Norðurlandameistarar í karate Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. nóvember 2021 23:00 Öflugur hópur Karatesamband Íslands Landslið Íslands í karate sótti tvo Norðurlandameistaratitla og fern önnur verðlaun á Norðurlandamótinu sem fram fór í Stavanger í Noregi um helgina. Hugi Halldórsson varð Norðurlandameistari í kumite 16–17 ára pilta, -76 kg flokki. Í fyrstu umferð mætti hann Ragnari Audse frá Eistlandi og vann hann örugglega, 4–0. Í undanúrslitum barðist Hugi við Lettann Aleksandars Obernihins. Eftir snarpa og skemmtilega viðureign bar hann sigur úr býtum, 5–4, og tryggði sér sæti í úrslitum. Þar mætti hann öðrum eistneskum landsliðsmanni, Karl Erik Meltsas. Ekki hafði hann roð við Huga frekar en landi sinn. Lokatölur urðu 4–0 og Norðurlandameistaratitill í höfn. Um er að ræða fyrstu gullverðlaun Íslands í einstaklingskeppni síðan árið 2010 og aðeins þriðja skiptið í sögunni sem Íslendingur vinnur gull í einstaklingsgrein. Kvennasveit Íslands í hópkata átti gott mót og stóð að lokum uppi með gullið. Þær unnu öruggan sigur á liði Finna í úrslitum. Liðið skipa þær Freyja Stígsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir McClure og Kristrún Bára Guðjónsdóttir. Ísland hefur einu sinni áður unnið Norðurlandameistaratitil í liðakeppni eða árið 2012. Karlalið Íslands í hópkata varð svo aðeins 0,06 stigum (af 30 mögulegum) frá því að bæta þriðja gullinu í safnið. Liðið, skipað Huga Halldórssyni, Birni Breka Halldórssyni og Nökkva Benediktssyni, hlaut 22,8 stig fyrir framkvæmd sína á kata Kururunfa gegn 22,86 stigum Norðmanna í úrslitum og stóð uppi með silfur. Þrír ungir og efnilegir keppendur í kumite unnu einnig bronsverðlaun í sínum flokkum, þau Alexander Rósant Harðarson í 14–15 ára flokki -63 kg, Davíð Steinn Einarsson í 14–15 ára flokki -57 kg og Ronja Halldórsdóttir í 16–17 ára flokki -59 kg. Karate Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Hugi Halldórsson varð Norðurlandameistari í kumite 16–17 ára pilta, -76 kg flokki. Í fyrstu umferð mætti hann Ragnari Audse frá Eistlandi og vann hann örugglega, 4–0. Í undanúrslitum barðist Hugi við Lettann Aleksandars Obernihins. Eftir snarpa og skemmtilega viðureign bar hann sigur úr býtum, 5–4, og tryggði sér sæti í úrslitum. Þar mætti hann öðrum eistneskum landsliðsmanni, Karl Erik Meltsas. Ekki hafði hann roð við Huga frekar en landi sinn. Lokatölur urðu 4–0 og Norðurlandameistaratitill í höfn. Um er að ræða fyrstu gullverðlaun Íslands í einstaklingskeppni síðan árið 2010 og aðeins þriðja skiptið í sögunni sem Íslendingur vinnur gull í einstaklingsgrein. Kvennasveit Íslands í hópkata átti gott mót og stóð að lokum uppi með gullið. Þær unnu öruggan sigur á liði Finna í úrslitum. Liðið skipa þær Freyja Stígsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir McClure og Kristrún Bára Guðjónsdóttir. Ísland hefur einu sinni áður unnið Norðurlandameistaratitil í liðakeppni eða árið 2012. Karlalið Íslands í hópkata varð svo aðeins 0,06 stigum (af 30 mögulegum) frá því að bæta þriðja gullinu í safnið. Liðið, skipað Huga Halldórssyni, Birni Breka Halldórssyni og Nökkva Benediktssyni, hlaut 22,8 stig fyrir framkvæmd sína á kata Kururunfa gegn 22,86 stigum Norðmanna í úrslitum og stóð uppi með silfur. Þrír ungir og efnilegir keppendur í kumite unnu einnig bronsverðlaun í sínum flokkum, þau Alexander Rósant Harðarson í 14–15 ára flokki -63 kg, Davíð Steinn Einarsson í 14–15 ára flokki -57 kg og Ronja Halldórsdóttir í 16–17 ára flokki -59 kg.
Karate Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga