Öruggt hjá Tottenham | Bamford hetja Leeds Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2021 17:00 Heung-Min Son var á skotskónum í dag. Chris Brunskill/Getty Images Tottenham Hotspur vann þægilegan 3-0 sigur á botniliði Norwich City er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá bjargaði Patrick Bamfordstigi fyrir Leeds United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Brentford. Lucas Moura, Davinson Sanchez og Heung-Min Son sáu til þess að Tottenham vann einkar sannfærandi 3-0 sigur á botnliði Norwich City. Bamford hefur verið mikið frá vegna meiðsla á leiktíðinni en tryggði sínum mönnum stig með marki í blálokin er Brentford heimsótti Elland Road. Tyler Roberts kom Leeds yfir og var staðan 1-0 í hálfleik. Shandon Baptiste og Sergi Canos komu gestunum í 2-1 en Bamford steig upp þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og jafnaði metin í 2-2, reyndust það lokatölur leiksins. Tottenham er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig, Brentford er í 11. sæti með 17 stig, Leeds í 14. sæti með 16 stig og Norwich á botninum með 10 stig. Fótbolti Enski boltinn
Tottenham Hotspur vann þægilegan 3-0 sigur á botniliði Norwich City er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá bjargaði Patrick Bamfordstigi fyrir Leeds United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Brentford. Lucas Moura, Davinson Sanchez og Heung-Min Son sáu til þess að Tottenham vann einkar sannfærandi 3-0 sigur á botnliði Norwich City. Bamford hefur verið mikið frá vegna meiðsla á leiktíðinni en tryggði sínum mönnum stig með marki í blálokin er Brentford heimsótti Elland Road. Tyler Roberts kom Leeds yfir og var staðan 1-0 í hálfleik. Shandon Baptiste og Sergi Canos komu gestunum í 2-1 en Bamford steig upp þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og jafnaði metin í 2-2, reyndust það lokatölur leiksins. Tottenham er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig, Brentford er í 11. sæti með 17 stig, Leeds í 14. sæti með 16 stig og Norwich á botninum með 10 stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti