOzvTz— AC Milan (@acmilan) December 4, 2021 José Mourinho og lærisveinar hans tóku á móti fyrrum vinnuveitendum þjálfarans er liðið mætti Inter í kvöld. Hakan Calhanoglu kom gestunum yfir á 15. mínútu áður en Edin Dzeko tvöfaldaði forystu Inter tæpum tíu mínútum síðar. Þriðja og seinasta mark leiksins kom svo á 39. mínútu þegar Denzel Dumfries setti boltann í netið. José Mourinho hefur aldrei tgapað með meiri mun á heimavelli á sínum þjálfaraferli. Einu sinni áður hefur hann tapað með þremur mörkum á heimavelli, en það var þegar hann var þjálfari Manchester United og tók á móti Tottenham í ágúst árið 2018. That first @Inter goal feeling... big win in Rome! ⚫🔵 #ForzaInter pic.twitter.com/Mxnv2VqDQD— Denzel Dumfries (@DenzelJMD2) December 4, 2021 Þá vann Atalanta virkilega sterkan 2-3 sigur er liðið heimsótti Napoli í seinasta leik kvöldsins. Ruslan Malinovsky kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, en Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir Napoli stuttu fyrir hálfleik. Dries Mertens kom heimamönnum í 2-1 strax í upphafi seinni hálfleiks, en Merih Demiral og Remo Freuler skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili fyrir Atalanta og tryggðu liðinu sigur, 2-3. Atalanta er nú í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á eftir Napoli sem situr í þriðja sæti. Ítalski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Fleiri fréttir Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Sjá meira
Franck Kessie og Alexis Saelemaekers skoruðu mörk AC Milan, en staðan var orðin 2-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik. AC Milan er því enn á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki, en Salernitana situr sem fastast á botninum með átta stig. 3️⃣ points: job done! 👊#MilanSalernitana #SempreMilan pic.twitter.com/leWzLOzvTz— AC Milan (@acmilan) December 4, 2021 José Mourinho og lærisveinar hans tóku á móti fyrrum vinnuveitendum þjálfarans er liðið mætti Inter í kvöld. Hakan Calhanoglu kom gestunum yfir á 15. mínútu áður en Edin Dzeko tvöfaldaði forystu Inter tæpum tíu mínútum síðar. Þriðja og seinasta mark leiksins kom svo á 39. mínútu þegar Denzel Dumfries setti boltann í netið. José Mourinho hefur aldrei tgapað með meiri mun á heimavelli á sínum þjálfaraferli. Einu sinni áður hefur hann tapað með þremur mörkum á heimavelli, en það var þegar hann var þjálfari Manchester United og tók á móti Tottenham í ágúst árið 2018. That first @Inter goal feeling... big win in Rome! ⚫🔵 #ForzaInter pic.twitter.com/Mxnv2VqDQD— Denzel Dumfries (@DenzelJMD2) December 4, 2021 Þá vann Atalanta virkilega sterkan 2-3 sigur er liðið heimsótti Napoli í seinasta leik kvöldsins. Ruslan Malinovsky kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, en Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir Napoli stuttu fyrir hálfleik. Dries Mertens kom heimamönnum í 2-1 strax í upphafi seinni hálfleiks, en Merih Demiral og Remo Freuler skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili fyrir Atalanta og tryggðu liðinu sigur, 2-3. Atalanta er nú í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á eftir Napoli sem situr í þriðja sæti.
Ítalski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Fleiri fréttir Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Sjá meira