Spennandi viðburðir í splunkunýrri hönnunarverslun RVK Design 6. desember 2021 12:39 Svava Rut markaðsstjóri lífsstílsverslunarinnar Reykjavík Design segir fallegar hönnunarvörur smellpassa í jólapakkann. Vilhelm Vínsmökkun og fróðleikur um mat og drykk verður meðal viðburða í nýrri lífsstílsverslun. „Við erum með sérstakt viðburðarými í nýju versluninni þar sem verða haldnar skemmtilegar uppákomur í samstarfi við innlenda aðila. Við verðum til dæmis með vínsmökkun og ostasmökkun en það sem gerir þessa viðburði einstaklega skemmtilega er að viðskiptavinum gefst meðal annars tækifæri til að prufukeyra vínglösin okkar og borðbúnað, ásamt því að fræðast um mat og drykk. Í samstarfi við íslenska hönnuði og listamenn verða einnig haldnar myndlistasýningar og vörukynningar í verslun okkar“ segir Svava Rut, markaðsstjóri Reykjavík Design en þau hafa opnað nýja og glæsilega hönnunar- og gjafavöruverslun í Síðumúla 21 (gengið inn um Selmúla). Verslunin hefur verið starfrækt í um fimm ár en er nú loksins komin í draumahúsnæðið. Svava Rut segir vöruúrvalið af hönnunar- og gjafavörum hafa stóraukist en að falleg hönnun verði vinsæl undir jólatréð í ár. „Múmín jólakúlurnar, körfurnar og kertin hafa verið mjög vinsæl í jólapakkann. Vörurnar frá Hekla Íslandi eru líka í miklu uppáhaldi hjá viðskiptavinum okkar, þá sérstaklega viðarskúlptúrarnir og ofnhanskarnir. Við leggjum mikið upp úr hágæða hönnunarvörum, t.d. kristalsvörum. Zalto vínglös eru þar í fremsta flokki en þau eru handblásin úr blýlausum kristal. Glösin eru afar falleg og hafa unnið verðlaunin „Unimprovable Award“ sem þýðir í raun að hönnunin gæti ekki verið betri en hún er. Í verslun okkar eru einnig tékkneskar kristalsvörur í hæsta gæðaflokki frá Rückl, en við erum þau einu hér á landi með þær vörur að því er ég best ég veit,“ segir Svava Rut. Þá erum við með glæsilegan borðbúnað frá Stonemade sem er handunninn úr náttúrulegum kalksteini og marmara, en það sem gerir Stonemade einstakt er að vörurnar hafa aldrei verið glerjaðar, það er að segja efninu hefur aldrei verið lokað á neinn hátt líkt og venja er. 100% náttúruleg vara þar sem fegurð steinsins fær að njóta sín. Eins og ég nefndi þá hefur vöruúrvalið okkar stóraukist og við erum virkilega spennt að sýna þær í versluninni. Við erum að taka inn fleiri danskar hönnunarvörur, vönduð húsgögn frá þýskalandi og loftljós frá belgískum hönnuðum. Einnig eru skandinavískar sælkeravörur á leiðinni til okkar sem hafa ekki sést hér á landi,“ útskýrir Svava. Vilhelm Íslensk hönnun skipar veigamikinn sess í versluninni og auk Hekla Íslandi eru vörur frá HER Design að finna í hillum Reykjavík Design og einnig vörur frá IHANNA, Bybibi, Lumo Casa og FORMER. „Við leggjum mikið upp úr því að koma íslenskri hönnun á framfæri og hvetjum íslenska hönnuði til að setja sig í samband við okkur“ segir Svava Rut. Vilhelm Jól Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
„Við erum með sérstakt viðburðarými í nýju versluninni þar sem verða haldnar skemmtilegar uppákomur í samstarfi við innlenda aðila. Við verðum til dæmis með vínsmökkun og ostasmökkun en það sem gerir þessa viðburði einstaklega skemmtilega er að viðskiptavinum gefst meðal annars tækifæri til að prufukeyra vínglösin okkar og borðbúnað, ásamt því að fræðast um mat og drykk. Í samstarfi við íslenska hönnuði og listamenn verða einnig haldnar myndlistasýningar og vörukynningar í verslun okkar“ segir Svava Rut, markaðsstjóri Reykjavík Design en þau hafa opnað nýja og glæsilega hönnunar- og gjafavöruverslun í Síðumúla 21 (gengið inn um Selmúla). Verslunin hefur verið starfrækt í um fimm ár en er nú loksins komin í draumahúsnæðið. Svava Rut segir vöruúrvalið af hönnunar- og gjafavörum hafa stóraukist en að falleg hönnun verði vinsæl undir jólatréð í ár. „Múmín jólakúlurnar, körfurnar og kertin hafa verið mjög vinsæl í jólapakkann. Vörurnar frá Hekla Íslandi eru líka í miklu uppáhaldi hjá viðskiptavinum okkar, þá sérstaklega viðarskúlptúrarnir og ofnhanskarnir. Við leggjum mikið upp úr hágæða hönnunarvörum, t.d. kristalsvörum. Zalto vínglös eru þar í fremsta flokki en þau eru handblásin úr blýlausum kristal. Glösin eru afar falleg og hafa unnið verðlaunin „Unimprovable Award“ sem þýðir í raun að hönnunin gæti ekki verið betri en hún er. Í verslun okkar eru einnig tékkneskar kristalsvörur í hæsta gæðaflokki frá Rückl, en við erum þau einu hér á landi með þær vörur að því er ég best ég veit,“ segir Svava Rut. Þá erum við með glæsilegan borðbúnað frá Stonemade sem er handunninn úr náttúrulegum kalksteini og marmara, en það sem gerir Stonemade einstakt er að vörurnar hafa aldrei verið glerjaðar, það er að segja efninu hefur aldrei verið lokað á neinn hátt líkt og venja er. 100% náttúruleg vara þar sem fegurð steinsins fær að njóta sín. Eins og ég nefndi þá hefur vöruúrvalið okkar stóraukist og við erum virkilega spennt að sýna þær í versluninni. Við erum að taka inn fleiri danskar hönnunarvörur, vönduð húsgögn frá þýskalandi og loftljós frá belgískum hönnuðum. Einnig eru skandinavískar sælkeravörur á leiðinni til okkar sem hafa ekki sést hér á landi,“ útskýrir Svava. Vilhelm Íslensk hönnun skipar veigamikinn sess í versluninni og auk Hekla Íslandi eru vörur frá HER Design að finna í hillum Reykjavík Design og einnig vörur frá IHANNA, Bybibi, Lumo Casa og FORMER. „Við leggjum mikið upp úr því að koma íslenskri hönnun á framfæri og hvetjum íslenska hönnuði til að setja sig í samband við okkur“ segir Svava Rut. Vilhelm
Jól Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira