Meistararnir á toppinn eftir öruggan sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. desember 2021 19:38 Bernardo Silva skoraði tvö mörk fyrir City í kvöld. Richard Heathcote/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City lyftu sér upp í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 1-3 sigri gegn Watford í kvöld. Yfirburður City voru algjörir í fyrri hálfleik og Raheem Sterling kom liðinu yfir strax á fjórðu mínútu. Bernardo Silva kom City svo í 0-2 eftir hálftíma leik og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Silva var svo aftur á ferðinni á 63. mínútu þegar hann skoraði eftir stoðsendingu frá Kyle Walker. Juan Hernandez klóraði í bakkann fyrir heimamenn á 74. mínútu, en lokatölur urðu 1-3 sigur Manchester City. Með sigrinum lyfti City sér upp í efsta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 15 leiki. Watford situr hins vegar í 17. sæti deildarinnar með 13 stig. Fótbolti Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City lyftu sér upp í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 1-3 sigri gegn Watford í kvöld. Yfirburður City voru algjörir í fyrri hálfleik og Raheem Sterling kom liðinu yfir strax á fjórðu mínútu. Bernardo Silva kom City svo í 0-2 eftir hálftíma leik og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Silva var svo aftur á ferðinni á 63. mínútu þegar hann skoraði eftir stoðsendingu frá Kyle Walker. Juan Hernandez klóraði í bakkann fyrir heimamenn á 74. mínútu, en lokatölur urðu 1-3 sigur Manchester City. Með sigrinum lyfti City sér upp í efsta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 15 leiki. Watford situr hins vegar í 17. sæti deildarinnar með 13 stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti