Báðum fyrirtækjum boðið að tala á ráðstefnunni sem fulltrúar fyrirtækja sem talin eru eiga möguleika á miklum vexti á næstu árum.
Guðmundur Hafsteinsson, stofnandi og forstjóri Fractal 5, og Guðmundur Kristjánsson, stofnandi og forstjóri Lucinity, veittu gestum innsýn í hvað þeir munu fjalla um í erindum sínum á ráðstefnunni.
Lausn Fractal 5 felur í sér tækni til að auðvelda fólki að eiga í samskiptum við einstaklinga og hópa sem það vill rækta samband við. Lucinity hefur hannað varnarkerfi fyrir fjármálafyrirtæki sem byggir á hjálpargeind og tryggir skilvirkari afgreiðslu peningaþvættismála.
Þá sagði Jarþrúður Ásmundsdóttir frá Íslandsstofu stuttlega frá Slush og þeim viðburðum sem Íslandsstofa stendur fyrir í tengslum við ráðstefnuna.






Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.