Pukki kom í veg fyrir fyrsta sigur tíu leikmanna Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2021 21:26 Teemu Pukki skoraði fallegt mark fyrir Norwich í kvöld. Ian MacNicol/Getty Images Tíu leikmenn Newcastle voru hársbreidd frá því að sæka fyrsta sigur liðsins á tímabilinu er liðið tók á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Teemu Pukki sá þó til þess að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli með fallegu marki undir lok leiks. Það er ekki hægt að segja að heimamenn í Newcastle hafi átt fraumabyrjun í kvöld, en strax á níundu mínútu leiksins fékk Ciaran Clark að líta beint rautt spjald fyrir að rífa aftan í Teemu Pukki sem var við það að sleppa einn í gegn. Newcastle-liðið þurfti þvú að spila seinustu 80 mínútur leiksins manni færri, en gestunum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn í fyrri hálfleik og staðan var enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni færri voru heimamenn í Newcastle hættulegri í sínum aðgerðum í upphafi seinni hálfleiks. Það skilaði sér loksins eftir um klukktíma leik þegar Federico Fernandez sakallaði hornspyrnu Jonjo Shelvey í átt að marki, en boltinn fór í höndina á Billy Gilmour og vítaspyrna dæmd. Callum Wilson fór á punktinn og skoraði framhjá Tim Krul í markinu. Það verður seint sagt að hann hafi skorað af öryggi því Krul varði boltann upp í þverslánna og þaðan inn. Eftir markið efldust gestirnir í Norwich og Finnski framherjinn Teemu Pukki jafnaði loksins metin þegar um tíu mínútur voru til leiksloka með fallegu skoti upp í samskeytin. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og Newcastle þarf enn að bíða eftir fyrsta sigri tímabilsins. Liðið situr á botni deildarinnar með sjö stig eftir 14 leiki, þremur stigum á eftir Norewich sem situr í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo sagður fá 143 milljónir í laun á dag Fótbolti „Ef það verður ekki ég þá verður það bara einhver önnur“ Sport Var uppi í áhorfendastúku þegar nafn hans var kallað upp í nýliðavali NBA Körfubolti Færeyingar í undanúrslitin á HM og gætu mætt Dönum í úrslitaleiknum Handbolti „Ég sé Messi ekki missa af HM 2026“ Fótbolti Nýr liðsfélagi Íslendinganna hjá HamKam æfði undir fölsku nafni Fótbolti Elísabet stýrði Belgum til sigurs í generalprufunni fyrir EM Fótbolti Sjáðu Íslandsmetin falla og fagnaðarlætin í lauginni Sport Gæti orðið dýrastur í sögu KR Íslenski boltinn Norsk handboltastjarna með krabbamein Handbolti Fleiri fréttir Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Garnacho vill vera áfram á Englandi Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Atlético hætt við Hernandez og sýnir Robertson áhuga Milner spilar til fertugs í von um að slá leikjametið Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Sjá meira
Það er ekki hægt að segja að heimamenn í Newcastle hafi átt fraumabyrjun í kvöld, en strax á níundu mínútu leiksins fékk Ciaran Clark að líta beint rautt spjald fyrir að rífa aftan í Teemu Pukki sem var við það að sleppa einn í gegn. Newcastle-liðið þurfti þvú að spila seinustu 80 mínútur leiksins manni færri, en gestunum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn í fyrri hálfleik og staðan var enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni færri voru heimamenn í Newcastle hættulegri í sínum aðgerðum í upphafi seinni hálfleiks. Það skilaði sér loksins eftir um klukktíma leik þegar Federico Fernandez sakallaði hornspyrnu Jonjo Shelvey í átt að marki, en boltinn fór í höndina á Billy Gilmour og vítaspyrna dæmd. Callum Wilson fór á punktinn og skoraði framhjá Tim Krul í markinu. Það verður seint sagt að hann hafi skorað af öryggi því Krul varði boltann upp í þverslánna og þaðan inn. Eftir markið efldust gestirnir í Norwich og Finnski framherjinn Teemu Pukki jafnaði loksins metin þegar um tíu mínútur voru til leiksloka með fallegu skoti upp í samskeytin. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og Newcastle þarf enn að bíða eftir fyrsta sigri tímabilsins. Liðið situr á botni deildarinnar með sjö stig eftir 14 leiki, þremur stigum á eftir Norewich sem situr í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo sagður fá 143 milljónir í laun á dag Fótbolti „Ef það verður ekki ég þá verður það bara einhver önnur“ Sport Var uppi í áhorfendastúku þegar nafn hans var kallað upp í nýliðavali NBA Körfubolti Færeyingar í undanúrslitin á HM og gætu mætt Dönum í úrslitaleiknum Handbolti „Ég sé Messi ekki missa af HM 2026“ Fótbolti Nýr liðsfélagi Íslendinganna hjá HamKam æfði undir fölsku nafni Fótbolti Elísabet stýrði Belgum til sigurs í generalprufunni fyrir EM Fótbolti Sjáðu Íslandsmetin falla og fagnaðarlætin í lauginni Sport Gæti orðið dýrastur í sögu KR Íslenski boltinn Norsk handboltastjarna með krabbamein Handbolti Fleiri fréttir Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Garnacho vill vera áfram á Englandi Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Atlético hætt við Hernandez og sýnir Robertson áhuga Milner spilar til fertugs í von um að slá leikjametið Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Sjá meira