Stuðningsmenn Man. United ætla að hylla Solskjær á Arsenal leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 13:31 Ole Gunnar Solskjær brosir fyrir síðasta leik sinn sem stjóri Manchester United sem var á móti Watford á Vicarage Road 20. nóvember síðastliðinn. Getty/Charlie Crowhurst Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United á dögunum en það breytir því þó ekki að stuðningsmenn félagsins vilja heiðra þessa goðsögn hjá félaginu. Manchester United spilar á móti Arsenal á Old Trafford á morgun en það verður fyrsti heimaleikur félagsins síðan að Solskjær þurfti að taka pokann sinn. Man United fans are planning a tribute to sacked manager Ole Gunnar Solskjaer ahead of their game against Arsenal, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/kVKZi3ahHo— ESPN UK (@ESPNUK) November 30, 2021 Stuðningsmenn United ætla að nota tækifærið og hylla Solskjær með því að vígja nýjan risastóran Solskjær fána í Stretford End stúkunni. Með því er ætlunin að þakka honum fyrir sitt framlag en Norðmaðurinn kvaddi félagið með tárin í augunum í síðustu viku. Manchester United er búið að ráða Þjóðverjann Ralf Rangnick sem stjóra liðsins en þar sem hann er ekki kominn með atvinnuleyfi mun Michael Carrick stýra liðinu í þriðja leiknum í röð. Solskjær þurfti að taka pokann sinn eftir 4-1 tap á móti Watford en hann var stjóri félagsins í næstum því þrjú ár. Það eru ekki allir sáttir með þetta hjá stuðningsmönnunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Sickening, saccharine tosh! You have just wasted three years of your lives treading water. Celebrating mediocrity shouldn t be what Man United fans are about. Simon Jordan blasts the plans by #MUFC fans to pay tribute to Solskjaer with a banner at Old Trafford. pic.twitter.com/rtx2eJatVR— talkSPORT (@talkSPORT) November 30, 2021 Undir hans stjórn vann United enga titla en endaði í öðru sæti bæði í ensku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Liðið tapaði sjö af síðustu þrettán leikjum hans sem stjóra. Hinn 48 ára gamli Solskjær er mikil goðsögn hjá félaginu eftir ellefu ár sín sem leikmaður félagsins frá 1996 til 2007. Ole Gunnar vann sex meistaratitla og skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999 sem um leið innsiglaði þrennuna. "I'm so honoured and privileged to have been trusted to take the club forward." "The fans have been amazing. From day one at Cardiff until the last one now." Ole Gunnar Solskjær with an emotional farewell to the @ManUtd fans. pic.twitter.com/33VKLB6VNv— SPORF (@Sporf) November 21, 2021 Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Manchester United spilar á móti Arsenal á Old Trafford á morgun en það verður fyrsti heimaleikur félagsins síðan að Solskjær þurfti að taka pokann sinn. Man United fans are planning a tribute to sacked manager Ole Gunnar Solskjaer ahead of their game against Arsenal, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/kVKZi3ahHo— ESPN UK (@ESPNUK) November 30, 2021 Stuðningsmenn United ætla að nota tækifærið og hylla Solskjær með því að vígja nýjan risastóran Solskjær fána í Stretford End stúkunni. Með því er ætlunin að þakka honum fyrir sitt framlag en Norðmaðurinn kvaddi félagið með tárin í augunum í síðustu viku. Manchester United er búið að ráða Þjóðverjann Ralf Rangnick sem stjóra liðsins en þar sem hann er ekki kominn með atvinnuleyfi mun Michael Carrick stýra liðinu í þriðja leiknum í röð. Solskjær þurfti að taka pokann sinn eftir 4-1 tap á móti Watford en hann var stjóri félagsins í næstum því þrjú ár. Það eru ekki allir sáttir með þetta hjá stuðningsmönnunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Sickening, saccharine tosh! You have just wasted three years of your lives treading water. Celebrating mediocrity shouldn t be what Man United fans are about. Simon Jordan blasts the plans by #MUFC fans to pay tribute to Solskjaer with a banner at Old Trafford. pic.twitter.com/rtx2eJatVR— talkSPORT (@talkSPORT) November 30, 2021 Undir hans stjórn vann United enga titla en endaði í öðru sæti bæði í ensku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Liðið tapaði sjö af síðustu þrettán leikjum hans sem stjóra. Hinn 48 ára gamli Solskjær er mikil goðsögn hjá félaginu eftir ellefu ár sín sem leikmaður félagsins frá 1996 til 2007. Ole Gunnar vann sex meistaratitla og skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999 sem um leið innsiglaði þrennuna. "I'm so honoured and privileged to have been trusted to take the club forward." "The fans have been amazing. From day one at Cardiff until the last one now." Ole Gunnar Solskjær with an emotional farewell to the @ManUtd fans. pic.twitter.com/33VKLB6VNv— SPORF (@Sporf) November 21, 2021
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira