Föstudagsplaylisti Bergs Thomas Anderson Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2021 15:33 Bergur býður upp á tónleiðslu á fyrstu sólóplötu sinni. Katrina Niebergal Bergur Thomas Anderson er tón- og myndlistarmaður sem hefur komið víða við, hefur m.a. verið bassaleikari sveitanna Sudden Weather Change, Grísalappalísu og Oyama, en á dögunum kom út hans fyrsta sólóplata. Platan nefnist Night Time Transmissions og er gefin út af útgáfufyrirtækinu Futura Resistenza. Plötuna segir Bergur vera útkomu langtíma rannsóknarverkefnis í heima pólifóníu og frásagnarlistar. Hún miðli tónlistarlegri sögu um heldrunarferli, kvíða sem tengist listamannalífinu, söng-heilun, hugleiðslu og sambandi listamanna við samfélag sitt. Í eigin list vinnur Bergur mest með hljóð þessa dagana, oft í samtali við aðra miðla á borð við keramík, innsetningar og myndskreytingar. Hann vinnur einnig mikið með öðrum listamönnum, hvort sem það er í sköpun hljóðmynda fyrir gjörningaverk eða í að semja tónlist út frá upptökum af skúlptúrinnsetningu. Þetta endurspeglast í plötunni nýútkomnu. „Ég tók plötuna upp sjálfur, með hjálp fjölmargra vina og radda; þ.á.m. með meðlimum úr Singing Club of Rotterdam, sem er opin tilraunakór sem ég hef unnið mikið með síðustu tvö árin,“ segir Bergur. Sigrún Gyða Sveinsdóttir kemur svo við sögu sem tveir karakterar á plötunni og Gunnar Gunnsteinsson á mikinn hlut í göldrunum sem þar má finna. Bergur Anderson & The Transmitters, sem sett var saman fyrir útgáfutónleika plötunnar í Peach, Rotterdam. Frá vinstri til hægri: Bergur Anderson, Marloes de Vries, Clara J:son Borg, Linus Bonduelle, Katrina Niebergal, Manon Verkooyen, Gunnar Gunnsteinsson, Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Vera Mennens. Á myndina vantar Mylan Hoezen, en öll tóku þau þátt í upptökuferli plötunnar.Ghislain Arnar Þessa stundina er Bergur helst að semja nýja tónlist fyrir vídeóverk, þ.á.m. fyrir verk eftir kærustu sína, listakonuna Katrinu Niebergal. „Föstudagsplaylistinn inniheldur lög og listamenn sem hafa áhrif á mig í tónskáldaferlinu, ásamt nokkrum lögum sem ég get ekki hætt að hlusta á þessa dagana,“ segir Bergur um listann. Hann má hlýða á hér að neðan. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Platan nefnist Night Time Transmissions og er gefin út af útgáfufyrirtækinu Futura Resistenza. Plötuna segir Bergur vera útkomu langtíma rannsóknarverkefnis í heima pólifóníu og frásagnarlistar. Hún miðli tónlistarlegri sögu um heldrunarferli, kvíða sem tengist listamannalífinu, söng-heilun, hugleiðslu og sambandi listamanna við samfélag sitt. Í eigin list vinnur Bergur mest með hljóð þessa dagana, oft í samtali við aðra miðla á borð við keramík, innsetningar og myndskreytingar. Hann vinnur einnig mikið með öðrum listamönnum, hvort sem það er í sköpun hljóðmynda fyrir gjörningaverk eða í að semja tónlist út frá upptökum af skúlptúrinnsetningu. Þetta endurspeglast í plötunni nýútkomnu. „Ég tók plötuna upp sjálfur, með hjálp fjölmargra vina og radda; þ.á.m. með meðlimum úr Singing Club of Rotterdam, sem er opin tilraunakór sem ég hef unnið mikið með síðustu tvö árin,“ segir Bergur. Sigrún Gyða Sveinsdóttir kemur svo við sögu sem tveir karakterar á plötunni og Gunnar Gunnsteinsson á mikinn hlut í göldrunum sem þar má finna. Bergur Anderson & The Transmitters, sem sett var saman fyrir útgáfutónleika plötunnar í Peach, Rotterdam. Frá vinstri til hægri: Bergur Anderson, Marloes de Vries, Clara J:son Borg, Linus Bonduelle, Katrina Niebergal, Manon Verkooyen, Gunnar Gunnsteinsson, Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Vera Mennens. Á myndina vantar Mylan Hoezen, en öll tóku þau þátt í upptökuferli plötunnar.Ghislain Arnar Þessa stundina er Bergur helst að semja nýja tónlist fyrir vídeóverk, þ.á.m. fyrir verk eftir kærustu sína, listakonuna Katrinu Niebergal. „Föstudagsplaylistinn inniheldur lög og listamenn sem hafa áhrif á mig í tónskáldaferlinu, ásamt nokkrum lögum sem ég get ekki hætt að hlusta á þessa dagana,“ segir Bergur um listann. Hann má hlýða á hér að neðan.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira