Bíóin í desember: The Matrix, Spiderman og Spielberg Heiðar Sumarliðason skrifar 29. nóvember 2021 14:36 Neo og Trinity snúa aftur. Það kennir ýmissa grasa í kvikmyndahúsunum í desember. Framhaldsmyndir, endurgerð, hrollvekja og sannsögulegt. Hér má lesa um það helsta sem væntanlegt er í jólamánuðinum. The House of Gucci. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíói. 3. desember. Hér er á ferðinni önnur kvikmynd Ridleys Scotts á nokkrum vikum, en riddaradramað The Last Duel er nýhætt í sýningum. Líkt og nafnið gefur til kynna, fjallar The House of Gucci um fjölskylduna bakvið samnefnt tískuveldi. Lady Gaga leikur svörtu ekkjuna, Patriziu Reggiani, en Adam Driver leikur eiginmann hennar, Maurizio Gucci. Dómar gagnrýnenda hafa verið æði misjafnir, á meðan einkunnir áhorfenda hafa verið í hærri kantinum. Antlers. Sambíó. 3. desember. Desember er almennt ekki mikill hrollvekjumánuður í kvikmyndahúsum, en Sambíóin ætla þó að frumsýna Antlers, sem fjallar um syskini sem búa í afskekktum bæ í Oregon sem komast í tæri við ógnvænlega skepnu. Keri Russell (Felicity, The Americans) og Jesse Plemons (Fargo) leika systkinin. Scott Cooper leikstýrir og er einn af höfundum handritsins. Af fyrri myndum hans má nefna Crazy Heart, Out of the Furnce og Black Mass. Spencer. Laugarásbíó og Háskólabíó. 10. desember. Það spurning hvort áhorfendur hafi fengið nóg af Díönu prinsessu eftir síðustu seríu af The Crown, en kvikmyndin Spencer fjallar um þegar hún ákvað binda enda á hjónaband sitt og Karls Bretaprins. Kristen Stewart leikur Díönu, en Pablo Larraín leikstýrir. Hann er einn þekktasti leikstjóri Chile og hefur áður gert myndir á borð við No, The Club og Jackie. Spider-man - No Way Home. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíó. 17. desember. No Way Home er þriðja Spiderman-myndin með Tom Holland í aðalhlutverki en Dr. Strange (Benedict Cumberbatch) er honum hér innan handar í baráttunni við hættuleg öfl úr öðrum heimi. Líkt og fyrri myndunum tveimur er það Jon Watts sem leikstýrir. The Matrix Resurrections. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíó. 22. desember. 18 árum eftir að The Matrix Revolutions kom út, fáum við fjórðu Matrix myndina. Þetta skiptið er þó aðeins önnur Wachowski-systirin á svæðinu, Lana leikstýrir myndinni en Lily hafði ekki áhuga á að snúa aftur. Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss eru á sínum stað, á meðan Laurence Fishburn og Hugo Weaving eru fjarri góðu gamni. Yahya Abdul-Mateen II leikur Morpheus, sem þó virðist ekki eiga að vera hinn eini sanni Morpheus, sem Fishburn lék. West Side Story. Sambíó, Smárabíó. 26. desember. Hin marg(covid)seinkaða kvikmyndaútgáfa Stevens Spielbergs af söngleik Bersteins og Sondheims, West Side Story, er nú loks að koma út. Sagan byggir lauslega á Rómeo og Júlíu eftir William Shakespeare, en söngleikurinn var frumsýndur árið 1957 og var frumraun Sondheims á Broadway. Sondheim lést í síðustu viku, 91 árs að aldri, en þess má geta að hann er persóna í kvikmyndinni tick, tick...BOOM! sem Netflix frumsýndi viku fyrir andlát hans. Bíó og sjónvarp Hollywood Jól Stjörnubíó Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
The House of Gucci. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíói. 3. desember. Hér er á ferðinni önnur kvikmynd Ridleys Scotts á nokkrum vikum, en riddaradramað The Last Duel er nýhætt í sýningum. Líkt og nafnið gefur til kynna, fjallar The House of Gucci um fjölskylduna bakvið samnefnt tískuveldi. Lady Gaga leikur svörtu ekkjuna, Patriziu Reggiani, en Adam Driver leikur eiginmann hennar, Maurizio Gucci. Dómar gagnrýnenda hafa verið æði misjafnir, á meðan einkunnir áhorfenda hafa verið í hærri kantinum. Antlers. Sambíó. 3. desember. Desember er almennt ekki mikill hrollvekjumánuður í kvikmyndahúsum, en Sambíóin ætla þó að frumsýna Antlers, sem fjallar um syskini sem búa í afskekktum bæ í Oregon sem komast í tæri við ógnvænlega skepnu. Keri Russell (Felicity, The Americans) og Jesse Plemons (Fargo) leika systkinin. Scott Cooper leikstýrir og er einn af höfundum handritsins. Af fyrri myndum hans má nefna Crazy Heart, Out of the Furnce og Black Mass. Spencer. Laugarásbíó og Háskólabíó. 10. desember. Það spurning hvort áhorfendur hafi fengið nóg af Díönu prinsessu eftir síðustu seríu af The Crown, en kvikmyndin Spencer fjallar um þegar hún ákvað binda enda á hjónaband sitt og Karls Bretaprins. Kristen Stewart leikur Díönu, en Pablo Larraín leikstýrir. Hann er einn þekktasti leikstjóri Chile og hefur áður gert myndir á borð við No, The Club og Jackie. Spider-man - No Way Home. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíó. 17. desember. No Way Home er þriðja Spiderman-myndin með Tom Holland í aðalhlutverki en Dr. Strange (Benedict Cumberbatch) er honum hér innan handar í baráttunni við hættuleg öfl úr öðrum heimi. Líkt og fyrri myndunum tveimur er það Jon Watts sem leikstýrir. The Matrix Resurrections. Sambíó, Laugarásbíó, Smárabíó. 22. desember. 18 árum eftir að The Matrix Revolutions kom út, fáum við fjórðu Matrix myndina. Þetta skiptið er þó aðeins önnur Wachowski-systirin á svæðinu, Lana leikstýrir myndinni en Lily hafði ekki áhuga á að snúa aftur. Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss eru á sínum stað, á meðan Laurence Fishburn og Hugo Weaving eru fjarri góðu gamni. Yahya Abdul-Mateen II leikur Morpheus, sem þó virðist ekki eiga að vera hinn eini sanni Morpheus, sem Fishburn lék. West Side Story. Sambíó, Smárabíó. 26. desember. Hin marg(covid)seinkaða kvikmyndaútgáfa Stevens Spielbergs af söngleik Bersteins og Sondheims, West Side Story, er nú loks að koma út. Sagan byggir lauslega á Rómeo og Júlíu eftir William Shakespeare, en söngleikurinn var frumsýndur árið 1957 og var frumraun Sondheims á Broadway. Sondheim lést í síðustu viku, 91 árs að aldri, en þess má geta að hann er persóna í kvikmyndinni tick, tick...BOOM! sem Netflix frumsýndi viku fyrir andlát hans.
Bíó og sjónvarp Hollywood Jól Stjörnubíó Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira