Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2021 20:00 Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir vegna gruns um að hafa reynt að smygla til landsins miklu magni af metamfetamíni og yfir sex þúsund töflum af hörðum ópíóðum. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn ópíóða gangi kaupum og sölum á svörtum markaði en notkun þessara lyfja hefur sjaldan verið meiri en nú, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis hjá Vogi. „Það er búið að vera ópíóðafaraldur í kringum okkur, í Bandaríkjunum til dæmis. Þar eru gríðarlega mörg dauðsföll á hverju ári. Við sjáum það líka hjá okkur að þetta hefur verið stigvaxandi allt frá árinu 2010. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt en þetta er mjög hættuleg neysla, banvæn,” segir Valgerður. „Þetta er orðinn mjög stór hópur hjá okkur. Á þessu ári hafa 250 manns komið í viðtal til okkar vegna viðhaldsmeðferðar, sem er lífsbjargandi meðferð.” Mest er notkunin á Contalgini og Oxycontin, sem eru lyfsseðilsskyld lyf og er notað við mjög miklum verkjum Valgerður segir að neysla ópíóða hafi aukist mikið í heimsfaraldrinum, en að á sama tíma hafi dregið úr notkun á kókaíni og amfetamíni. Færri samkomur sé líklegasta skýringin á því. Engu að síður sé nú gríðarlegt álag á sjúkrahúsið. „Þetta er mjög alvarleg fíkn og hún fer vaxandi á Íslandi. Við þurfum að gefa því fullan gaum. Meðferðin hjá okkur er bæði skaðaminnkandi og er líka til bata frá allri neyslu. Við sinnum því alla leið en höfum ekki fengið það bolmagn sem við þurfum til þess. Þetta er mest megnis ungt fólk og það er gríðarlega mikilvægt að sinna þessu vel,” segir Valgerður og tekur fram að þrátt fyrir mikla aðsókn sé engum vísað frá. Fíkn Lyf Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir vegna gruns um að hafa reynt að smygla til landsins miklu magni af metamfetamíni og yfir sex þúsund töflum af hörðum ópíóðum. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn ópíóða gangi kaupum og sölum á svörtum markaði en notkun þessara lyfja hefur sjaldan verið meiri en nú, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis hjá Vogi. „Það er búið að vera ópíóðafaraldur í kringum okkur, í Bandaríkjunum til dæmis. Þar eru gríðarlega mörg dauðsföll á hverju ári. Við sjáum það líka hjá okkur að þetta hefur verið stigvaxandi allt frá árinu 2010. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt en þetta er mjög hættuleg neysla, banvæn,” segir Valgerður. „Þetta er orðinn mjög stór hópur hjá okkur. Á þessu ári hafa 250 manns komið í viðtal til okkar vegna viðhaldsmeðferðar, sem er lífsbjargandi meðferð.” Mest er notkunin á Contalgini og Oxycontin, sem eru lyfsseðilsskyld lyf og er notað við mjög miklum verkjum Valgerður segir að neysla ópíóða hafi aukist mikið í heimsfaraldrinum, en að á sama tíma hafi dregið úr notkun á kókaíni og amfetamíni. Færri samkomur sé líklegasta skýringin á því. Engu að síður sé nú gríðarlegt álag á sjúkrahúsið. „Þetta er mjög alvarleg fíkn og hún fer vaxandi á Íslandi. Við þurfum að gefa því fullan gaum. Meðferðin hjá okkur er bæði skaðaminnkandi og er líka til bata frá allri neyslu. Við sinnum því alla leið en höfum ekki fengið það bolmagn sem við þurfum til þess. Þetta er mest megnis ungt fólk og það er gríðarlega mikilvægt að sinna þessu vel,” segir Valgerður og tekur fram að þrátt fyrir mikla aðsókn sé engum vísað frá.
Fíkn Lyf Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira