Rocky-æfingar fram á næsta sumar: „Á Heimsleikunum verð ég ekki þreyttur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 08:01 Júlían J. K. Jóhannsson, heimsmeistari og heimsmethafi í réttstöðulyftu, er með háleit markmið fyrir næsta sumar. Stöð 2 Sport „Þetta hefur verið stefnan síðan 2017 þannig að það má segja að þetta sé bara draumur,“ segir Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, sem hefur fengið boð á Heimsleikana í Alabama næsta sumar. Þar ætlar hann að lyfta 1,2 tonni. Segja má að Heimsleikarnir séu eins og Ólympíuleikar fyrir þær íþróttagreinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum. Þeir fara venjulega fram á fjögurra ára fresti og meðal annars er keppt í kraftlyftingum, grein Júlíans, sem ætlar sér stóra hluti á leikunum. Langtímamarkmið hans er að verða bestur í heimi: „Það er stefnan og er búin að vera stefnan síðastliðin tólf ár. Ég færist alltaf nær og nær, skref fyrir skref, og ég finn það. Þetta er í loftinu,“ segir Júlían í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Heimsmeistarinn Júlían fer á Heimsleikana Júlían varð fyrir skömmu heimsmeistari í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 380 kg, í flokki 120 kg manna og þyngri. Heimsmetið hans er 405,5 kg og hann hefur nú fimm sinnum í röð orðið heimsmeistari í réttstöðulyftu. Kraftlyftingar snúast þó helst um að lyfta sem mestu samanlögðu, í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Á HM náði Júlían ekki gildri lyftu í tveimur síðarnefndu greinunum. „Ég tel mig eiga mikið inni. Undanfarin tvö ár hafa verið svolítið skrýtin keppnisár. Ég fór núna inn í þetta mót með í raun tiltölulega litlum undirbúningi, því ég kláraði Evrópumótið rétt áður, og ég finn það alveg að ég á mikið inni. Ég var þreyttur þegar ég mætti en á heimsleikunum verð ég ekki þreyttur,“ sagði Júlían. „Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar“ En hve miklu telur hann sig geta lyft samanlagt? „Það er dálítið erfitt að áætla það en ég tel mig eiga mikið inni og ég set markmiðið á 1.200 kg á Heimsleikunum í Bandaríkjunum,“ segir Júlían sem ætlar að fórna öllu til að ná góðum árangri á Heimsleikunum næsta sumar: „Ég ætla að leggja allt í sölurnar. Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar, svona ef við tökum út hlaupin og boxið. Það verður allt sett í þetta,“ segir Júlían en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér að ofan. Kraftlyftingar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira
Segja má að Heimsleikarnir séu eins og Ólympíuleikar fyrir þær íþróttagreinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum. Þeir fara venjulega fram á fjögurra ára fresti og meðal annars er keppt í kraftlyftingum, grein Júlíans, sem ætlar sér stóra hluti á leikunum. Langtímamarkmið hans er að verða bestur í heimi: „Það er stefnan og er búin að vera stefnan síðastliðin tólf ár. Ég færist alltaf nær og nær, skref fyrir skref, og ég finn það. Þetta er í loftinu,“ segir Júlían í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Heimsmeistarinn Júlían fer á Heimsleikana Júlían varð fyrir skömmu heimsmeistari í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 380 kg, í flokki 120 kg manna og þyngri. Heimsmetið hans er 405,5 kg og hann hefur nú fimm sinnum í röð orðið heimsmeistari í réttstöðulyftu. Kraftlyftingar snúast þó helst um að lyfta sem mestu samanlögðu, í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Á HM náði Júlían ekki gildri lyftu í tveimur síðarnefndu greinunum. „Ég tel mig eiga mikið inni. Undanfarin tvö ár hafa verið svolítið skrýtin keppnisár. Ég fór núna inn í þetta mót með í raun tiltölulega litlum undirbúningi, því ég kláraði Evrópumótið rétt áður, og ég finn það alveg að ég á mikið inni. Ég var þreyttur þegar ég mætti en á heimsleikunum verð ég ekki þreyttur,“ sagði Júlían. „Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar“ En hve miklu telur hann sig geta lyft samanlagt? „Það er dálítið erfitt að áætla það en ég tel mig eiga mikið inni og ég set markmiðið á 1.200 kg á Heimsleikunum í Bandaríkjunum,“ segir Júlían sem ætlar að fórna öllu til að ná góðum árangri á Heimsleikunum næsta sumar: „Ég ætla að leggja allt í sölurnar. Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar, svona ef við tökum út hlaupin og boxið. Það verður allt sett í þetta,“ segir Júlían en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér að ofan.
Kraftlyftingar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira