Benítez hangir á bláþræði fyrir enn einn Liverpool-slag sinn Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2021 16:31 Rafael Benítez er með Everton í brattri brekku. Getty/Robbie Jay Barratt Rafael Benítez er sá knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni sem veðbankar telja líklegastan til að missa starfið sitt. Liverpoolslagurinn í kvöld er því sennilega sá mikilvægasti af mörgum sem Spánverjinn hefur tekið þátt í. Þegar Benítez stýrði Liverpool á sínum tíma tók hann 14 sinnum þátt í Merseyside-slag, eins og leikir Liverpool og Everton eru kallaðir í Bretlandi. Það hefur ekki gerst síðan árið 1894, fyrir meira en öld síðan, að knattspyrnustjóri upplifi það að hafa stýrt báðum þessum liðum í uppgjöri grannanna. Það er hins vegar lítil ástæða til bjartsýni fyrir Benítez og hans menn í kvöld. Everton hefur ekki unnið leik síðan í september og aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum sínum. Eftir 1-0 tapið gegn Brentford um helgina hefur Everton auk þess leikið þrjá leiki í röð án þess að skora eitt einasta mark. Everton er komið niður í 14. sæti, með aðeins 15 stig eftir 13 leiki, víðs fjarri Liverpool sem hefur aðeins tapað einum deildarleik síðan í mars. Án Gylfa, Calvert-Lewin og Richarlison Það hefur sem sagt nánast allt gengið á afturfótunum hjá Benítez, sem tók við Everton í sumar. Liðið hóf reyndar leiktíðina frábærlega og náði í 10 af fyrstu 12 mögulegum stigum en svo hrökk allt í baklás. Auðvitað hjálpar ekki til að Everton missti Gylfa Þór Sigurðsson óvænt út fyrir tímabilið vegna lögreglumáls sem enn er til rannsóknar. Þá hafa lykilmenn á borð við Yerry Mina, Abdoulaye Doucoure, Dominic Calvert-Lewin og Richarlison glímt við meiðsli. Pressan er engu að síður mikil á Benítez en hann gæti minnkað hana með góðum úrslitum gegn sínu gamla liði í kvöld. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Þegar Benítez stýrði Liverpool á sínum tíma tók hann 14 sinnum þátt í Merseyside-slag, eins og leikir Liverpool og Everton eru kallaðir í Bretlandi. Það hefur ekki gerst síðan árið 1894, fyrir meira en öld síðan, að knattspyrnustjóri upplifi það að hafa stýrt báðum þessum liðum í uppgjöri grannanna. Það er hins vegar lítil ástæða til bjartsýni fyrir Benítez og hans menn í kvöld. Everton hefur ekki unnið leik síðan í september og aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum sínum. Eftir 1-0 tapið gegn Brentford um helgina hefur Everton auk þess leikið þrjá leiki í röð án þess að skora eitt einasta mark. Everton er komið niður í 14. sæti, með aðeins 15 stig eftir 13 leiki, víðs fjarri Liverpool sem hefur aðeins tapað einum deildarleik síðan í mars. Án Gylfa, Calvert-Lewin og Richarlison Það hefur sem sagt nánast allt gengið á afturfótunum hjá Benítez, sem tók við Everton í sumar. Liðið hóf reyndar leiktíðina frábærlega og náði í 10 af fyrstu 12 mögulegum stigum en svo hrökk allt í baklás. Auðvitað hjálpar ekki til að Everton missti Gylfa Þór Sigurðsson óvænt út fyrir tímabilið vegna lögreglumáls sem enn er til rannsóknar. Þá hafa lykilmenn á borð við Yerry Mina, Abdoulaye Doucoure, Dominic Calvert-Lewin og Richarlison glímt við meiðsli. Pressan er engu að síður mikil á Benítez en hann gæti minnkað hana með góðum úrslitum gegn sínu gamla liði í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira