Origi hetja Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 16:55 Liverpool fagnar sigurmarki dagsins. Laurence Griffiths/Getty Images Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. Besta færi leiksins fékk Diogo Jota eftir glórulaust úthlaup José Sá, markvarðar Wolves. Jota óð með boltann inn í markteig áður en hann gjörsamlega þrumaði honum í Conor Coady sem stóð á marklínunni. Varamaðurinn Divock Origi fékk hins vegar sendingu frá Mo Salah í blálokin á uppbótartíma leiksins, Origi náði einhvern veginn að snúa þrátt fyrir að fá boltann með bakið í markið og koma knettinum í kjölfarið í netið. 90+4' - YES, YES, YES, YES!!!! Salah does brilliantly to cut the ball back and Origi takes a touch before firing low past Sa. What a moment![0-1]#WOLLIV https://t.co/tKhLSXDiV4— Liverpool FC (@LFC) December 4, 2021 Reyndist þetta eina mark leiksins og Liverpool vinnur því dramatískan 1-0 sigur. Enski boltinn Fótbolti
Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. Besta færi leiksins fékk Diogo Jota eftir glórulaust úthlaup José Sá, markvarðar Wolves. Jota óð með boltann inn í markteig áður en hann gjörsamlega þrumaði honum í Conor Coady sem stóð á marklínunni. Varamaðurinn Divock Origi fékk hins vegar sendingu frá Mo Salah í blálokin á uppbótartíma leiksins, Origi náði einhvern veginn að snúa þrátt fyrir að fá boltann með bakið í markið og koma knettinum í kjölfarið í netið. 90+4' - YES, YES, YES, YES!!!! Salah does brilliantly to cut the ball back and Origi takes a touch before firing low past Sa. What a moment![0-1]#WOLLIV https://t.co/tKhLSXDiV4— Liverpool FC (@LFC) December 4, 2021 Reyndist þetta eina mark leiksins og Liverpool vinnur því dramatískan 1-0 sigur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti