Ótrúlegt mark Masuaku tryggði West Ham sigur á toppliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 14:30 Leikmenn West Ham fagna sigurmarki dagsins. Adam Davy/Getty Images West Ham United gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Chelsea 3-2 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Annað skiptið á stuttum tíma sem West Ham vinnur heimaleik 3-2 gegn liði sem ætlar sér enska meistaratitilinn. Leikurinn var jafn framan af þó Chelsea væri mun meira með boltann. Þegar tæpur hálftími var liðin kom Thiago Silva gestunum yfir. Hann sveif manna hæst í teig West Ham eftir hornspyrnu Mason Mount og stangaði knöttinn í netið. Adam var þó ekki lengi í paradís en rúmlega tíu mínútum síðar átti Jorginho slaka sendingu til baka. Edouard Mendy lenti í allskyns veseni og endaði á að skriðtækla Jarrod Bowen innan vítateigs, vítaspyrna niðurstaðan. 48% - 48% of Manuel Lanzini s 23 goals in the Premier League have been scored in London derbies, the highest such ratio by any player with 20+ goals in the competition s history (11 of 23). Familiar.— OptaJoe (@OptaJoe) December 4, 2021 Manuel Lanzini fór á punktinn og skoraði af öryggi svo ekki sé meira sagt. Staðan orðin 1-1 og stefndi í að hún yrði enn þannig er flautað yrði til loks fyrri hálfleiks. Mount var þó ekki sammála því en hann smellhitti boltann á lofti eftir fyrirgjöf Hakim Ziyech á 44. mínútu og kom Chelsea 2-1 yfir. Łukasz Fabiański átti aldrei möguleika í marki West Ham. Gestirnir því marki yfir í hálfleik. Mason Mount kemur Chelsea 2-1 yfir.Darren Walsh/Getty Images Bæði lið urðu fyrir áfalli undir lok fyrri hálfleik en Ben Johnson fór meiddur af velli hjá West Ham á meðan Kai Havertz meiddist hjá Chelsea. Þeirra í stað komu Arthur Masuaku og Romelu Lukaku inn af bekknum. Annar þeirra átti eftir að láta að sér kveða. Jarrod Bowen jafnaði metin með góðu vinstri fótar skoti á 56. mínútu. Chelsea gekk þá illa að losa boltann eftir að Tomáš Souček lyfti honum inn á Michail Antonio. Þaðan hrökk boltinn fyrir fætur Vladimír Coufal sem potaði honum á Bowen sem lagði hann snyrtilega í netið. Er þetta í aðeins þriðja sinn sem Chelsea fær á sig meira en eitt mark í leik undir stjórn Thomas Tuchel. 3 Chelsea have conceded more than once in a game in all competitions for only the third time in 53 matches under Thomas Tuchel (also vs WBA and Aston Villa). Leveller.— OptaJoe (@OptaJoe) December 4, 2021 Bowen var nálægt því að koma West Ham yfir þegar hann henti sér á fyrirgjöf Antonio en allt kom fyrir ekki, boltinn skoppaði framhjá marki Mendy. Masuaku lenti ekki í sömu vandræðum þegar hann skoraði eitt af mörkum tímabilsins undir lok leiks. Hann tók þá innkast hratt ofarlega vinstra megin, Antonio skallaði boltann fyrir fætur Masuaku sem ógnaði fyrirgjöf en tók á endanum að því virðist skot sem flaug í líka þessum undarlega boga og hafnaði í nærhorni á marki Mendy. Eflaust má deila um hvort boltinn hafi breytt um stefnu af Ruben Loftus-Cheek en Masuaku sem og bæði leikmönnum og stuðningsfólki West Ham gat ekki verið meira saman. Staðan orðin 3-2 heimamönnum í vil og reyndust það lokatölur. Skot (fyrirgjöf?) Masuaku söng í netinu.Adam Davy/Getty Images West Ham er sem fyrr í 4. sæti, nú með 27 stig eftir 15 leiki. Chelsea er á toppnum með 33 stig en bæði Manchester City og Liverpool geta farið upp í toppsætið með sigrum. Fótbolti Enski boltinn
West Ham United gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Chelsea 3-2 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Annað skiptið á stuttum tíma sem West Ham vinnur heimaleik 3-2 gegn liði sem ætlar sér enska meistaratitilinn. Leikurinn var jafn framan af þó Chelsea væri mun meira með boltann. Þegar tæpur hálftími var liðin kom Thiago Silva gestunum yfir. Hann sveif manna hæst í teig West Ham eftir hornspyrnu Mason Mount og stangaði knöttinn í netið. Adam var þó ekki lengi í paradís en rúmlega tíu mínútum síðar átti Jorginho slaka sendingu til baka. Edouard Mendy lenti í allskyns veseni og endaði á að skriðtækla Jarrod Bowen innan vítateigs, vítaspyrna niðurstaðan. 48% - 48% of Manuel Lanzini s 23 goals in the Premier League have been scored in London derbies, the highest such ratio by any player with 20+ goals in the competition s history (11 of 23). Familiar.— OptaJoe (@OptaJoe) December 4, 2021 Manuel Lanzini fór á punktinn og skoraði af öryggi svo ekki sé meira sagt. Staðan orðin 1-1 og stefndi í að hún yrði enn þannig er flautað yrði til loks fyrri hálfleiks. Mount var þó ekki sammála því en hann smellhitti boltann á lofti eftir fyrirgjöf Hakim Ziyech á 44. mínútu og kom Chelsea 2-1 yfir. Łukasz Fabiański átti aldrei möguleika í marki West Ham. Gestirnir því marki yfir í hálfleik. Mason Mount kemur Chelsea 2-1 yfir.Darren Walsh/Getty Images Bæði lið urðu fyrir áfalli undir lok fyrri hálfleik en Ben Johnson fór meiddur af velli hjá West Ham á meðan Kai Havertz meiddist hjá Chelsea. Þeirra í stað komu Arthur Masuaku og Romelu Lukaku inn af bekknum. Annar þeirra átti eftir að láta að sér kveða. Jarrod Bowen jafnaði metin með góðu vinstri fótar skoti á 56. mínútu. Chelsea gekk þá illa að losa boltann eftir að Tomáš Souček lyfti honum inn á Michail Antonio. Þaðan hrökk boltinn fyrir fætur Vladimír Coufal sem potaði honum á Bowen sem lagði hann snyrtilega í netið. Er þetta í aðeins þriðja sinn sem Chelsea fær á sig meira en eitt mark í leik undir stjórn Thomas Tuchel. 3 Chelsea have conceded more than once in a game in all competitions for only the third time in 53 matches under Thomas Tuchel (also vs WBA and Aston Villa). Leveller.— OptaJoe (@OptaJoe) December 4, 2021 Bowen var nálægt því að koma West Ham yfir þegar hann henti sér á fyrirgjöf Antonio en allt kom fyrir ekki, boltinn skoppaði framhjá marki Mendy. Masuaku lenti ekki í sömu vandræðum þegar hann skoraði eitt af mörkum tímabilsins undir lok leiks. Hann tók þá innkast hratt ofarlega vinstra megin, Antonio skallaði boltann fyrir fætur Masuaku sem ógnaði fyrirgjöf en tók á endanum að því virðist skot sem flaug í líka þessum undarlega boga og hafnaði í nærhorni á marki Mendy. Eflaust má deila um hvort boltinn hafi breytt um stefnu af Ruben Loftus-Cheek en Masuaku sem og bæði leikmönnum og stuðningsfólki West Ham gat ekki verið meira saman. Staðan orðin 3-2 heimamönnum í vil og reyndust það lokatölur. Skot (fyrirgjöf?) Masuaku söng í netinu.Adam Davy/Getty Images West Ham er sem fyrr í 4. sæti, nú með 27 stig eftir 15 leiki. Chelsea er á toppnum með 33 stig en bæði Manchester City og Liverpool geta farið upp í toppsætið með sigrum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti