Fyrrverandi leikmaður Tottenham segir leikmenn liðsins hafa verið sér til skammar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2021 07:01 Ryan Sessegnon fékk að líta rauða spjaldið gegn NS Mura í gær, en O'Hara lét nánast hvern einn og einasta leikmann liðsins heyra það eftir leikinn. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Jamie O'Hara, fyrrverandi leikmaður Tottenham Hotspur og núverandi sparkspekingur, segir að margir af leikmönnum liðsins hafi verið sér til skammar þegar liðið tapaði 2-1 gegn slóvenska liðinu NS Mura í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöldi. Tottenham lenti undir snemma leiks og þurfti svo að spila seinasta klukkutíman manni færri eftir að Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald. Harry Kane virtist hafa bjargað stigi fyrir Tottenham, en heimamenn stálu sigrinum með seinustu spyrnu leiksins. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni til að komast í útslattakeppnina á markatölu. „Þetta er lið í slóvensku efstu deildinni og ég myndi búast við að utandeildarlið frá Englandi myndi gefa þeim leik,“ sagði O'Hara í settinu hjá Sky Sports. „Þetta var til skammar, og sumir af þessum leikmönnum - ég skal nefna þá - (Matt) Doherty, (Tanguy) Ndombele, Dele Alli og Davinson Sanchez voru gjörsamlega hræðilegir. Margir af þeim ættu ekki að fá að klæðast Tottenham-treyju aftur finnst mér.“ O'Hara var langt frá því að vera hættur og velti því meðal annars fyrir sér hvort leikmenn Tottenham hafi litið svo á að þeir væru yfir þennan leik hafnir. „Þetta er Evrópuleikur sem þú þarft að vinna og þú vilt sanna þig fyrir nýja þjálfaranum, Atnonio Conte. Þú verður að mæta og gefa allt sem þú átt og eiga frábæran leik til að láta þjálfarann vita að þú viljir vera hluti af þessum nýju tímum hjá félaginu. Það er ekki einn einasti elikmaður sem á skilið lof fyrir þennan leik.“ „Þetta var hræðileg frammistaða. Þessir leikmenn eru röltandi um völlinn eins og þeir séu að hugsa að þeir séu of góðir til að spila þennan leik.“ „Þetta var algjörlega til skammar frá sumum þarna. Ef Conte gerir ekki stórar breytingar - losið þá frá klúbbnum, losið ykkur við þá, losnið við þá af launaskránni - við viljum þá ekki. Þetta var ömurlegt,“ sagði O'Hara að lokum. 🗣 "They shouldn't wear a Spurs shirt again in my opinion."A rollercoaster of an evening for Jamie O'Hara as #THFC are beaten by the lowest-ranked team in the Europa Conference League 🤯 pic.twitter.com/IJIJeOdqva— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021 Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Tottenham lenti undir snemma leiks og þurfti svo að spila seinasta klukkutíman manni færri eftir að Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald. Harry Kane virtist hafa bjargað stigi fyrir Tottenham, en heimamenn stálu sigrinum með seinustu spyrnu leiksins. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni til að komast í útslattakeppnina á markatölu. „Þetta er lið í slóvensku efstu deildinni og ég myndi búast við að utandeildarlið frá Englandi myndi gefa þeim leik,“ sagði O'Hara í settinu hjá Sky Sports. „Þetta var til skammar, og sumir af þessum leikmönnum - ég skal nefna þá - (Matt) Doherty, (Tanguy) Ndombele, Dele Alli og Davinson Sanchez voru gjörsamlega hræðilegir. Margir af þeim ættu ekki að fá að klæðast Tottenham-treyju aftur finnst mér.“ O'Hara var langt frá því að vera hættur og velti því meðal annars fyrir sér hvort leikmenn Tottenham hafi litið svo á að þeir væru yfir þennan leik hafnir. „Þetta er Evrópuleikur sem þú þarft að vinna og þú vilt sanna þig fyrir nýja þjálfaranum, Atnonio Conte. Þú verður að mæta og gefa allt sem þú átt og eiga frábæran leik til að láta þjálfarann vita að þú viljir vera hluti af þessum nýju tímum hjá félaginu. Það er ekki einn einasti elikmaður sem á skilið lof fyrir þennan leik.“ „Þetta var hræðileg frammistaða. Þessir leikmenn eru röltandi um völlinn eins og þeir séu að hugsa að þeir séu of góðir til að spila þennan leik.“ „Þetta var algjörlega til skammar frá sumum þarna. Ef Conte gerir ekki stórar breytingar - losið þá frá klúbbnum, losið ykkur við þá, losnið við þá af launaskránni - við viljum þá ekki. Þetta var ömurlegt,“ sagði O'Hara að lokum. 🗣 "They shouldn't wear a Spurs shirt again in my opinion."A rollercoaster of an evening for Jamie O'Hara as #THFC are beaten by the lowest-ranked team in the Europa Conference League 🤯 pic.twitter.com/IJIJeOdqva— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira